Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 26
 9. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● lífsstíll Það er ótrúlegt til þess að hugsa að ekki sé lengra síðan en á tíunda áratugnum að menn með farsíma þóttu vera boðberar tæknibyltingar eða að aðeins fáein ár séu síðan iPod leit dagsins ljós. Nú gætu margir ekki hugsað sér tilveruna án þeirra, eins og sannaðist þegar Fréttablaðið fékk að gramsa í dótakassanum hjá þremur tækjanördum. Eins og iPhone á sterum Jóhann hefur á síðustu árum haldið tækni-Lego námskeið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erlu langar mest í iPad. FRÉTTABLAÐÐIÐ/GVA Þrátt fyrir að sú hönnun sem Moooi hefur sent frá sér undan- farin ár hafi ævinlega vakið ríku- lega athygli lítur út fyrir að ljós- ið Raimond sé að öðlast meiri vinsældir en nokkur önnur vara Moooi hefur gert. Ljósið heitir eftir hönnuði þess, hinum hollenska Raimond Puts, sem hefur þá óvenjulegu menntun að vera stærðfræðiprófessor og er að sögn hönnuðarins byggt á „feg- urð stærðfræðinnar“. Ljósið er hægt að fá í nokkrum út- færslum en hönnun þess byggist á tveimur þríhyrndum rúmfræðileg- um lögum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu hefur engin vara Moooi selst í jafnmiklum mæli og ljósið. Þá vann ljósið til hinna virtu Sanoma Woon Award verðlauna í flokknum „Besta heimilisvaran“ fyrir nokkrum vikum. - jma Verðlaunaljós gert af stærðfræðingi Ljósið er hannað af hollenskum stærð- fræðingi og þykir snilldarverk. Erla Bjarney Árnadóttir, kynningarstjóri hjá Gogogic og formaður Félags íslenskra tölvuleikjafram- leiðenda. Ómissandi? Dell-tölvan mín. Hana nýti ég til að fylgjast með vinum og ættingjum á Facebook þar sem við erum dreifð um allan heim og tala við þá í gegnum Skype. Ég geri innkaup í gegnum tölvuna, les fréttir, horfi á sjónvarp og nota hana í vinnunni. Nokia E71 síminn minn er hreinlega límdur við mig. Ég lít á hann jöfnum augum sem öryggistæki, vinnutæki og samskiptatæki. Siemens-uppþvotavélin. Mér finnst frábært að þurfa ekki að vaska upp sjálf, heldur raða bara í vélina og setja hana af stað. Fyrir utan að húsbóndinn á mínu heimili er ekki nógu stór til að vaska upp sjálfur á meðan hann getur sett í vél- ina. Keyptir síðast? iPod Touch. Langar í? iPad. Kæmi sér mjög vel að eiga slíkan grip þar sem við hjá Gogogic erum að fara að gefa út leik, Symbol 6 Redux, sem er hannaður fyrir iPad. Elías Ragnar Ragnars- son, leikjahönnuður hjá Fancy Pants Global. Ómiss- andi? iPhone. Ég er alltaf tengdur. Ferðatölvan mín, sem er af gerðinni Mac- book Pro 15 tommu. Ég vinn við að hanna tölvuleiki fyrir iPhone og tölvan inniheldur því alla mína vinnu. Svo held- ur hún eiginlega utan um allt mitt líf. iPad. Þessi tölvutafla er bara svo æðisleg, svona eins og iP- hone á sterum. Keyptir síðast? Nýjan iPhone, þann gamla nota ég til að prófa tölvuleiki í vinnunni. Langar í? Wind- ows Phone 7. Langar bara mikið að fá almennilegt tækifæri til að prófa hann. Jóhann Guðmundur Breiðfjörð, heldur utan um tækni-Lego námskeið á vegum Mímis símenntunar. Ómissandi? Síminn minn, Sony Ericsson w380i. Hann inniheldur marga skemmti- lega fídusa. Með honum get ég til dæmis tengst við póstforritið í tölvunni minni. Annars nota ég hann eins og hefðbundinn síma og vil ekki hafa það flóknara. Tölvan mín. Ég get varla sagt að hún sé af tiltekinni gerð þar sem ég hef verið að dunda mér við að setja hana saman úr alls konar pörtum. Philips-rakvélin mín. Fékk hana í jólagjöf frá konunni fyrir tveimur árum. Keyptir síðast? Sony- farsíma handa eiginkonunni. Langar í? Á allt sem ég þarf. ● SKART ÚR LAX OG HLÝRA Guðrúnu Brynju Bárðardóttur blómaskreyti er margt til lista lagt. Auk þess að kenna blómaskreytingar við Landbúnaðarháskólann vinnur hún skartgripi úr fiskiroði undir merkinu Biadesign. „Ég nota mest lax og hlýra og aðeins ýsu líka en skartið er allt hand- gert og enginn gripur eins,“ segir Guðrún Brynja. Skartgripalína hennar samanstendur af armböndum, hálsmenum, eyrnalokkum og hringum og eins hefur Guðrún unnið töskur úr roði. „Formin á skartinu eru mestmegnis blóm, þar sem ég er blómaskreyt- ir. Enginn gripanna er eins og ég veit í rauninni ekkert hvernig skartgrip- urinn kemur til með að líta út þegar ég byrja,“ segir Guðrún Brynja. Vörur Biadesign fást í versluninni Bjarkarblómi í Smáralind, hjá Álafossi og í Heimahúsinu í Stykkishólmi. Elíasi finnst iPhone alveg ómissandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.