Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 36
20 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Ókei, þá er ég kom- inn að endalínunni. Þá er það...? 45 gráðu beygja inn í teiginn! Síða 32! Sástu þessa tæk- lingu? Takkarnir á undan og mann- inn fyrst! Alveg eftir bókinni! Ertu að fara að gera eitthvað á laugardags- kvöld Palli? Það held ég ekki. Af hverju? Ég fékk gefins tvo miða á handboltaleik. Vá. Finnst þér í alvörunni skemmti- legt að gera leiðin- lega hluti? UPPLÝSINGAR Hvað varð um 2007? Vá! Solla, gettu hvað er í matinn? Skapetti! Ég meina spegatti... nei, gaspetti, nei, spugetti... Ha! Ha! Ha! Hvað er svona fyndið? Hannes kann ekki að segja busketti! LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. þófi, 8. tilvist, 9. gogg, 11. ekki, 12. hald, 14. dá, 16. samtök, 17. vefnaðarvara, 18. sarg, 20. sjúkdómur, 21. göngulag. LÓÐRÉTT 1. samskonar, 3. bor, 4. ríki í Suðaust- ur-Asíu, 5. ái, 7. bókastóll, 10. spor, 13. flík, 15. uss, 16. eyrir, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. il, 8. líf, 9. nef, 11. ei, 12. skaft, 14. trans, 16. aa, 17. tau, 18. urg, 20. ms, 21. rigs. LÓÐRÉTT: 1. eins, 3. al, 4. víetnam, 5. afi, 7. lektari, 10. far, 13. fat, 15. suss, 16. aur, 19. gg. Það er afskaplega auðvelt að hæðast að fyrirbærum eins og þjóðfundi, þar sem 1000 manns koma saman og niðurstaðan verður afskaplega almenn. En það eru nógu margir aðrir í því. Í jákvæðnigír má segja að þjóðfundurinn og stjórnlagaþing séu eins og svo margt annað undanfarin ár: án fordæma. Fyrirbærin gætu jafnvel, ef mjög vel tekst til, breytt einhverju til hins betra. Hvað veit maður? Í NIÐURSTÖÐUM þjóðfundar helgarinn- ar má lesa ýmislegt fallegt. Til dæmis er það niðurstaða þjóðfundarins að allir skuli njóta mannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Svo á líka að tryggja að við séum öll jöfn og höfum jafnan rétt. Við eigum öll að hafa mannsæmandi lífskjör, óháð því hvers kyns við erum, af hvaða kyn- þætti eða þjóðerni við erum, hvaða trúarskoðun við höfum og svo fram- vegis. Þarna eru fleiri fallegar hugsjónir, til dæmis sem lúta að náttúrunni og auðlindum okkar. Og að sjálfsögðu um lýðræðið, valdið, ábyrgð- ina, gegnsæið og heiðar- leikann. ÞAÐ er sannarlega hægt að vera sam- mála þessu, enda frekar almenn gildi. En ef þetta eru virkilega gildi þjóðarinn- ar hvers vegna hefur þeim þá ekki verið framfylgt? Eru þessar skoðanir kannski nýtilkomnar og var þá kannski einhver breyting í kjölfar hrunsins eftir allt saman? ÞAÐ er að minnsta kosti ekki hægt að segja að öll þjóðin aðhyllist trúfrelsi eða jafnrétti óháð trúarskoðunum. Nýj- ustu dæmin um það eru fordómar í garð múslima hér á landi og hörð mótstaða við byggingu mosku. Hér hefur heldur ekki alltaf tíðkast að allt fólk njóti jafnra mannréttinda eða mannsæmandi lífskjara óháð stöðu. Annars hefði það til dæmis ekki viðgengist að vísa fólki nánast misk- unnarlaust úr landinu. Og ekki er hægt að segja að við höfum alltaf borið virðingu fyrir auðlindum og náttúru landsins, ó nei. MARGT af þessu sem kom á fundinum efast ég stórlega um að muni enda í stjórn- arskránni og sumt á kannski ekkert heima þar. En það breytir því ekki að þessi gildi eru nú skrásett og öllum aðgengileg. Og stjórnmálamennirnir sem ákváðu að þjóð- fundurinn yrði haldinn verða þá vonandi minntir á niðurstöðurnar héðan í frá. Og fólkið sem samdi þessi blessuðu gildi verður vonandi á varðbergi næst þegar brjóta á gegn þeim. Gildin okkar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.