Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 42
 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is GARÐAR JÓHANNSSON á ekki von á því að hann spili áfam með norska úrvalsdeildarliðinu Ströms- godset á næsta ári. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Síðasti leikur Garðars með liðinu verður því væntanlega bikarúrslitaleikurinn á móti Follo um næstu helgi. FÓTBOLTI Óhætt er að segja að kyn- slóðaskipti í íslenska landsliðinu hafa aldrei verið greinilegri en þegar Ólafur Jóhannsson tilkynnti í gær leikmannahóp liðsins sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra í næstu viku. Frægt er þegar U-21 landsliðið fékk forgang á leikmenn fyrir verk- efni sitt gegn Skotum í síðasta mán- uði en á sama tíma lék A-liðið gegn Portúgal í undankeppni EM 2012. Allir þeir sjö leikmenn sem var kippt úr A-landsliðinu þá eru aftur komnir í hóp Ólafs nú, auk Alfreðs Finnbogasonar sem einnig spilaði með U-21 liðinu gegn Skotum. Reyndar heldur aðeins einn leik- maður úr hópi miðju- og sóknar- manna sæti sínu í A-liðinu úr Portú- galsleiknum en það er Ólafur Ingi Skúlason. Sóknarmaðurinn Heiðar Helgu- son er reyndar frá vegna meiðsla og getur því ekki farið með liðinu til Ísraels. Eið Smára Guðjohnsen, marka- hæsta leikmann í sögu landsliðsins, er hins vegar hvergi að finna. „Ég ákvað að velja yngri strákana núna og gefa þeim sénsinn í þess- um leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson spurður um Eið Smára. „Ég vildi nota þennan leik til að gefa þeim mínútur með landsliðinu. Eiður Smári er allavega ekki í hópnum í þetta skiptið.“ Ertu hættur að velja Eið Smára í landsliðið? „Ég vel bara einn hóp í einu,“ sagði Ólafur. Eiður Smári hefur átt erfitt upp- dráttar hjá liði sínu, Stoke, og hefur ekki enn fengið tækifæri í byrjunar- liði liðsins síðan hann kom til félags- ins í lok ágústmánaðar. Hann var til að mynda ekki í leikmannahópi liðs- ins þegar Stoke mætti Sunderland um helgina. Meðalaldur landsliðsins nú er ekki hár og segir Ólafur það ekki vera neina tilviljun. „Ég hef verið með þessa yngri stráka í landsliðinu í nokkurn tíma og þeir koma því aftur inn núna. Þetta eru framtíðarleikmenn lands- liðsins. Eins og ég hef margsinnis sagt eiga sér nú stað ákveðin kyn- slóðaskipti í landsliðinu og með því að velja þá í svona leiki flýtir það því ferli. Þessir strákar fá dýrmæta reynslu og auka getu sína með því að spila leiki sem þessa. Það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Ólafur. Hermann Hreiðarsson er aftur valinn í landsliðið en hann var reyndar ekki á skýrslu fyrir leikinn gegn Portúgal. „Mér finnst mikilvægt að Her- mann sé í hópnum. Hann er vissu- lega ekki í sínu besta leikformi en Hermann er okkur afar mikilvæg- ur hlekkur í leikmannahópnum hvað félagslegu hliðina varðar. Ég hafði hann síðast í hópnum vegna þessa og þannig er það aftur nú. Hann mun hins vegar örugglega fá að spila í þetta skiptið.“ Ólafur má nota átján leikmenn í leiknum og fer því aðeins með átján leikmenn með sér til Ísraels. „Það er erfitt að meta það nú en ég vona að sem flestir fái að spila í þessum leik.“ eirikur@frettabladid.is Leikmannahópur Íslands á móti Ísrael Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi 18 leikmenn í hóp sinn fyrir vináttu- landsleik á móti Ísrael sem fer fram eftir rúma viku. Landsleikir leikmanna eru innan sviga. Voru með á móti Portúgal Arni Gautur Arason, Odd Grenland (71) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (20) Hermann Hreiðarsson, Portsmouth (85) Indriði Sigurðsson, Viking (57) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss (48) Grétar Rafn Steinsson, Bolton (41) Birkir Már Sævarsson, Brann (20) Ragnar Sigurðsson, IFK Göteborg (16) Ólafur Ingi Skúlason, SønderjyskE (14) Koma aftur inn í liðið Aron Einar Gunnarsson, Coventry (20) Sölvi Geir Ottesen, FC København (14) Rúrik Gíslason, OB (9) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (8) Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts (7) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (4) Birkir Bjarnason, Viking (3) Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim (3) Alfreð Finnbogason, Breiðablik (1) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Ungu hetjurnar aftur inn Aðeins níu leikmenn úr síðasta landsleik halda sæti sínu í íslenska landsliðinu og fara með liðinu til Ísraels. Allir þeir sem var kippt úr liðinu vegna verkefnis U-21 landsliðsins eru aftur með nú. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki valinn. GYLFI ÞÓR Einn af átta leikmönnum úr U-21 landsliðinu sem eru kall- aðir í A-landsliðið nú. Gildir til 31. maí 2 010 VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 www.pitstop.is ÞRJÁR FULLKOMNAR ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R D VA X TA LA US T Í AL LT AÐ 6 MÁNUÐI MIKIÐ ÚRVAL BETRA VERÐ dekk fyrir allar gerðir og stærðir bíla – góð greiðslukjör VERÐDÆMI m.v. 15% staðgreiðsluafslátt 175/65 R 14 – Frá kr. 9.775 185/65 R 14 – Frá kr. 10.498 185/65 R 15 – Frá kr. 11.475 195/65 R 15 – Frá kr. 11.815 205/55 R 16 – Frá kr. 14.365 VERÐ FRÁBÆRT HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson mun spila með þýska B-deildar- liðinu Emsdetten næstu sex vik- urnar í það minnsta en Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið. „Þetta kom þannig til að Patta, vin minn, vantaði mann,“ sagði Sigfús en Patrekur setti færslu inn á Facebook-síðuna sína og bað um aðstoð þar sem hann var búinn að missa bæði línumann og varnar- mann í meiðsli. Sigfús segir að lík- amleg heilsa hans sé ágæt. „Leikæfing- in er ekki mikil en líkamlega standið er betra en oft áður hefur verið. Ég fór í stóra aðgerð fyrir einu og hálfu ári síðan en fór aðeins of fljótt af stað með Val á síð- asta tímabili. Í sumar var ég mikið að synda og hreyfa mig og er orð- inn léttari en áður. Löppin er öll að koma til og ég get spilað með aðstoð spelku.“ Sigfús fagnar því að geta komið Patreki til aðstoð- ar. „Þegar ég byrjaði að spila aftur með landsliðinu árið 2001 þá var hann einn af þeim sem hjálpuðu mér sem mest. Vonandi fæ ég núna tækifæri til að hjálpa honum á móti.“ Sigfús segist einnig reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu verði þess óskað. „Það er ekki mitt að ákveða það en ef þjálfarinn myndi vilja nota mig og þiggja mína hjálp er ég alltaf boð- inn og búinn til þess.“ - esá Sigfús Sigurðsson spilar fyrir Patrek hjá Emsdetten: Hjálpar vini sínum FÓTBOLTI Guðjón Baldvinsson fundaði með forráðamönnum GAIS í Svíþjóð um helgina en hann var ekki ánægður með niðurstöður þeirra. „Ég vildi losna þar sem ég á ekki von á því að mín staða hjá liðinu muni breytast,“ sagði Guð- jón við Fréttablaðið. „Það verður sami þjálfari áfram en hann hefur gefið það út að hann muni ekki nota mig – sama hvað. Mín staða hjá félaginu er því ekki sterk,“ bætti hann við. Guðjón var í láni hjá KR í sumar en á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við GAIS. „Ég á að mæta aftur til æfinga í janúar og óvíst hvað gerist fram að þeim tíma. Ég hef enn ekki náð að spila einn einasta leik með liðinu en mun gera mitt besta ef engin önnur lausn finnst. Ég vil helst finna mér félag úti en veit ekki hvort það gengur eftir.“ Hann ber liðinu ekki góða sög- una. „GAIS skoraði 24 mörk í 30 leikjum í sumar og markahæsti leikmaður liðsins er varnarmað- ur sem skoraði fjögur mörk. Ég hef líka ekki áhuga á að vera hjá liði sem vill bara halda sér í deildinni á hverju ári.“ - esá Guðjón Baldvinsson: Fær sig ekki lausan frá GAIS GUÐJÓN BALDVINSSON Skoraði 10 mörk með KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U-21 landsliða sem fer fram í Dan- mörku næsta sumar. Alls hafa átta lið unnið sér þátttökurétt á mótinu og verður Ísland í efri styrkleikaflokki ásamt heimamönnum, Tékkum og Spánverjum. Reyndar var ákveðið fyrirfram að Danir myndu spila í A-riðli og Tékkar í B-riðli. Ísland mun því spila með öðru þeirra liða og svo tveimur liðum úr neðri styrk- leikaflokki. Þar eru lið Englands, Sviss, Hvíta-Rússlands og Úkraínu. - esá Evrópumót U-21 landsliða: Dregið í dag FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í fótbolta tekur þátt í Algarve-bikarnum fimmta árið í mars á næsta ári og nú er ljóst að íslensku stelpurnar eru með Svíum (4. sæti á heimslistanum), Dönum (10. sæti) og Kínverjum (14. sæti) í riðli. Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik. Stelpurnar okkar sluppu þar með við þær bandarísku (1. sæti á heimslistanum) að þessu sinni en þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 að íslenska landsliðið er ekki með Bandaríkjunum í riðli. - óój Stelpurnar í Algarve-bikarnum: Sluppu við þær bandarísku FÓTBOLTI Grétar Ólafur Hjartar- son skrifaði í gær undir eins árs samning við Keflavík. Grétar skoraði 3 mörk í 20 leikjum með Grindavík í sumar en fékk ekki nýjan samning hjá félaginu. Hann er 33 ára sóknarmaður sem hefur skorað 65 mörk í 156 leikjum í efstu deild. - óój Grétar Ólafur Hjartarson: Fór í Keflavík KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson sneri aftur eftir meiðsli þegar Sundsvall Dragons tapaði 94-77 á móti LF Basket í sænsku úrvals- deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Hlynur Bæringsson, sem var búinn að missa út þrjá leiki vegna meiðsla, byrjaði af krafti og var með 7 af 11 fyrstu stigum liðs- ins í leiknum. Honum tókst þó ekki að ná tvennu eins og í fyrstu þremur leikjum sínum með Sundsvall og endaði leikinn með 9 stig og 8 fráköst. Jakob var með 15 stig, 4 fráköst og 4 stoðsend- ingar í leiknum. - óój Sundsvall í sænsku körfunni: Tap við endur- komu Hlyns HLYNUR BÆRINGSSON Var búinn að missa af 3 leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.