Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 46
30 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 20 15 10 5 0 20 7 6 M ill jó ni r e in ta ka Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, sam- kvæmt upplýsingum frá útgáfu- fyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarn- ir hafa selt af plötum sínum. Arn- aldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árun- um 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erf- itt að velta úr sessi á þessum vett- vangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgef- anda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöll- um þegar Fréttablaðið bar þess- ar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókun- um víða um Evrópu.“ Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleið- ing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjór- tán talsins en sú nýjasta, Furðu- strandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglu- maðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsæld- unum. „Hann virðist auðþýðanleg- ur,“ segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Balt- asars Kormáks. Arnaldur seg- ist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboð- um. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári,“ segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni. freyrgigja@frettabladid.is ARNALDUR INDRIÐASON: TEKUR FRAM ÚR SIGUR RÓS Í SÖLU Hefur selt næstum sjö milljónir bóka á heimsvísu Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræð- unni og það hefur kannski smitast út í listirnar ARNALDUR INDRIÐASON RITHÖFUNDUR MORGUNMATURINN „Þessa dagana fæ ég mér alltaf AB mjólk með púðursykri, cheer- ios og bönunum. Og svo tek ég alltaf lýsi.“ Ólöf Jara Skagfjörð, söng- og leikkona. „Ég er örugglega ekki eini maðurinn sem hefur hugsað eitthvað í þessa veru. Ég er ekki far- inn að ljúga að sjálfum mér að þeir hafi afritað þetta viljandi,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, kynningarfulltrúi BSRB. Á laugardaginn virðist Spaugstofan hafa gert sér mat úr bakþankapistli Kolbeins sem birtist í Fréttablaðinu í nóvember árið 2008. Fyrirsögn pistilsins var Skorpuþjóðin og fjallaði hann um eðli Íslendinga, sem skilja eftir sig sviðna jörð, telji þeir sig vera í fullum rétti. Atriði Spaugstof- unnar snérist einnig um skorpuþjóðina og vísaði í sömu atriði og Kolbeinn benti á í pistlinum. „Menn eru bara að velta fyrir sér íslenskri þjóð eftir hrun og hugsa á svipuðum nótum, ég hugsa þetta sé ekki flóknara en það,“ segir Kolbeinn sem hefur hvorki krafist þess að vera skráður sem meðhöfundur atriðisins né haft samband við lögfræðing. Hann var í leikhúsi umrætt kvöld og sá ekki atriðið. „Fyrir það fyrsta skal ég nú ekki segja til um að þeir hafi lesið pistilinn,“ segir Kolbeinn lauf- léttur. „Kannski fengu þeir sömu hugmynd. En að sjálfsögðu er það heiður að vera bendlaður við Spaugstofuna – er ég ekki nýi Randver? Með á bakvið tjöldin.“ Þrátt fyrir að Kolbeinn hafi ekki fylgst með Spaugstofunni reglulega segist hann vera aðdáandi. Spurður hvort fleiri pistlar hans séu efni í grínatriði segir hann þá alla- vega vera nógu marga. „En ég var yfirleitt í ægilega alvarlegum og pólitískum málum í bakþönkum, en það þykir kannski fyndið í dag.“ Upplýsingafulltrúi BSRB hinn nýi Randver BARA GRÍN Spaugstofan virðist hafa gert sér mat úr pistli Kolbeins Proppé á laugardaginn. Kolbeinn gerir lítið úr málinu. Fréttablaðið sagði frá því um helgina að Benz-bifreið kvik- myndagerðarmannsins Heim- is Sverrissonar hafi verið stolið fyrir utan heimili hans í síðustu viku. Bíllinn er nú fundinn, en glöggur lesandi rakst á hann á bak við Austurbæjarskóla á laugardag. „Það var maður sem hringdi í mig strax á laugardagsmorgni og hafði þá rekist á bílinn á bak við skólann. Ástandið á bílnum er ekki gott, það var búið að stela öllu innan úr honum sem var einhvers virði auk þess sem hann var allur úti í blóði, sprautunálum, sprautum og blóðugum pappír,“ segir Heimir. Bíllinn var einnig klesstur að framan eftir árekstur við tökubíl tökuliðs kvikmyndarinnar Gaura- gang, en þjófarnir höfðu ekið bíln- um aftan á tökubílinn. Heimir segist ekki enn hafa lagt í það að þrífa bílinn eftir þjófana en gerir ráð fyrir að bíllinn fari á verkstæði í vikunni. „Ég hafði mig ekki í þetta um helgina, en er í dag búinn að vera að leita að nýju húddi og öðrum varahlutum svo ég geti farið að tjasla honum saman,“ segir Heimir sem er þakklátur fyrir að hafa endurheimt gripinn. „Ég er mjög þakklátur að bíllinn hafi fundist þokkalega heill. Leitin að þjófunum er nú í höndum lögregl- unnar, þeir skildu í það minnsta eftir sig nóg af sönnunargögnum, bæði blóði og fingraförum.“ - sm Fékk Benzinn aftur og blóðug- ar sprautunálar í kaupbæti ÞAKKLÁTUR Bíl Heimis Sverrissonar var stolið í síðustu viku. Hann hefur nú endurheimt gripinn og er þakklátur fyrir það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það sannaðist rækilega um liðna helgi að Ríó tríóið á sér dygga aðdáendur þegar uppselt var á ferna tónleika sveitarinnar í Salnum í Kópavogi. Helgi Pétursson og félagar voru svo ánægðir með viðtökurnar að þeir hafa bókað aukatónleika á sama stað á fimmtudagskvöld. Óvæntur bónus fyrir þá sem mæta á tónleikana verður heimsókn Snorra Helgasonar en hann er að ljúka tónleikaferð um Kanada og kemur við á leiðinni til London þar sem hann gerir út um þessar mundir. Og svo geta menn borið saman og pælt í því hvort ungi maðurinn á eitthvað í þann gamla. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.