Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 2
2 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Jón, er Dior ekki að sækja vatnið yfir lækinn? „Nei, þeir eru að sækja það yfir hafið, bláa hafið.“ Franska snyrtivörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að framleiða krem úr vatni úr Ölfusi. Jón Ólafsson er stjórnar- formaður Icelandic Water Holdings. ÞÝSKALAND, AP Hermönnum í bandarískri herstöð skammt frá Kaiserslautern í Þýskalandi hefur verið tilkynnt að þeir þurfi ekki að hringja í þýsku lögregluna þótt þeir sjái fólk í arabískum klæðum sniglast í kringum herstöðina vopnað rifflum af gerðinni AK-47. Umrætt fólk mun nefnilega vera þátttakendur í æfingum á vegum bandaríska herliðsins. Í tölvupósti, sem hermönnunum var sendur, er þeim þökkuð árveknin, en vinsam- legast beðnir um að láta símann samt eiga sig. - gb Bandarískir hermenn: Hafa hringt of oft í lögregluna EFNAHAGSMÁL Skilanefnd Lands- bankans telur nú að um 93 prósent fáist upp í kröfur í þrotabú Land- bankans vegna Icesave. Verði það niðurstaðan munu um 92 millj- arðar króna falla á íslenska ríkið vegna Icesave. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum hefur verulegur árangur náðst í endurheimtum á eignasafni hins fallna banka á þriðja ársfjórðungi. Raunverð- mæti eignasafns bankans hefur hækkað um tæplega 130 millj- arða króna í erlendum gjaldmiðl- um frá 30. apríl 2009 til 30. sept- ember 2010. Heildareignir bankans voru metnar á 1.138 milljarða króna í lok september. Forgangskröfur í þrotabúið eru 1.319 milljarðar króna. Mestur hluti þeirra krafna er vegna Icesave-reikninga bank- ans í Bretlandi og Hollandi. Út af standa 180 milljarðar króna. Sé miðað við eignir í erlend- um gjaldmiðlum og að 93 prósent endurheimtist af forgangskröfum standa um 92 milljarðar út af. Samkvæmt heimildum frétta- stofu Stöðvar 2 og Vísis er í athug- un að gera kröfur í þrotabúið upp í erlendum gjaldmiðlum. - ghh Skilanefnd Landsbankans telur að um 93 prósent fáist upp í Icesave-kröfurnar: Um 92 milljarðar falla á ríkið MENNTUN Sameiningarviðræðum Háskólans í Reykjavík (HR) og Bifrastar hefur verið hætt í bili. Í viðtali við RÚV segir rektor HR, Ari Kristinn Jónsson, að þessum óformlegu viðræðum sé lokið, meðal annars vegna harðra viðbragða Magnúsar Árna Magn- ússonar, rektors á Bifröst, í síð- ustu viku. Eins og fram hefur komið að undanförnu var Magnús Árni ekki reiðubúinn til að samþykkja sam- einingu sem fæli í sér að allt stað- nám að Bifröst yrði lagt niður og flutt til HR. Yfirlýsing hans kom þá flatt upp á stjórn Bifrastar. - þj Sameining í uppnámi: Slitu viðræðum HR og Bifrastar ATKVÆÐI Gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana í mars síð- astliðnum. Þar höfnuðu 93,2 prósent frumvarpi stjórnarinnar um Icesave. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HEILBRIGÐISMÁL Settar verða regl- ur sem takmarka magn trans- fitusýra í matvælum hér á landi að danskri fyrirmynd, að því er fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu. Bjarni Harð- arson, upplýs- ingafulltrúi ráðuneytisins, segir að það sé mat þeirra sem ráðuneyt- ið hafi rætt við um þessi mál að reglurnar rúmist innan þeirrar lagaheimildar sem nú þegar er til staðar. Hann telur að breytingarn- ar innan íslensks matvælaiðnað- ar verði óverulegar. Bjarni segir að neytendur muni ekki verða varir við verulegar breytingar og telur ólíklegt að þær muni hafa þær afleiðingar að verð á vörum hækki. - sv Takmarkar transfitu í mat: Hefur óveruleg áhrif á neyslu BJARNI HARÐARSON HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Sameiningarvið- ræðum við HR hefur verið slegið á frest. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS SVAR VIÐ BRÉFI HELGU EFTIR BERGSVEIN BIRGISSON ★★★★★ Jón Yngvi, Fréttablaðið ★★★★ Einar Falur, Morgunblaðið „dásamlega fallega skrifuð ...fyndin og sorgleg.“ Þórdís Gísladóttir, Druslubækur og doðrantar TILNEFNDURTIL ÍSLENSKU BÓKMENNTA- VERÐLAUNANNA 2003 DÓMSMÁL Réttarhöldum í máli slitastjórnar Glitn- is gegn svokallaðri klíku Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar var frestað í gær. Til stóð að tekist yrði á um frávís- unarkröfu sjömenninganna fyrir dómi í New York, en dómari veitti þeim frest til að skila inn frekari athuga- semdum vegna nýrra gagna sem slitastjórnin hefur lagt fyrir dóminn. Steinunn Guðbjartsdóttir, formað- ur slitastjórnarinnar, frétti af frest- uninni með eins dags fyrirvara. Ný dagsetning hefur ekki verið ákveð- in. „Við erum að vona að þetta verði ekki mjög langur frestur,“ segir hún. Þá hafa stefndu í mál- inu ákveðið að draga til baka lögfræðiálit Brynj- ars Níelssonar þess efnis að íslenskir dómstólar séu í stakk búnir til að takast á við svo stórt mál. Deilt hefur verið um álitið vegna þess að Brynjar hafði, sem fyrrverandi ráðgjafi slita- stjórnarinnar, aðgang að trúnaðargögnum hennar. Þeir hyggjast leggja fram nýja yfirlýsingu frá íslenskum sér- fræðingi og verður nafn hans kynnt síðar. - sh Réttarhöldum í máli Glitnis gegn sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs frestað: Brynjari Níelssyni skipt út JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR BRYNJAR NÍELSSON DÝRAHALD „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum mein- dýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðar- son, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafn- arfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragn- heiður Gunnarsdóttir til Hafnar- fjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokk- ast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekk- ert eftir að gera nema stækka, kett- irnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæð- ur í hrauninu við Hrafnistu villikött- unum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björg- vin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvik- indi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher Urmull af villiköttum er í hrauninu við Hrafnistu í Hafnarfirði. Gamla fólk- ið laumaði til þeirra mat en það hefur nú verið harðbannað. Opinberir aðilar neita að eyða köttunum. Elliheimilið situr uppi með vandann og kostnaðinn. UNGIR VILLKETTIR VIÐ HRAFNISTU Elliheimilið vill losna við villiketti í nágrenninu og bannaði vistmönnum að fóðra dýrin, sem þó eiga aðra vini sem færa þeim mat. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KATTASTÍGUR Fjöldi kattanna er svo mikill að þeir hafa myndað stígakerfi. STJÓRNLAGAÞING Utankjörfundar- kosning til stjórnlagaþings hefst í dag hjá sýslumönnum landsins og ræðismönnum og sendiráðum erlendis. Hægt er að kynna sér fram- bjóðendurna 523 á sérstökum vef dómsmálaráðuneytisins, kosning. is. Þar er enn fremur hægt, með einföldum hætti, að raða fram- bjóðendum á hjálparkjörseðil, sem síðan er hægt að prenta út og taka með sér í kjörklefann. Kjördagur er 27. nóvember og hafa sumir lýst áhyggjum af því að þá gæti orðið örtröð á kjör- stöðum, enda taki lengri tíma að skrifa 25 númer á blað en að setja kross við eitt framboð. - sh Kosið til stjórnlagaþings: Byrjað að kjósa utan kjörfundar DANMÖRK Einn af valdamestu mönnum hryðjuverkanetsins al Kaída, Ilyas Kashmiri, er tal- inn hafa lagt á ráðin um árásir í Kaupmannahöfn. Danmörk hefur lengi verið talin eitt af helstu skotmörkum hryðjuverkamanna, en meðal þeirra staða sem átti að ráðast á voru aðalbrautastöðin, Ráðhús- torgið og Rósenborgarkastali. Þetta kemur fram í frétt Jót- landspóstsins og er vitnað í yfir- heyrslur yfir David Headley, sem er pakistansk-bandarískur hryðjuverkamaður og hefur verið í haldi lögreglu frá því á síðasta ári. - þj Hryðjuverkamaður játar: Áætluðu hryðjuverk í Danmörku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.