Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 4
4 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan í New York-ríki rann- sakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi sak- sóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu. „Maður les frá- sögnina og hugsar: Ertu að grínast? En fólk er eins og það er,“ segir upplýsingafulltrúinn Lucian Chalfen. Bedi og Helga eru talin hafa svikið allt upp undir 20 milljónir dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða, út úr Roger Davidson, þekkt- um djasspíanista og erfingja olíurisans Schlumberger Ltd. Davidson hefur hlot- ið Grammy-verðlaun fyrir rómanska tónlist. Bæði hafa þau neitað sök í málinu. Málavextir eru allir með nokkrum ólíkind- um. Davidson leitaði árið 2004 til tölvufyr- irtækisins Datalink, sem parið rak, vegna tölvuvíruss. Parið laug í kjölfarið að honum að vírusinn ætti upp- tök sín á hörðum diski í þorpi í Hondúras og að frændi Bedis, ind- verskur hermaður, hefði farið í þorpið til að eyðileggja diskinn. Þar hafi frændinn hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í trúarregl- una Opus Dei, sem hafi viljað vinna Davidson mein og ræna völdum í Bandaríkjunum. Þessu virðist Davidson hafa trúað eins og nýju neti og til að verja diskinn, sem á var öll hans tónlist, og líf sitt lagði hann til Datalink jafnvirði tæplega 200 milljóna íslenskra króna á ári í sex ár. Davidson og parið áttu í kjölfarið náin sam- skipti. Málið komst hins vegar upp eftir að við- skiptafélagar þremenninganna kærðu Davidson til lögreglu fyrir að njósna um þá með því að koma GPS-tækjum fyrir á bílum þeirra. Fólkið var handtekið í síð- ustu viku. Það átti flugmiða til Íslands seinna um kvöldið. Helga var handtekin á heimili þeirra en móðir Bedis lét hann í hendur lög- reglu eftir að hafa ekið um með hann náttfataklæddan í aftursæti bíls síns til að fela hann. Saksóknari telur sig hafa sann- anir fyrir því að sex milljónir doll- ara, um 660 milljónir króna, hafi verið sviknar af Davidson, en lík- lega sé fjárhæðin hærri. Jafnvirði 660 milljóna íslenskra króna hefur verið fryst á bankareikningi Bedis og um 180 milljónir á reikningi Helgu. Þá fundust 16,5 milljónir í reiðufé undir rúmi þeirra. „Sakborningarnir tveir sátu um fórnarlamb sitt, blekktu það og not- færðu sér ótta þess á á skipulagð- an og kaldrifjaðan hátt,“ er haft eftir Janet DiFiore saksóknara ytra. Hún segir parið hafa heilaþvegið Davidson. „Aðferðin sem þau beittu kerfisbund- ið í rúmlega sex ár til að hafa fé af fórnarlambinu endurspeglar fullkomið miskunnarleysi.“ Íslenska utanríkisþjónustan hefur liðsinnt Helgu með að verða sér úti um lögmannsþjónustu. Þá er faðir hennar á leið utan til að hitta hana. Réttarhöld í málinu hefjast 2. desem- ber. Skötuhjúin gætu átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði þau fundin sek. stigur@frettabladid.is GENGIÐ 09.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3617 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,32 110,84 178,27 179,13 153,65 154,51 20,609 20,729 19,000 19,112 16,510 16,606 1,366 1,374 173,89 174,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR LÖGREGLUMÁL Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir inn- brotaöldu ríða yfir og biður almenn- ing um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðn- um húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita,“ segir Geir Jón. Flestir far- símar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir – það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því ,“ segir yfirlögreglu- þjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi,“ segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stund- um „fastir kúnnar“ lögregl- unnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér ein- göngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur geng- ið eftir,“ segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti.“ - gar Lögreglan biður almenning að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum og fletta ofan af brotamönnum: Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa GEIR JÓN ÞÓRISSON Flestir eru með myndavél í farsímanum og geta sent ábendingar á netfang- ið abending@lrh.is. – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Ég man ekki up pskrifti na en ég m an í hv erju ég var þegar é g eldað i Málið er eins og sápuópera Lögregla rannsakar hvort ágóðinn af svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar hafi runnið til Ís- lands. Þau neita sök. „Maður les frásögnina og hugsar: Ertu að grínast?“ segir upplýsingafulltrúi saksóknara. TRÚGJARNI DJASSPÍAN- ISTINN Roger Davidson er vellauðugur erfingi olíufyrirtækis og nokkuð þekkt tónskáld og djasspíanisti. Fréttablaðið reyndi að ná sambandi við Davidson í gær án árangurs. NEITA SÖK Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi hafa verið saman um nokkurt skeið. Bedi hefur heimsótt Ísland og var á leið þangað aftur þegar hann var handtekinn í síðustu viku. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 12° 8° 5° 9° 8° 7° 7° 23° 7° 20° 12° 26° -1° 10° 16° 6°Á MORGUN 10-18 m/s, en 18-23 við SA-ströndina. FÖSTUDAGUR Minnkandi NA-átt. 133 -2 -2 -2 -3 -5 -5 -7 -4 1 0 7 7 6 4 8 5 7 5 10 17 5 -5 -1 -1 -2 -2 -4 -4 -4 -5 -3 KULDALEG KORT Það hvessir á land- inu í dag einkum sunnan og vestan til en búast má við stormi við suður- og suð- austurströndina seint í kvöld og til morguns. Á morg- un verður víða allhvasst og áfram snjókoma norðan og austan til en bjart syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Aðferðin sem þau beittu kerfisbundið í sex ár til að hafa fé af fórnarlambinu endurspeglar fullkomið misk- unnarleysi. JANET DIFIORE SAKSÓKNARI Í VATNSMÝRI Samgönguráðherra vill halda flugvellinum innan Reykjavíkur- borgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Ögmundur Jónasson samgönguráðherra telur að mið- stöð innanlandsflugs eigi að vera áfram á Reykjavíkurflugvelli um langa framtíð. Sagði Ögmundur þetta í ræðu sinni á Alþingi á mánudag og vonaðist til að fá nið- urstöðu um smíði samgöngumið- stöðvar á fundi með borgarstjóra á morgun. „Afstaða mín er skýr. Hún er sú að miðstöð innanlands- flugs eigi að vera á Reykjavíkur- flugvelli,“ sagði Ögmundur í svari við fyrirspurn Einars K. Guðfinns- sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks. - sv Vill halda flugvellinum: Miðstöð flugs í Reykjavík SAMFÉLAGSMÁL Ekkert er athuga- vert við verklagsreglur Votta Jehóva á Íslandi um meðferð og tilkynningar kynferðisbrotamála, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstöðumanns Barnaverndar- stofu. Bragi segir í samtali við Vísi að hann hafi átt fund með for- svarsmönnum safnaðarins vegna umfjöllunar Fréttatímans og RÚV um kynferðisbrotamál innan Votta Jehóva. Nauðsynlegt hafi verið að átta sig betur á verklagsreglum safnaðarins og eftir fundinn hafi Barnaverndarstofa ekki betur séð en að öll slík mál væru í lagi. - sv Kynferðisbrotamál safnaðar: Verklagsreglur sagðar í lagi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.