Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 12
12 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Nei, það verður enginn Evrópuher með herskyldu fyrir börnin okkar. Þegar og ef Íslendingar ákveða að ganga alla leið inn í Evrópusambandið verður herskylda ekki áhyggjuefni. Auðvitað er mjög þægilegt fyrir and- stæðinga Evrópusamvinnunnar að halda fram herskyldurökum. Íslendinga skiptir almennt miklu að Ísland sé herlaust ríki. Vopnleysið er hluti af sjálfsmynd okkar svo við erum viðkvæm fyrir hugmyndum um breytingu þar á. Á opnum umræðufundi í október, þar sem fjallað var um ESB og friðar-/hernaðarmál, var frábært að þurfa ekki að eyða púðri í að rökræða herskyldubullið. Evrópuvakt Samfylkingarinnar stóð fyrir fundinum en til hans mætti fjöldi fólks úr mismunandi áttum. Ég hefði búist við að eyða mestum hluta umræðutímans í að ræða til dæmis hvernig leiðtogaráð ESB útskýrði á síðasta ári að Lissabon-sátt- málinn (uppfærsla á stofnsáttmálum ESB) mælir ekki fyrir um stofnun Evrópuhers. Þetta var gert í lagalega bindandi yfirlýs- ingu frá 19. júní 2009. Í henni kemur fram á svona sjö mismunandi vegu hvernig það getur ekki orðið, en meðal annars með þessum orðum: „[S]ameiginleg öryggis- og varnarstefna ESB ... hefur ekki áhrif á öryggis- og varnarstefnu hvers aðildarríkis ... eða skyldur neins aðildarríkis.“ Skýrara getur það varla orðið. Öll aðild- arríki ESB hafa að auki neitunarvald þegar kemur að utanríkismálum. Mörg standa utan NATO. Ég er þeirrar einlægu skoðunar að sam- vinna Evrópuríkja undir merkjum Evrópu- sambandsins, stuðli að friði. Sambandið var beinlínis stofnað í þeim tilgangi að stilla til friðar í stríðshrjáðri álfu og sú tilraun hefur heppnast. Þetta þýðir augljóslega minni hernaðarvæðingu og færri hermenn innan ESB, svo sem á landamærum ríkja. Sameiginlega utanríkisstefnan byggir á lýð- ræði og mannréttindum. Sambandið tekur þannig þátt í friðargæsluverkefnum um heiminn, aðallega borgaralegum og auðvit- að samkvæmt forskrift SÞ. Á fyrrgreindum fundi um ESB og friðar- mál náðum við að ræða örlítið þau málefni sem þarfnast alvöru umræðu. Til dæmis um eðli friðargæsluaðgerða sambandsins. Höldum því áfram. Ég vil að Ísland taki beinan þátt í umræðu um hvernig ESB beitir sér í þágu friðar utan landamæra aðildarríkjanna. Ekki síður finnst mér verkefnið Friður í Evrópu vera verkefni sem við Íslendingar berum ábyrgð á eins og aðrir Evrópubúar. ESB stuðlar að friði Ísland og ESB Anna Pála Sverrisdóttir meðlimur í samtökunum Sterkara Ísland Gamalt mál – ný staða Ríkisstjórnin kynnti í gær nokkur mál til eflingar atvinnu og byggðar á Suðurnesjum. Eitt þeirra er að kanna hagkvæmni þess að færa starfsemi Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík til Suðurnesja. Sú hugmynd er fín en um leið gömul. Áratugir eru síðan því var fyrst hreyft að flytja Gæsluna suður eftir. Líklega eru samt ekki nema nítján ár síðan þingmál þar um var fyrst flutt á Alþingi. Tillagan hefur nokkrum sinnum verið borin upp en aldrei hefur orðið af flutn- ingi. Nú ber svo við að dómsmálaráðherrann er úr kjördæminu. Það gæti aukið líkurnar á að þessi langþráði draumur Suðurnesja- manna rætist. Sígilt Það var Árni R. Árnason Sjálfstæðis- flokki sem lagði þingsályktunina fram á sínum tíma. Sama vetur bar hann upp fyrirspurn til forsætisráðherra. Hún var svohljóðandi: „Hverra aðgerða er að vænta sem bætt geta atvinnuástand á Suðurnesj- um í bráð til langframa.“ Þetta var í nóvember 1991. Fyrir sléttum nítján árum. Fiskréttirnir Davíð Oddsson var þá forsætisráðherra. Í svari hans kom fram að töluverðar vonir hefðu verið bundnar við að framkvæmdir við fyrirhugað álver myndu bæta úr ástandinu en fram- kvæmdum hefði seinkað. Kvaðst hann telja eðlilegt að ríkisvaldið, sveitarfé- lögin og aðilar vinnumarkaðarins færu yfir stöðu atvinnumála. Davíð sagði líka að því færi fjarri að algert vonleysi hefði gripið um sig, til dæmis væri fiskréttafyrirtæki að taka til starfa. Þar hefur hann lík- lega átt við Bakkavör, sem árið 1991 var enn þá pínulítið fyr- irtæki. Í gær kom fram að það væri stærsta fyrirtæki landsins. bjorn@frettabladid.is Fæst í HAGKAUP- Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Akureyri Heildsöludreifing: Vörusel ehf. – vorusel@gmail.com Einstakir eiginleikar Ultra Aloe Vera mýkir, nærir og gefur húðinni þann raka sem hún þarf. Mest selda fótakrem í Bandaríkjunum ...með Miracle of Aloe kremin sem virka Mjúkar og fallegar hendur og fætur... Í skýrslu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambands- ins, sem kynnt var í gær, kemur fátt á óvart. Ísland uppfyllir öðrum ríkjum betur pólitísk og efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að sambandinu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur hins vegar að Ísland þurfi að laga margt í regluverki sínu og stjórnsýslu, áður en það geti orðið aðildarríki sambandsins. Framkvæmdastjórnin tekur fram að sumu hafi þegar verið kippt í liðinn. Til dæmis hafi nú reglum um skipan dómara verið breytt og tekið fyrir geðþóttaákvarðanir ráðherra í þeim efnum. Þannig hafi sjálfstæði dómsvaldsins verið betur tryggt. Margt af því, sem breyta þarf í íslenzkri stjórnsýslu eigi Ísland að ganga í Evrópusambandið, þarf að breytast hvort sem er. Sumt er nauðsynlegt vegna skuldbind- inga sem við höfum tekið á okkur vegna EES-samningsins en hafa ekki komizt í framkvæmd. Ýmis- legt snýr að atriðum sem voru gagnrýnd í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Fyrir þá, sem eru ósammála niðurstöðum nefndarinnar um veikleika stjórn- sýslunnar og telja að íslenzk stjórnsýsla beri af í evrópskum sam- anburði, er sú aðlögun vafalaust þungbær. En flestir aðrir ættu að fagna því að stjórnsýsluhættir hér verði lagaðir að því sem gerist í nágrannalöndunum, jafnvel þótt þeir séu andsnúnir aðild að ESB. Sumir láta eins og Evrópusambandið ætli ekkert að semja við Ísland, heldur bara krefjast þess að Ísland lagi sig einhliða að öllum reglum ESB, Þetta verður þó ekki ráðið af grein Stefans Füle, stækkunarstjóra sambandsins, hér í blaðinu í gær. Hann skrifar þar: „Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins.“ Hinar eiginlegu samningaviðræður við ESB hefjast ekki fyrr en um mitt ár 2011. Fram að því mun fara fram svokölluð rýnivinna, þar sem farið verður rækilega yfir muninn á íslenzkri löggjöf og löggjöf ESB. Að því ferli loknu setur Ísland fram samningskröfur sínar og þá hefjast hinar raunverulegu samningaviðræður. Fram að þeim tíma er í raun alveg þarflaust að komast í geðs- hræringu yfir hinu eða þessu, sem íslenzk stjórnvöld eða fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins setja fram í samskiptum sín á milli, en þess hefur gætt dálítið að undanförnu að orðalag í gömlum plöggum á netinu veldur uppnámi. Einkum og sér í lagi andstæð- ingar ESB-aðildar Íslands virðast velja vondan tíma til að fara á taugum, því að það er satt að segja ekki tímabært fyrr en hinar eiginlegu samningaviðræður hefjast og samningskröfur Íslands liggja fyrir. Fram að því þarf að fara fram rækileg upplýsingamiðlun og umræða, jafnt um galla sem kosti Evrópusambandsins og hvað Ísland geti grætt eða tapað á aðild. Eins og Stefan Füle segir er æskilegt að það ferli byggist á „staðreyndum og tölum fremur en ótta og goðsögnum“. Fátt kemur á óvart í skýrslunni um aðildarviðræður Íslands og ESB. Staðreyndirnar eða óttinn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.