Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 Í öllum þeim óróa og óvissu sem enn er fyrir hendi í samfélaginu er ýmsu kastað fram í fljótfærni, reiði og hugarangri. Þetta skil ég. Ég skil líka mótmæli og vanstill- ingu þeirra sem eiga um sárt að binda. Örvænting er skiljanleg hjá því fólki sem missir húsnæði sitt eða á ekki lengur fyrir lífsnauð- synjum. Reiðin og gagnrýnin beinist nú sem endranær að ríkisstjórn og ráðherrum og reyndar að þeim flokkum sem að ríkisstjórninni standa. Það sést í skoðanakönn- unum og tónninn er gefinn á mót- mælafundum, svo ekki sé talað um öll pólitísku skúmaskotin. Ekki hjálpa heldur blaða-, sjónvarps- og útvarpsfréttir, sem dag eftir dag og kvöld eftir kvöld draga upp nýjar hryllingsmyndir af ástandinu. Það gleymist hinsvegar að núver- andi ríkisstjórn var mynduð eftir hrun. Hún ber ekki ábyrgð á öllu því sem aflaga fór. Núverandi ríkis- stjórn undir forystu þeirra Jóhönnu og Steingríms er að taka til. Hún er að moka flórinn. Það er ekki áhlaupaverk í miðjum rústunum. Það þarf engum að koma á óvart enda þótt ýmislegt misfarist í þeirri allsherjarhreingerningu sem nauð- synleg er. Eða að tiltektin dragist. Eða að mismunandi skoðanir séu uppi á leiðum og stefnu og hraða endurreisnarinnar. Það eru engar töfralausnir til og það er ekki lík- legt til vinsælda þegar draga þarf úr útgjöldum eða hækka skatta. Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi grafið undan trausti á sjálf- um sér með því að sitja enn í gömlu skotgröfunum, í þeirri ímynd sinni, að það kunni að hafa áhrif á fylgið! Með öðrum orðum eru þessi flokka- átök birtingarmynd af þeirri stað- reynd að pólitíkin á Íslandi snúist enn um völdin þeirra í milli eða hvers um sig. Þar liggur meinið. Og misskilningurinn. Baráttan þessar vikurnar og mánuðina framundan snýst um þjóðarhag. Ekki flokks- fylgi. Sem Samfylkingarmaður er mér ekki efst í huga kjörfylgi þess flokks í næstu kosningum, svo framarlega sem hann hefur þjóð- arhagsmuni í fyrirrúmi í starfi sínu á þingi eða annars staðar. Við erum að reyna að bjarga þjóð en ekki flokkum. Það er verkefnið sem Alþingi á að sameinast um. Dapurlegast er þó að upplifa það umtal, þá gagnrýni og þann áróður að Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra valdi ekki verkefni sínu og allri skuld sé skellt á ríkisstjórn hennar. Rétt eins og tilvera henn- ar í ráðherrastólnum sé upphaf og endir þeirrar efnahagskreppu sem yfir okkur dundi. Fólk heimt- ar utanþingsstjórn eða þjóðstjórn og öflugt dagblað, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, hefur þá ritstjórnarstefnu að hæða forsæt- isráðherra og gera lítið úr henni, þessari konu, sem tekið hefur að sér að stýra því óumræðanlega erfiða verki, að rétta þjóðarskútuna við. Bloggsíður eru uppfullar af vand- lætingu og orðbragði, sem er fyrir neðan alla virðingu. Úrtölumenn heimta nýtt fólk til forystu, eins og það bíði í biðröðum eftir að komast í stól forsætisráðherra. Eða sé til þess hæft. Hvað sem segja má um Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er hún heiðar- leg, hugrökk og forkur dugleg. Á þrjátíu ára ferli sínum sem stjórn- málamaður hefur hún verið sjálfri sér samkvæm, verið fulltrúi jafn- réttis, heiðarleika og minni máttar. Mannorð hennar er óflekkað. Þver- girðingur segja sumir, en það er af því að hún hefur aldrei hvikað frá þeirri pólitísku köllun sinni að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín. Hún er ekki fulltrúi neinna sér- hagsmuna, hún er ekki í pólitík til að maka sinn eigin krók. Mér finnst leitun að slíkum einstaklingi eða hverskonar manneskju viljum við frekar til að stýra þjóðarskútunni út úr brimgarðinum? Ég segi: Það var lán að eiga hana að, þegar þessi ósköp öll dundu yfir. Þetta er ekki sagt af því að hún er flokkssystir mín. Þetta er sagt vegna fimmtíu ára reynslu af kynn- um við fólk í félagsmálastörfum mínum, stjórnmálastörfum og úti um víðan völl. Ég tek hattinn ofan fyrir Jóhönnu og Steingrími, sem bæði hafa lagt allt undir til að tak- ast á við verkefni, sem var og er í rauninni ofurmannlegt. Ég aug- lýsi að minnsta kosti eftir þeim einstaklingi, sem vill kasta sér út í þennan flór og fá skítkastið allt yfir sig. Að öðru leyti læt ég svo öðrum eftir að karpa um það sem gert er eða ógert. Hægt og sígandi munu hjólin snúast á nýjan leik. Þetta er þolinmæðisverk, björgunarstarf sem tekur sinn tíma og sinn toll. Til varnar Jóhönnu Stjórnmál Ellert B. Schram fyrrv. alþingismaður Hún er að moka flórinn. Það er ekki áhlaupaverk í miðj- um rústunum. Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott kaff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.