Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 18
„Ég hef gert svona köku árlega, allt frá því ég flutti hingað til Íslands árið 1983,“ segir Paul New- ton, eigandi verslunarinnar Pipar og salt á Klapparstíg 44, sem gefur uppskrift að klassískri enskri jóla- köku. „Ég hef notað sömu uppskriftina öll árin en þó þróað hana eitthvað,“ segir Paul en margir viðskipta- vina hans hafa fengið uppskrift- ina og fylgst með kökugerðinni hjá honum í gegnum tíðina. Paul byrjaði á kökunni 23. október og þarf síðan að vökva hana reglulega fram að jólum. „Þá sný ég henni á hvolf, sting með prjónum í botn- inn og helli nokkrum matskeið- um af koníaki yfir,“ segir Paul en kakan er skreytt skömmu fyrir jól og síðan smakkað á henni á annan í jólum. „Svo endist hún oft út jan- úar enda mjög saðsöm,“ segir hann glaðlega. Jólakaka sem endist út janúar Paul Newton gerir árlega enska jólaköku. Hann byrjar á henni í lok október og vökvar hana með koníaki öðru hverju fram að jólum. Paul skreytir kökuna með marsipani og flórsykursbráð rétt fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 350 g ósaltað smjör 350 g púðursykur 450 g hveiti 6 egg salt á hnífsoddi ½ tsk. kanill ½ tsk. múskat ½ tsk. negull 300 g sykraðir blandaðir ávextir 450 g ljósar rúsínur 450 g kúrenur 125 g rúsínur 125 g möndluflögur 30 ml síróp 1 bolli koníak 1 krukka hreint apríkósumauk 450 g möndlumarsípan Paul segir undirbúning skipta miklu máli. Þannig sé gott að láta rúsínur og kúrenur liggja yfir nótt í koníaki. Takið springform, annaðhvort eitt 23 cm í þvermál, eða tvö 18 cm. Setjið þrjú lög af smjörpappír á botninn og smyrjið með smjöri. Þetta er gert svo kakan brenni ekki. Setjið einnig þrjú lög af pappír í hliðar formsins. Brúnum maskínupappír er vafið utan um formið og bundið með bómullar- garni. Á bökunarplötuna eru sett tvö lög af brúnum maskínupappír. Deig: Blandið saman í skál kúrenum, rúsínum, ávöxtum, möndluflögum og kryddi. Þeytið í annarri skál smjör og púðursykur uns létt og ljóst og bætið svo einu og einu eggi í. Sigtið hveitið og blandið í eggjahræruna. Blandið henni svo saman við ávextina. Að lokum er afgangi af koníaki bætt saman við og sírópinu. Deigið er tilbúið ef það dettur af sleif. Deigið er sett í form. Sumir geyma kökuna í ísskáp fram á næsta dag en einnig má baka hana strax. Úðið yfir kökuna með vatni og hyljið svo með tveimur lögum af smjörpappír sem hefur verið smurður með smjöri og klippið á loftgat. Kakan er bökuð við 140 gráðu hita í 6 klukkustundir (en 3 klukkutíma ef formin eru tvö). Þegar kakan er bökuð þarf að pakka henni í tvöfalt lag af smjörpappír og pappírinn er festur vel með gúmmíteygjum. Svo er álpappír pakkað utan um hana og hún sett í loftþétt kökubox. Þar fær kakan að standa óhreyfð í nokkra daga. Vikulega er kakan tekin fram, gerðar litlar holur í botn og topp með grillprjóni og tveimur, þremur mat- skeiðum af koníaki hellt yfir. Hálfum mánuði fyrir jól er kakan pensluð með hreinu apríkósumarmel- aði sem er hitað fyrst. Það er gert svo marsípanið festist betur við kökuna. Marsípanið má kaupa tilbúið í stór- mörkuðum eða hjá bakara. Það er rúllað út og lagt yfir kökuna. Viku fyrir jól er kakan skreytt með flórsykursbráð. Sumir lita aðeins marsípanið hvítt því bráðina getur verið vandasamt að gera. Flórsykursbráð 675 g flórsykur 4 eggjahvítur 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. glýserín Flórsykurinn sigtaður, eggjarauður þeyttar vel. Bætið við einni msk. af flórsykri í einu ofurhægt og þeytið vel á milli. Sítrónusafa og glýseríni bætt út í og þeytt uns blandan er orðin eins og marengs. Skálin er hulin með rökum klút og geymd í einn til tvo tíma. Bráðina má lita með matarlit. Flórsykursbráðin er borin á marsípan- húð kökunnar. Fyrst er borið á topp kökunnar, þegar það hefur þornað er bráðin sett á hliðar hennar. Kökuna má síðan skreyta með marsípan- skrauti. ENSK JÓLAKAKA Sem best er að gera mörgum vikum fyrir jól Vetrarhátíð verður haldin í Landnámssetrinu í Borgarnesi annað kvöld klukkan 20. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér það fjölbreytta úrval vöru og þjónustu sem hentar til jólagjafa og er að finna í heimabyggð. Aðgangur ókeypis. Kaldir réttir Úrval af síld, reyktur og grafinn lax, gæsa carpaccio, hreindýra- og sjávarrétta paté, birkireykt hangikjöt og léttsöltuð drottningarskinka. Heitir réttir Villigæsa- eða humarsúpa, villikryddað lambalæri, ofnbakaður saltfiskur, hunangsristaður kalkúnn, gufusoðinn silungur og fyllt purusteik. Borðapantanir í símum: 511 1690 og 865 3886 4.990.-Verð kr. P&P við Skólabrú Pósthússtræti 17 - 101 Reykjavík skolabru@potturinn.is www.potturinn.is Meðlæti Gljáðar kartöflur, bakaðar kartöflur, gufusoðið grænmeti, rauðrófur, rauðkál, ristað grænmeti, rauðvínssósa, kryddjurtasósa, citrus sósa, sveppasósa, osta sósa, waldorf salat, ferskt salat, kartöflusalat, rúgbrauð og laufabrauð. Sítrónu-, hvítlauks-, og piparrótar dressing, hunangs-sinnep sósa. Eftirréttir Súkkulaðikaka, skyrkaka, ris a la mande, hvít súkkulaði mús, ferskir ávextir og súkkulaði gosbrunnur. Jólahlaðborð Skólabrú Potturinn og pannan við sk ap al on .is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.