Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 22
 10. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGURSnið og sniðteikningar Herrafatnaður Höf.: Inger Öberg og Hervor Ersman Þýð.: Ásdís Jóelsdóttir Bókin er skipulögð sem námsefni til kennslu en í henni er að finna fjölbreytt grunnsnið fyrir herrafatnað, m.a. buxur, skyrtur, staka jakka o.fl. Markmið höfunda er að sýna fjölbreytt- ar, sígildar og einfaldar lausnir við útfærslu sniða þannig að hver og einn eigi auðvelt með að finna sínar eigin. Bókin ætti að gagnast kennurum og nemendum í fatagerðar- og fatahönnunarnámi en einnig þeim sem vanir eru að sauma og hafa sjálfir löngun til að útfæra snið. Bókinni fylgja grunnsnið fyrir mismunandi fatagerðir. 182 bls. Útg. IÐNÚ Trésmíði Hönnun, útfærsla, verkskipulag Ritstj.: Wolfgang Nutsch Þýð.: Sigurður H. Pétursson Ný bók um trésmíði þar sem tekið er mið af því besta sem áunnist hefur innan trésmíða- fagsins undanfarin ár. Bókin skiptist í þrjá hluta, Útfærsla og verkskipulag, Verkefnabanki og Hönnun, og veitir svör við ótal spurningum allt frá teikniáhöldum og teikningum til hönnunar, smíði húsgagna, innréttinga o.fl. Öll fram- setning er augljós og skýr og efni og útfærslur sýndar í þrívídd. Bókin hentar vel til kennslu í iðn- og fjölbrautaskólum en einnig fólki í at- vinnulífinu, þeim sem búa sig undir smíðanám og öllum áhugamönnum um trésmíðar. Fjöldi smíðaverkefna er í bókinni. 316 bls. Útg. IÐNÚ Ísland Vegaatlas Í Vegaatlasinum eru auk venjulegra korta á 50 blaðsíðum ýmis þemakort, s.s. um gististaði, tjald- svæði, söfn, sundlaugar og golfvelli. Þá er í bókinni ítarleg nafnaskrá með yfir 15.500 örnefnum. Sérstaða bókarinnar felst meðal annars í skemmtilegu formi hennar, en samanbrotin er hún aðeins 16 x 31 cm og því handhæg í bílinn. Vegaatlasinn er í vandaðri öskju. Mælikv.: 1:200 000. Tungumál: íslenska, enska, þýska og franska. 82 bls. Ferðakort - Ísland Vinsælasta og mest selda ferðakort af Íslandi síðastliðinn aldarfjórðung sem hefur verið endur- skoðað og uppfært reglulega í gegnum tíðina. Kortið sýnir allt landið á einu blaði (78 x 110 cm) með helstu upplýsingum fyrir ferðamenn, m.a. um vegi landsins, vegalengdir og veganúmer. Ferðakortið er í hentugu broti og því fylgir örnefnaskrá með yfir 3.000 örnefn- um. Ný útgáfa 2010. Mælikv.: 1:500 000. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska. Iðnú í Brautarholti 8 í Reykja- vík er allt í senn útgáfa, prentstofa og verslun. Það gefur út kennslubækur fyrir margs konar iðngreinar sem almenningur getur líka nýtt sér til gagns. „Við seljum í bókabúðir eins og aðrar útgáfur en okkar útgáfu- bækur eru ódýrari hér en í öðrum búðum,“ segir Erling R. Erlings- son. Hann er framkvæmdastjóri Iðnú í Brautarholti 8 sem hefur að geyma útgáfu, prentstofu og versl- un. „Lengi vel voru eingöngu gefn- ar hér út kennslubækur fyrir iðn- skóla og aðra framhaldsskóla. En í seinni tíð höfum við víkkað út útgáfuna og þær bækur sem við gefum út eru ekki bara nothæf- ar sem kennslubækur heldur eru þær heppilegar fyrir handlagna og þá sem hafa áhuga á handmennt,“ segir Erling og nefnir til dæmis nýútkomna bók sem nefnist Tré- smíði. „Þar er allt sem atvinnu- maðurinn eða áhugamaðurinn þarf að vita um trésmíði. Hvernig á að teikna, hanna, smíða og svo fram- vegis. Fjallað er um innrétting- ar, klæðningar, húsgögn, glugga, hurðir. Allt sem mönnum dettur í hug.“ Sniðug jólagjöf! skýtur blaða- maður inn í. „Já, alveg tilvalin fyrir bílskúrsdundarann,“ tekur Erling undir. „Þarna eru einfald- ir hlutir sem fólk sem er að vinna við trésmíði hefur kannski ekki haft aðgang að áður, eins og hvað eldhúsborðið á að vera hátt, hversu mikil fjarlægð á að vera milli efri og neðri skápa og svona ýmis grundvallaratriði. Þetta er bók sem gæti nýst mörgum. Hún er þýdd úr þýsku og Þjóðverjar eru þekktir fyrir að gefa út vandað efni.“ Erling nefnir líka nýútkomna bók með sniðum og um sniðteikn- ingar. „Þessi bók fjallar um karl- mannsföt en við höfum áður gefið út sambærilega bók um kvenfatn- að,“ tekur hann fram og bendir á að með bókunum opnist möguleik- ar fyrir fólk að spara og sauma sjálft. „Þessar bækur eru hugsað- ar fyrst og fremst fyrir þá sem eru að læra en þær eru einnig þannig að almenningur getur auðveldlega nýtt sér þær.“ Iðnú hélt upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins í fyrra þótt nafn þess sé mun yngra. „Þetta hét Samband iðnmenntaskóla lengi og síðar Iðn- skólaútgáfan en fyrir ellefu árum var nafninu breytt í Iðnú,“ upp- lýsir Erling. Hann segir prents- tofuna fyrst og fremst fyrir eigin útgáfu en taki einnig að sér verk- efni fyrir aðra. „Eins sjáum við um prentkennslu fyrir Tækniskól- ann,“ segir hann. „Hér eru alltaf ungir prentnemar á hverjum vetri að læra vinnubrögðin og það er skemmtilegt.“ Heppilegar bækur fyrir handlagna lesendur Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson bfj@365.is s. 512 5411 Í bókaverslun Iðnú, Brautarholti 8, er sérstök kortadeild í rúmgóðu húsnæði. Þar fæst meðal annars nýtt og vandað vegakort af Íslandi í glæsilegri öskju. Þetta er gorma- bók í nokkuð stóru broti sem auð- velt er að ferðast eftir. „Landakort eru hluti af útgáfu Iðnú,“ útskýrir Erling Erlingsson framkvæmdastjóri. „Við tókum á sínum tíma við útgáfunni sem Landmælingar Íslands voru með og höfum verið að prjóna við hana. Nýi vegaatlasinn er dæmi um það. Hann er sá nákvæmasti sem gefinn er út á Íslandi. Eins er að koma ný uppfærsla af yfir- litskorti af Íslandi, sem hefur til þessa verið eitt mest selda kortið af landinu.“ Iðnú er bæði heildsala og smá- sala auk þess sem útgáfan heldur úti netverslun. Erling tekur fram að gerður hafi verið samningur við Bóksölu stúdenta um netsölu á landakortunum. Nýtt og vandað vegakort Í kortadeildinni er úrval af veggkortum, yfirlitskortum og vegakortum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Prentstofa Iðnú er fyrst og fremst fyrir eigin útgáfu en hún tekur líka að sér verkefni fyrir aðra. Hér skoðar Erling prentörk í prentstofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.