Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 26
 10. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● bækur Ferðalangar sem ætla að heimsækja stórborgir geta tekið skemmtilegan snún- ing á ferðalagið með því að lesa skáldsögur sem gerast í umræddum borgum. Eða setið heima í stofu og látið sér líða eins og þeir séu á ferðalagi. Sumar bækur eru þannig að les- endur finna fyrir umhverfinu á næstum áþreifanlegan hátt, lykt- ina, hitastigið og veðrið. Hér eru nokkrar bækur valdar af handa- hófi sem gaman er að lesa til að komast inn í borgarlífið í Barce- lona annars vegar og New York hins vegar. Margir kannast við Skugga vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón sem kom út í íslenskri þýðingu Tómasar R. Einarssonar árið 2005 og gerist í Barcelona. Önnur frá- bær bók fyrir Barcelona-fara er smásagnasafnið From Barcelona: Stories Behind The City Vol 1 sem kom út á síðasta ári. Sögurnar eru skrifaðar af Bandaríkjamannin- um Jeremy Holland sem fluttist til Barcelona árið 2002, þá rétt slarkfær á spænsku. Bókin inni- heldur tíu smásögur sem tengjast borginni, sögu hennar og fólkinu sem býr í henni. Einnig má benda á bækur Aliciu Gimenez-Bart- lett sem er Barcelonabúi og skrif- ar spennubækur sem gerast allar í borginni, sögurnar þykja bæði fyndnar og feminískar. Manhattan Transfer eftir John Dos Passos fjallar um lífið í New York á fyrstu áratugum síðustu aldar og þrátt fyrir að sögupersón- urnar tilheyri fortíðinni þykir höf- undi takast einstaklega vel upp við að fanga andrúmsloft New York og sagt hefur verið um bókina að hún hafi svip kvikmyndar um borgina. New York-þríleikur Pauls Auster sem kom út í íslenskri þýðingu undir titlunum Glerborgin, árið 1993, Draugar, 1994 og Lokað herbergi 1995 er líka frábær lest- ur um New York borg þar sem per- sónur Austers þvælast um borg- ina á ólíkum tímabilum síðustu aldar. Benda má ferðalöngum á að á veraldarvefnum eru nokkrar skemmtilegar síður sem greina frá bókum er gerast í tilteknum borgum, fyrir utan wikipediu er þar til dæmis síðan bibliotravel. com. - jma Lestur fyrir ferðalanga og þá sem heima sitja Vinsælt er að fjalla um New York-borg í skáldskap. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar inn í sögusviðið Barcelona. ● PAUL AUSTER MEÐ NÝJA SKÁLDSÖGU Metsöluhöfund- urinn Paul Auster hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Sunset Park, sem hefur fengið rífandi dóma í erlend- um blöðum undanfarna daga. Sagan segir frá Miles Heller sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Flórida og hefur ekki haft samband við fjölskyldu sína síðan hann hætti í háskóla fyrir sjö árum. Hann verður ástfanginn af ungri stúlku en fjölskylduleyndarmál úr fortíðinni gera honum erfitt fyrir í samband- inu. Þótt Miles búi í Flórida er það að sjálfsögðu Brooklyn sem er að- alsögusviðið enda Auster stundum nefndur „þjóðskáld Brooklyn“. Auster er einn mikilvirtasti höfundur samtímans og ný bók frá honum vekur alltaf eftirvæntingu bókmenntaáhugafólks. Nýja skáldsagan virðist standa undir þeim vænt- ingum ef marka má dómana. Margar bækur hans hafa verið þýddar á íslensku og má nefna Mynd af ósýnilegum manni, Bresti í Brooklyn og Glerborgina. - fsb ● VALD KVIKMYNDANNA Nýlega kom út í Bretlandi bókin Reel Power – Hollywood Cinema and American Supremacy eftir Matthew Al- ford. Í kynningu segir að oft sé Hollywood skilgreind sem vígi vinstrisinn- aðrar og frjálslyndrar hugmyndafræði en raunin sé þveröfug. Alford held- ur því fram og færir rök fyrir því að Hollywood þjóni eingöngu íhalds- sömustu öflunum í pólitík og viðskiptum og tekur dæmi úr fjölmörgum vinsælum kvikmyndum síðari ára. Matthew Alford er breskur blaðamaður sem hefur skrifað fyrir The Guardian, New Statesman og unnið við breska útvarpið BBC. Hann er einnig stundakennari við háskólana í Bath og Bristol. Auglýsingasími Sýning er hafin á bókum úr safni þjóðskáldsins Einars Benedikts- sonar í handritadeild Landsbóka- safnsins á Þjóðarbókhlöðunni. Hún hefur ekki verið opnuð form- lega og uppsetningunni er ekki lokið en fólki er heimilt að skoða það sem búið er að ganga frá. Alls er um að ræða 600 bóka safn sem Einar gaf Háskóla Ís- lands árið 1935, ásamt jörðinni Herdísarvík og húsgögnum. Gjöfin var í minningu föður hans, Bene- dikts Sveinssonar alþingismanns. Bækurnar voru ekki færðar í Há- skólabókasafn fyrr en í mars 1950 og voru hafðar í geymslu þar til það flutti í Þjóðarbókhlöðuna. Bókasafnið er að mestum hluta sagnfræði um Ísland og Norður- löndin. Einnig eru grískar og lat- neskar bækur og rit um fornklass- ískar bókmenntir. Bækurnar eru nær einvörðungu á erlendum tung- um og meginhluti þeirra er prent- aður fyrir 1850, mjög margar á 17. og 18. öld og nokkrar á 16. öld. Á vormánuðum 2009 var hafist handa í Landsbókasafni við hreins- un og frágang á bókum úr Einars- safni og lauk því verki á þessu ári. Áður en Einar fluttist með bæk- urnar til Herdísarvíkur höfðu þær rétt áður orðið fyrir miklum raka- skemmdum og hafði þeim lítið verið sinnt fyrr en núna. - gun Bækur Einars Ben Bækurnar höfðu orðið fyrir miklum rakaskemmdum hjá skáldinu en starfsmenn Þjóðarbókhlöðunnar hafa tekið þær í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.