Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 5 að ráða mig á staðnum. Ég byrj- aði sem aðstoðarmaður hans, en fór svo að sjá um grunnkennslu á landi og seinna fór ég svo að fara út í með honum og nemendum.“ Friðrik var á Havaí í þrjá mán- uði og segir þetta hafa verið ótrú- lega skemmtilega upplifun. „Það fannst öllum mjög fyndið að ég væri Íslendingur. Kennarinn sem ég vann með gat ekki borið fram nafnið mitt, svo hann kallaði mig alltaf The Viking. Sumir kölluðu mig reyndar Fred en aðallega var ég bara The Viking.“ Friðrik keypti sér vespu og ferðaðist um eyjuna og kynntist mörgu nýju fólki sem hann heldur enn sambandi við. „Já, ég kynntist alveg hellingi af fólki og við eydd- um oft kvöldunum við varðeld á ströndinni og grilluðum fisk sem strákarnir veiddu með spjótum. Þetta var algjör paradís,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi aldrei lent í vandræðum í kennslunni harðneitar Friðrik því. „Nei, en einu sinni kom flóðbylgjuviðvörun og maður varð hálf taugastrekkt- ur að vera úti í sjó með fullt af nemendum, en svo var þetta blásið af, og við sluppum með skrekkinn. En annars gekk þetta allt ótrúlega vel. Auðvitað var maður oft að höggva gat á hnén á sér á rifjum og svona, þetta var stundum blóð, sviti og tár en ekkert alvarlegt.“ Friðrik dvaldi á Maui, næst- stærstu eynni á Havaí, í þrjá mán- uði. En hví datt honum í hug að koma heim aftur? „Maður fær bara þriggja mánaða landvistar- leyfi. En það er alltaf á dag- skránni að fara aftur. Ég er bara í öðrum verkefnum akkúrat núna, en um leið og ég get fer ég aftur til Maui,“ segir Friðrik ákveðinn. fridrikab@frettabladid.is Friðrik með brimbrettið í flæðarmálinu á Havaí. Farþegum í strætó á höfuðborgar- svæðinu hefur fjölgað um 7,19 pró- sent frá því í fyrra eða úr 775.331 í 831.090 farþega. Þetta sýndu niður- stöður farþegatalningar sem fram fór nú í október síðastliðinn. Talið var í og úr hverjum vagni fyrir allar brottfarir og fyrir hverja biðstöð í leiðakerfinu en þetta er í fjórða sinn sem slík taln- ing er framkvæmd. Fjögur atriði eru talin liggja að baki auknum fjölda notenda: Kaupmáttur launa, þjóðfélagsumræðan, útlit og gæði vagna og nýr hópur notenda. „Þó ekki liggi fyrir vísinda- leg könnun að baki þá teljum við kaupmátt launa vera farinn að hafa áhrif,“ útskýrir Einar Kristj- ánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó bs. „Hér hefur allt hækkað ískyggilega síð- ustu þrjú ár. Þegar sverfur að í svo langan tíma losar fólk sig við heim- ilisbílinn og notar almennings- samgöngur. Umræðan um strætó er einnig orðin jákvæðari og fólk vill í dag bættar almenningssam- göngur en ekki bættar stofnæðar eins og var.“ Einar segir einnig að ekki megi vanmeta útlit og gæði vagnanna sjálfra. Viðbrögð farþega við breytingum sem gerðar voru í ágúst síðastliðinn á strætisvögnum að innan og utan hafi til að mynda verið mjög góð. Að lokum komi til nýir notendur strætó. „Við töpuðum gríðarlega þegar erlendu farandverkamennirnir fóru úr landi, en í fyrstu ferðinni milli klukkan 6 og 7 á morgnana höfum við tapað 67 prósentum af notendum vagnanna. Það eru því annars vegar gamlir notendur sem nota strætó meira og hins vegar nýir notendur komnir inn sem hafa þá tekið ákvörðun að leggja bíln- um. Nemendur eru ekki eins sterk- ur hópur inni í okkar farþegatöl- um eins og áður, en sá hópur sem notar nemendakortin var hátt í 40 prósent notenda en er nú rúm 20 prósent.“ Aukinn fjöldi farþega kallar á breytingar. Einstaka akstursleiðir anna ekki fjöldanum en þrátt fyrir það sér Einar ekki fram á að fyrir- tækið geti brugðist við. „Við getum því miður ekki brugðist við á þann hátt sem við vildum. Við erum háð fjárframlögum frá okkar eigend- um sem eru sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu. Sautján prósent af okkar rekstarkostnaði koma úr fargjaldasölu, hin 83 prósentin eru greidd úr sveitarfélagssjóðum. Við höfum komið á framfæri óskum um úrbætur við fulltrúa sveitarfé- laga í stjórninni, en við vitum öll hvernig staðan er í þjóðfélaginu í dag.“ heida@frettabladid.is Fleiri ferðast með strætó Farþegatalning Strætó sem fram fór nú í október sýnir að fjöldi þeirra sem kjósa að nota almennings- samgöngur hefur vaxið talsvert milli ára. Nokkrir samverkandi þættir liggi þar að baki. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs, segir fyrirtækið ekki geta brugðist við auknum fjölda notenda vegna sparnaðaraðgerða sveitarfélaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kia Sportage varð nýverið hlutskarpastur í vali á bíl ársins í Skotlandi, þar sem samtök blaðamanna stóðu fyrir valinu. Útlit bílsins, framleiðslugæði, mikill staðalbúnaður, hagstætt verð og síðast en ekki síst sjö ára ábyrgð réði því að Sportage lenti efstur á lista. Sportage kom fyrst á markað í ágúst með aldrifi og tveggja lítra bensín- og dísilvélum. Nú fæst hann líka með framhjóladrifi, 1,6 lítra bensínvél og 1,7 lítra dísilvél með forþjöppu. Bíll ársins er fyrsti titillinn sem Sportage hampar frá því að hann varð fáanlegur í öllum búnaðarútfærslum. Sportage valinn besti bíllinn NÝR KIA SPORTAGE HEFUR VERIÐ KJÖRINN BÍLL ÁRSINS Í SKOTLANDI. Kia Sportage var nýverið valinn bíll ársins af samtökum blaðamanna í Skotlandi. B&L og Ingvar H lgason bjóða nú viðskiptavinum sínum upp á að koma með bíla í svokallaða léttskoðun, þar sem fagmaður framkvæmir endurgjaldslausa örygg- is- og ástandsskoðun á bifreiðunum. Hægt er að panta tíma í léttskoðun á vefslóðinni www.lettskodun.is. Framhald af forsíðu Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.