Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 38
22 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Sifjar Sig- mars dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. plat, 6. í röð, 8. fjór, 9. stansa, 11. á fæti, 12. vegahótel, 14. gerir við, 16. tveir eins, 17. æxlunarkorn, 18. drulla, 20. 49, 21. íþróttafélag. LÓÐRÉTT 1. torveld, 3. frá, 4. beiningamaður, 5. yfirbragð, 7. drykkjar, 10. óhreinka, 13. skörp brún, 15. leiktæki, 16. kóf, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gabb, 6. lm, 8. fer, 9. æja, 11. tá, 12. mótel, 14. lagar, 16. kk, 17. gró, 18. aur, 20. il, 21. fram. LÓÐRÉTT: 1. slæm, 3. af, 4. betlari, 5. brá, 7. mjólkur, 10. ata, 13. egg, 15. róla, 16. kaf, 19. ra. Hvað er þetta? Ég fékk kassa með eldgömlum náttúrumeðulum úr gamla apótek- inu sem var rifið um daginn. „Lyf fyrir rang- eygða. Lætur augun snúa beint fram.“ Hahaha! Gangi þér vel með það! Og þessi: „Hármixtúra fyrir herramenn sem eru að missa hárið.“ Kjaftæði, allt saman! En flösk- urnar eru flottar! J... nei, nei. Þúsundkall og þú verður kom- inn með meira hár en David Hasselhoff innan viku! Flott flaska! Sjá þetta herbergi Palli! Ég held að ég hafi aldrei séð annað eins drasl! Þá veit ég alla vega að hún hefur ekki farið inn á baðher- bergið mitt. Þetta er vissulega stór ákvörðun og það gleður mig að þú takir þetta svona alvarlega. Sem betur fer er tíminn nægur, þú getur ákveðið þig í róleg- heitunum. Takk pabbi! Hvort hann eigi að safna yfirvaraskeggi. ... og guð blessi hann, hann var einn af þeim góðu. Hárkúr? Heldurðu að ég sé fábjáni? Hvað er Hannes að fara að ákveða? Þegar forstjóri olíurisans N1 lýsti því yfir á dögunum að íslenski bókamark- aðurinn væri staðnaður fór um okkur sem gutlum við fagið skjálfti svo ryklagið á herðunum þyrlaðist upp og köngulóarvef- irnir í handarkrikunum gengu í bylgjum. Ekki reyndist þó ástæða til að örvænta yfir stöðu mála. Hugsjónafólk leynist á ótrúlegustu stöðum og hyggst bensínsal- inn gerast bjargvættur bókabransans og laga ástandið. Ég sem hafði í einfeldni minni talið bissness-jöfra eins og hann einungis hafa áhuga á ljóðstöfum kaup- hallarinnar og hrynjandi hagnaðartalna; í stað hjarta hefðu þeir posa og í stað heila Excel-forrit. Ég roðnaði niður í tær yfir eigin fávisku og fordómum. TIL AÐ stemma stigu við stöðnun bóka- markaðarins hyggst N1 taka þátt í jóla- bókaflóðinu í ár. Innan um eldsneyti, tóbak, síríuslengjur og pulsur hvíl- ir heill bókaheimsins: Ævisaga Jónínu Benediktsdóttur. Fyrir- tækið hefur tryggt sér einkarétt á sölu og dreifingu bókarinnar og gangi allt að óskum verður hún eingöngu fáanleg á bens- ínstöðvum N1. Ástir og örlög, glæpur og refsing; ein með öllu öðlast nýja merkingu um leið og olíuforstjórinn og detox-drottn- ingin dusta af bókabransanum sem í kjölfarið bætist í þann fjölbreytta hóp sem kjarnakonan Jónína hefur orðið til sáluhjálpar og innri hreinsunar. ÞAÐ ER þó eitt sem fer fyrir brjóstið á mér varðandi þessa tiltekt alla. Forstjóri N1 lætur sér ekki nægja að umbreyta aðeins bókamarkaðnum. Hann er kominn í umbóta- ham og næsta fórnarlamb hans eru neyt- endamálin. Í frétt um herlegheitin í Frétta- blaðinu kom fram að skilarétti á bókum Jónínu verður öðruvísi háttað en íslenskir bókakaupendur eiga að venjast. Þar segir: „Ekki verður skilaréttur á bókunum en á móti kemur að þær verða allar númeraðar. Eftir jólin verður svo dregið úr seldum ein- tökum og hinir heppnu hljóta vinninga.“ AÐ HAPPDRÆTTUM ólöstuðum leyfi ég mér að efast um ágæti þessarar nýbreytni. Þegar kemur að neytendavernd á borð við skilarétt höfum við Íslendingar löng- um búið við verri kjör en nágrannaþjóðir okkar. Og enn er gengið á það sem þegar er naumt skammtað. Hvað verður það næst? „Við tryggjum ekki að pulsan sem þú kaupir hjá okkur sé ekki komin fram yfir síðasta söludag en á móti kemur að þú færð Happaþrennu með í kaupbæti sem gæti gengið upp í reikninginn frá slysa- varðstofunni þurfir þú að leita til henn- ar með matareitrun“? Ekki veit ég hvað drottning detoxins segði við því. N1 bjargar jólunum Ég trúði ekki á endurholdgun síðast heldur Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is ALLA DAGA FRÁ YNGVI 13 – 17 TOPPNÁUNGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.