Fréttablaðið - 15.11.2010, Page 1

Fréttablaðið - 15.11.2010, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Japanska hönnunarstúdíóið Daisuke Motogi kynnti skemmti- legan hægindastól á hönnunarsýningunni DesignTide Tokyo 2010. Stóllinn er hannaður þannig að hægt er að stinga alls kyns hlutum inn á milli laga. Það má geyma bækur í hliðum hans, eða skreyta stólinn með blómum og skrauti. É g hef yfirleitt reynt að takmarka umhverfis-sóðaskap og halda sóun í lágmarki. Hef til dæmis ýmist gengið eða hjólað í skóla og vinnu þann aldarfjórðung sem ég hef haft bílpróf,“ segir Páll Gestsson verkfræðingur. Hann er meðvitaðri um mengun í heiminum en gengur og gerist, sem meðal annars birtist í því að hann notar aldrei einnota glös eða bolla og segir það geta vakið furðu fólks í veislum þegar hannbiður um al sem er líka skemmtilegt,“ segir hann brosandi.Páli er sérdeilis illa við sóun á plasti síðan hann las um plast-mengun úthafanna. „Vegna stað-bundinna hafstrauma þá safnast rusl, aðallega plast, saman í risa-vaxna flekki. Stærðin á þeim er ógnvænleg. Stærsti flekkurinn er í Kyrrahafi og hann er áætl-aður tíu sinnum stærri en Ísland. Aðrir flekkir eru að safnast uppí Atlantshafi og I dl í matvörubúð þegar hann upp-götvaði of seint að hann var ekki með poka með sér. „Ég hélt á öllu í fanginu, stakk í vasana og setti bananaknippi í hettuna. Auðvit-að leit ég afskaplega heimsku-lega út en það er bara gaman að því. Prinsipp eru prinsipp.“Páll býst ekki við að plast-glasaþvermóðska hans hafi stór-kostleg áhrif en telur ekkiaf ð Íslendingar eru með afbrigðum neysluglöð þjóð en Páll Gestsson verkfræðingur sker sig úr fjöldanum. „Það getur vakið furðu fólks í veislum þegar ég bið um almennilegan bolla undir kaffið,“ segir Páll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nota aldrei einnota glös FASTEIGNIR.IS 15. NÓVEMBER 2010 46. TBL. Sögufrægt hús með útsýni yfir Dómkirkjuna, Alþingishúsið og Austurvöll. K irkjuhvoll við Kirkjutorg 4, gegnt Alþingi og Dóm-kirkju er til leigu. Um er að ræða tvær hæðir og óinnréttað rými, samtals um 600 fermetrar, á efstu hæð í húsinu. Húsnæðið þykir henta fyrir fjölbreytta starf- semi, svo sem hótelíbúðir, skrif- stofur og þar fram eftir götum. Fjórar fullbúnar íbúðir, sam- tals 300 fermetrar, með húsgögn- um eru í samliggjandi húsnæði og geta fylgt með og veitir það mögu- leika á samtals fjórtán rekstrar- einingum í húsinu. Húsið hefur verið endurnýjað að utan í nánu samstarfi við Húsafrið- unarnefnd og THG arkitekta sem teiknuðu húsið, til að færa það ná- lægt upprunalegu útliti. Það var á þremur hæðum, en í framkvæmd- unum var bætt við fjórðu hæð- inni, um það bil 80 fermetrum ofan á mitt húsið. Þar er gert ráð fyrir stórum veröndum/þakgarði beggja Ö komnar stórar nýjar svalir fram- an á húsið til viðbótar suðursvöl- um sem fyrir voru. er kenndur við verið starfrækt í húsinu síðan 1978. Í því er einn- ig Vínbarin V iti h Fyrir fjölbreytta starfsemi Húsið hefur verið mikið endurnýjað að utan til að færa það nálægt upprunalegu útliti. Þarftu að selja fasteign? Seldu fasteignina hjá okkur! Þú hringir, við seljum! 512 4900 Sigurður S. 896 2312 lögg. fasteignasali Friðbert S. 820 6022 Sölufulltrúi Rúnar S. 842 5886 Sölufulltrúi Þórarinn S. 770 0309 Sölufulltrúi Magnús S. 897 8266 lögg. fasteignasali 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is veðrið í dag 15. nóvember 2010 268. tölublað 10. árgangur Skjöldur og sverð gegn streitu Streituskóli HNLFÍ og Heilsuborgar Faxafeni 14 - Reykjavík Hefur þú þurft að þola langvarandi neikvætt álag, félagslegt, andlegt eða líkamlegt? Vilt þú ná betri árangri í streitustjórnun? Vilt þú öðlast heilbrigðari lífstíl og betri heilsu? Nánari upplýsingar á www.heilsuborg.is og www.hnlfi.is Átt þú erindi? Skáldlegir trémunir Félag trérennismiða sýnir rennda muni í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. allt 2 Þýdd yfir á mandarín Leikgerð Jóhannesar Hauks og Rúnars Freys á Hellisbúanum sett upp í Kína. Fólk 25 Björgvin til Þýskalands Björgvin Páll Gústavsson mun skrifa undir samning við Magdeburg í dag. sport 28 HVESSIR SV-TIL Í dag má búast við tiltölulega hægri suðlægri átt en suðvestan til hvessir heldur er líður á daginn. Þar má búast við slyddu síðdegis en annars verður nokkuð bjart, einkum N- og A-til. Hlýnar. VEÐUR 4 1 -1 -6 -5 1 STJÓRNMÁL Sveitarfélögin verða að mæta átta milljarða króna tekjulækkun með lækkun rekstrarkostnaðar. Horft er til allra rekstrarliða og telur Hall- dór Halldórsson, formaður Sambands sveitar- félaga, mögulegt að lækka rekstrarkostnað grunnskólanna um milljarð króna. Kostnaður við þá er um helmingur rekstrar- kostnaðar sveitarfélaga. „Við höfum ekki lengur efni á að gera allt sem við höfum gert og þurfum að taka út ýmislegt sem hefur bólgnað fullmikið út á síðustu árum,“ segir Halldór. „Þetta á við um lengri kennslutíma, meira val og alls konar þætti sem eru auðsjáanlega of dýrir.“ Sveitarfélögin hafa meðal annars lagt til svokallaða 5,4,3 leið. Í henni felst að fækka kennslustundum elsta grunnskólastigsins um fimm á viku, fjórar hjá miðstiginu og þrjár hjá yngstu krökkunum. Óskað hefur verið eftir samstarfi við menntamálaráðherra því sparnaðarleiðirnar geta kallað á breytingu á lögum og reglum. „Það þarf alvöru samstarf ríkis og sveitarfélaga við að ná niður kostn- aði og auka sveigjanleika,“ segir Halldór sem telur skólastarfið ráðast um of af kjarasamn- ingum kennara. Dæmi séu um að kennarar fari á yfirvinnukaup við kennslu á miðjum degi þar sem kennsluskyldunni þann daginn sé lokið. Að kennslustund lokinni sinni þeir svo öðrum þáttum starfsins á dagvinnukaupi því þeim beri að vera í vinnunni til klukkan fjögur. Halldór telur ekki vegið að menntun þó sparað verði um milljarð í grunnskólunum. „Stundum er sagt að það megi ekki svipta ungdóm landsins möguleikum á að mennta sig. En það er enginn að tala um það. Það er ýmislegt hægt að gera án þess að það komi á nokkurn skapaðan hátt niður á menntuninni.“ - bþs Vill spara milljarð króna í rekstri grunnskólanna Samband sveitarfélaga vill að rekstrarkostnaður grunnskóla lækki um milljarð. Kennslustundum verði fækk- að. Formaðurinn segir ekki vegið að menntun. Sveitarfélög standa frammi fyrir milljarða tekjulækkun. EFNAHAGSMÁL Formaður sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) telur það efnahagslega mikil vægt að hraða endurskipulagningu á skuld- um íslenskra heimila. Fjórða endurskoðun áætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS er langt komin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu AGS sem send var fjölmiðlum í gær, en sendinefnd á vegum sjóðsins dvaldi hér á landi síðustu tólf daga. Þar kemur fram að gengislánadómarnir sem féllu í júní og septemb- er hafi haft takmörkuð áhrif. Aðaláherslan í við- ræðum við stjórnvöld, aðila vinnumarkaðarins og sérfræðinga í heimsókninni var lögð á endurskipu- lagningu á fjárhag heimila og fyrirtækja, fjárlög næsta árs og starfsemi bankanna. Julie Kozack, formaður sendinefndarinnar, segir heimsóknina hafa verið gagnlega. Jákvæð merki séu lækkandi verðbólga og að vöruskiptajöfnuður sé jákvæður. Stefnt er að því að leggja áætlunina fyrir stjórn AGS seint í desember eða í byrjun nýs árs. - shá Fjórða endurskoðun áætlunar stjórnvalda og AGS langt komin: AGS vill flýta skuldauppgjöri Að óbreyttu stefnir í að tekjur sveitarfélaganna lækki um átta milljarða króna á næsta ári miðað við tekjur þeirra á þessu ári. Framlög ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lækka um rúma tvo milljarða og lækkun fasteignamats og annað skerðir tekjurnar um allt að sex milljörðum. Árið 2009 var nettórekstrarkostnaður grunnskólanna 52,5 milljarðar króna. Laun og launatengd gjöld námu 35,6 milljörðum og annar rekstrarkostnaður 20,4 milljörðum. Á móti innheimtu skólarnir tekjur upp á 3,5 milljarða. Tekjur og gjöld BANDARÍKIN Fórnarlömbum fjár- svikarans Bernie Madoff, sem töpuðu meira en fimmtíu millj- örðum dollara á svindli hans, tókst að ná til baka rúmum tveimur millj- ónum dollara eftir uppboð á persónulegum munum hans. Alls voru tæp- lega 500 munir Madoffs og eig- inkonu hans seldir í New York. Þar á meðal var demantstrúlof- unarhringur sem seldist á sextíu milljónir króna, og svartir flau- elsinniskór með gylltri BLM- áletrun sem voru slegnir á sjö hundruð þúsund krónur. Madoff afplánar margfaldan lífstíðardóm sinn í fangelsi í Norður-Karólínu. - fb Munir Bernie Madoff seldir: Flauelsinniskór á 700 þúsund BERNIE MADOFF Eftirlegukindur Baugsmálið og Íraksmálið eru eins og eftirlegukindur úr mislukkuðu partíi, skrifar Guðmundur Andri. Í dag 17 VETRARRÍKI FYRIR NORÐAN Þessir kappar voru að koma úr sleðaferð í Glerárdal þegar ljós- myndari rakst á þá á Akureyri í gær, en sérlega mikill snjór er nú norðan heiða miðað við árstíma. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.