Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 8
 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Jónas Hallgrímsson fæddist árið 1807 að Hrauni í Öxnadal. Jónas var afkastamikill maður og gætir áhrifa hans enn í dag. Jónas var einn Fjölnis- manna og í Fjölni birtust mörg kvæða hans í fyrsta skipti. Jónas er stundum nefndur fyrsta nútímaskáld Íslendinga. Undir áhrifum rómantíkur og evrópskrar stjórnmálabaráttu var hann atkvæðamikill í skáld- skap sínum og þjóðfrelsisbaráttu. Njóttu hressandi bolla af BKI kaffi á meðan þú veltir fyrir þér kjarnyrtri og göfugri íslensku. Fáðu þér ilmandi bolla af BKI kaffi og fagnaðu degi íslenskrar tungu. Njóttu dagsins. Gríptu tækifærið, fáðu þér BKI kaffi. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Dagur íslenskrar tungu er á morgun! Fagnaðu degi íslenskrar tungu með BKI kaffi Dagur íslenskrar tungu er á morgun Kauptu BKI fyrir dag íslenskrar tungu Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu g tt kaff i í d g á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast – Lifið heil Danatekt www.lyfja.is DANATEKT línan er krem, húðmjólk og hársápa fyrir alla fjölskylduna. Kremin næra þurra og viðkvæma húð og hlífa henni. Hársápan er svo mild að hana má nota á allan líkamann. Svansmerkið tryggir heilnæmi og gæði. Án parabena ilm- og litarefna Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Nýtt í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 70 1 0/ 10 NÝSKÖPUN Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra setur Alþjóðlega athafnaviku klukkan 17 í dag. Er þetta í annað sinn sem vikan er haldin hér á landi og segir Katrín ljóst að framtakið í fyrra hafi skapað nauðsynlegt og skemmtilegt umtal um þau tækifæri sem í boði eru. „Vikan vekur athygli á hinu jákvæða sem er að gerast og hversu ótrúlegur endurnýjunar- kraftur er í atvinnulífinu,“ segir hún. „Við erum að sjá atvinnu- greinar í dag sem eru orðnar gríð- arlega stórar og mikilvægar stærð- ir í okkar efnahagskerfi, eins og hugverkaiðnaðurinn, tölvuleikja- bransinn. Það þekktist ekki fyrir nokkrum árum.“ Hátt í tvö hundruð ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós síðan árið 2008 í tengslum við Frumkvöðla- setur nýsköpunarmiðstöðvar. Katrín segir augljóst að efnahags- hrunið hafi ýtt undir frumkvöðla- starfsemi hér á landi og veitt fólki nýja sýn á þá möguleika sem eru fyrir hendi. „Frumkvöðlastarfsemi og hátækniiðnaður fór niður á við í aðdraganda bankahrunsins og náði ekki vexti á meðan bólan gekk yfir,“ segir hún. „Bankarnir sugu ekki bara orku úr samfélaginu heldur líka mannafla úr þessum greinum.“ Katrín segir að verði áfram lögð áhersla á stuðning við sprotafyrirtæki og nýsköpun muni verða afar fjölbreytt atvinnutæki- færi í landinu í framtíðinni. Iðnaðarráherra hefur farið fram á kynjagreiningu á bókhaldi sjóða- og stoðkerfis ráðuneytisins og býst við að fá niðurstöðurnar bráðlega. „Ég hef óskað eftir upplýsingum um það hvernig kerfið er að nýt- ast kynjunum. Hvort konur sæki í sjóðina og sömuleiðis hvernig hlutfallið skiptist í úthlutunum,“ segir hún. Á næstunni verður lagt fram frumvarp sem tilgreinir breyting- ar á endurgreiðslum vegna rann- sóknarþróunar innan fyrirtækja. Ríkisstjórnin er nú að meta árang- urinn á þeim lögum sem voru sett á um síðustu áramót og segir Katrín að ástæða sé til að rýmka forsend- urnar nú þegar. Einnig bendir hún á að iðnaðarráðuneytið hafi varið þetta kerfi algjörlega fyrir niður- skurði. „Það er stórt miðað við það ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag. En við erum með áætl- anir um það að þegar betur árar þá verði þetta kerfi styrkt enn frek- ar,“ segir hún. sunna@frettabladid.is KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Iðnaðarráðherra segir brýnt fyrir stjórnvöld að styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun til að tryggja fjöl- breytt atvinnulíf í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATHAFNAVIKA: Ráðherra setur Alþjóðlega athafnaviku Bankarnir hömluðu nýsköpun í landinu Alþjóðlega athafnavikan hefst klukkan 17 í dag. Framtakið vekur athygli á hinni ótrúlegu endurnýjun sem er í íslensku atvinnulífi, segir iðnaðarráðherra. Mikil gróska í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun eftir efnahagshrunið. Iðnaðarráðherra telur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) algert lyk- ilatriði til þess að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki geti vaxið í alvöru stærðir hér á landi. „Þetta eru oftar en ekki útflutningsfyrirtæki sem eru að flytja út hugverk og þá skiptir stöðugur gjaldmiðill gríðarlegu máli,“ segir hún. „Innan ESB eru gríðarlega mikil tækifæri fyrir nýsköpun og sprota. Mikil áhersla og sívaxandi og þá ekki síst tengt loftslagsmark- miðum. Ég held að það verði öllum ljóst sem skoða þetta. Þar er markvisst og flott starf sem ég held að muni gagnast okkur gríðarlega vel,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra. Aðild að ESB lykilatriði fyrir fyrirtækin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.