Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 12
12 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Fólk án atvinnu fær frystingu á húsnæðislánum Ræddu við ráðgjafann þinn í útibúinu þínu um úrræði Íslandsbanka SKÓGRÆKT Birkiskógar og birki- kjarr dafna í íslensku loftslagi og þola vel áföll, sem búast má við af náttúrunnar hendi, ekki síst öskufall úr eldgosum. Þetta kom fram í máli Hreins Óskars- sonar, skógfræðings og verkefn- isstjóra Hekluskóga, á málþingi á Reykjum um birkirækt síðast- liðinn föstudag. „Í nýafstöðnu eldgosi í Eyja- fjallajökli kom berlega í ljós að hugmyndafræði Hekluskóga er að virka. Þar féll töluverð aska yfir skóga Þórsmerkur og Goðalands, allt upp í 360 tonn á hektara eða þriggja sentimetra lag,“ sagði Hreinn og kvað lítið sem ekkert fok hafa verið í sjálfum skógun- um. „Stórar sem smáar birki- plöntur lifðu öskufallið af sem og skógargróður almennt.“ Hreinn segir að í ljós hafi komið eftir sumarið að öskufallið hafi eingöngu verið til bóta, enda töluverð næring í öskunni. Hreinn sagði framtíðarsýn sína að verk- efni á borð við Hekluskóga verði stofnuð víða um land. „Svo sem á eldvirkum svæðum í Þingeyjar- sýslum, í kring um Skjaldbreið- Haukadalsheiði, á Þorlákshafnar- söndum, í kring um Eyjafjöll og Mýrdalsjökul.“ - óká Í ÞÓRSMÖRK Myndin er tekin 25. maí í Þórsmörk. Þá höfðu tré laufgast, en voru tæpri viku fyrr þakin hörðu öskulagi. MYND/HREINN ÓSKARSSON Skógrækt virðist henta á eldvirkum svæðum miðað við reynsluna frá því í ár: Birkiskógar dafna eftir eldgos TRÚMÁL Samfélag Ahmadiyya- múslima á Íslandi stendur fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu í dag þar sem umfjöllunarefnið er líf og starf stofnenda trúarbragða. Eygló Jónsdóttir segir frá Shakyamuni, stofnanda búdd- isma, dr. Pétur Pétursson fjallar um Jesú Krist og loks mun dr. Ift- ikhar Ayaz fjalla um spámanninn Múhameð. Aðstandendur von- ast til að ráðstefnan muni koma á framfæri meginatriðum trúar- bragðanna, vinna á fordómum og færa fólk nær hvert öðru. - þj Ráðstefna um trúmál: Vilja vinna á trúarfordómum EFNAHAGSMÁL Heildarútlán Íbúða- lánasjóðs námu tæpum 2,5 millj- örðum króna í október. Samtals útlán á fyrstu tíu mánuðum árs- ins námu tæpum 23 milljörðum samanborið við rúma 36 milljarða á sama tímabili í fyrra. Samtals hafa lánin því dregist saman um 13 milljarða miðað við árið 2009. Meðalútlán almennra lána voru um 9,6 milljónir í október en sama tala var 10,2 milljónir í september. Heildarvelta íbúðabréfa nam 70 milljörðum í október saman- borið við 199 milljarða í október í fyrra. Það sem af er ári hefur heildarvelta íbúðabréfa verið um 708 milljarðar króna en árið 2009 var heildarveltan 809 milljarðar á sama tímabili. - mþl Nýjar tölur frá Íbúðalánasjóði: Heildarútlán nema tæpum 23 milljörðum ALLT Á FLOTI Þó nokkrar ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu í gær vegna mikils úrhellis þar að undanförnu. Götur í sumum bæjarfélögum voru á floti, eins og þessi unglingur fékk að kynnast í bænum Geraardsbergen. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAPAN, AP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fullvissaði Dmitry Medvedev, forseta Rússland, í gær á fundi þeirra í Japan um að það væri forgangsmál stjórnar hans að fá bandarísku öldungadeildina til að samþykkja kjarnorkuvopna- samninginn START. „Ég lagði áherslu á vilja minn til að klára START-samninginn,“ sagði Obama, sem var að ljúka tíu daga ferðalagi sínu um Asíu. Þar tók hann meðal annars þátt í leiðtogafundi G-20 ríkjanna sem fór fram í Suður-Kóreu. START- samningurinn snýst um að fækka kjarnaoddum úr 2.200 í 1.550 hjá hvorri þjóð um sig. Einnig felst í honum samkomulag um að þjóðirn- ar muni beita nýjum aðferðum við að rannsaka vopnabúr hvor ann- arrar. Samningurinn hefur mætt mótstöðu, sérstaklega hjá rep- úblikönum sem eru í minnihluta í öldungadeildinni. Obama og Medveded náðu vel saman á fundi sínum. Obama þakkaði Rússum fyrir samstarf- ið varðandi stríðið í Afganistan og þátttöku þeirra í málefnum Mið- Austurlanda og Súdan. „Það var mjög ánægjulegt fyrir mig að eiga þennan fund og ræða um alls konar málefni við kollega minn. Samstarf okkar er mjög gott og við skiljum hvorn annan mjög vel,“ sagði Med- vedev. Ferðalag Obama til Asíu var það lengsta sem hann hefur farið í síðan hann varð forseti. Áður en hann lagði af stað heim á leið notað hann tækifærið og skoðaði þrettán metra háa styttu af Búdda í Japan sem var smíðuð árið 1252. Hann var sex ára þegar hann sá hana síðast. - fb Barack Obama og Dimitry Medvedev funduðu um mikilvæg málefni: Fækkun kjarnaodda sett í forgang NÁÐU VEL SAMAN Forsetarnir Barack Obama og Dimitry Medvedev náðu vel saman á fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.