Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 19
 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Japanska hönnunarstúdíóið Daisuke Motogi kynnti skemmti- legan hægindastól á hönnunarsýningunni DesignTide Tokyo 2010. Stóllinn er hannaður þannig að hægt er að stinga alls kyns hlutum inn á milli laga. Það má geyma bækur í hliðum hans, eða skreyta stólinn með blómum og skrauti. É g hef yfirleitt reynt að takmarka umhverfis- sóðaskap og halda sóun í lágmarki. Hef til dæmis ýmist gengið eða hjólað í skóla og vinnu þann aldarfjórðung sem ég hef haft bílpróf,“ segir Páll Gestsson verkfræðingur. Hann er meðvitaðri um mengun í heiminum en gengur og gerist, sem meðal annars birtist í því að hann notar aldrei einnota glös eða bolla og segir það geta vakið furðu fólks í veislum þegar hann biður um almennilegan bolla undir kaffið. „Þetta leiðir oft til umræðu um umhverfismál sem er af hinu góða og sumir hrista hausinn yfir þessari sérvisku sem er líka skemmtilegt,“ segir hann brosandi. Páli er sérdeilis illa við sóun á plasti síðan hann las um plast- mengun úthafanna. „Vegna stað- bundinna hafstrauma þá safnast rusl, aðallega plast, saman í risa- vaxna flekki. Stærðin á þeim er ógnvænleg. Stærsti flekkurinn er í Kyrrahafi og hann er áætl- aður tíu sinnum stærri en Ísland. Aðrir flekkir eru að safnast upp í Atlantshafi og Indlandshafi,“ lýsir hann og nefnir ofnotkun á plastflöskum sem eina hlið á þessum peningi. Plastburðarpok- ar eru líka komnir á bannlist- ann hjá honum og hann kveðst hafa þurft að nota útsjónarsemi í matvörubúð þegar hann upp- götvaði of seint að hann var ekki með poka með sér. „Ég hélt á öllu í fanginu, stakk í vasana og setti bananaknippi í hettuna. Auðvit- að leit ég afskaplega heimsku- lega út en það er bara gaman að því. Prinsipp eru prinsipp.“ Páll býst ekki við að plast- glasaþvermóðska hans hafi stór- kostleg áhrif en telur ekki veita af að vekja athygli á umhverf- ismálum. „Á Íslandi eru allar forsendur til að vera til fyrir- myndar í því að takmarka áhrif á umhverfið,“ segir hann. „Með hreint vatn og orku drjúpandi af hverju strái.“ gun@frettabladid.is Íslendingar eru með afbrigðum neysluglöð þjóð en Páll Gestsson verkfræðingur sker sig úr fjöldanum. „Það getur vakið furðu fólks í veislum þegar ég bið um almennilegan bolla undir kaffið,“ segir Páll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nota aldrei einnota glös Listh Sofðu vel um jólin IQ-Care heilsudýnur. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: 179.900 kr. Íslenskur höfuðgafl 84.900 kr. (Sé keypt rúm fæst 20% afsláttur af höfuðgafli.) Úrval af stillanlegum rúmum. 2x80x200 cm með okkar bestu IQ-care heilsudýnu. Verð frá 339.900 kr. BOAS Leður hægindastóll. Verð 79.900 Leður hægindasófi 3 sæta Verð frá 169.900 Svefnsófi verð frá 169.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.