Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 15. nóvember 2010 25 Tónlist ★★★ Here Anna Halldórsdóttir Fín lög, frábærar útsetningar Anna Halldórsdóttir sendi frá sér tvær plötur sem þóttu lofa góðu undir lok síðustu aldar. Síðan hefur farið frekar lítið fyrir Önnu, en hún hefur undanfarið búið og starfað í New York. Þessi nýja plata, Here, var tekin upp á íslenskum sveitabæ seint í fyrra. Öll lög og textar eru eftir Önnu, en það var Davíð Þór Jónsson sem sá um upptökustjórn og spil- aði á flest hljóðfærin. Auk hans og Önnu komu m.a. við sögu Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Ólöf Arnalds sem spilaði á fiðlu, víólu og charango. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hverju ég átti að búast við þegar ég setti þessa plötu í tækið. Útkoman kom skemmtilega á óvart. Anna er fínn lagasmiður og góður túlkandi og hljóðfæraleikur og hljómur á Here eru fyrsta flokks. Tónlistin er róleg og persónuleg. Hún minnir stundum á Tori Amos eða jafnvel Kate Bush, en stærsti kostur plötunnar felst í því hvað útsetningarnar eru vel heppnaðar. Þær gefa hverju lagi karakter og búa til sterka og sannfærandi heild úr þessum þrettán lögum. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Tólf árum eftir síðustu plötu kemur sterk og persónuleg plata frá Önnu Hall- dórsdóttur. Tónlist ★★★ Undraland Valdimar Flott frumraun Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefan- legt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtileg- ar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraft- mikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Freyr Gígja Gunnarsson Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð. „Ég er algjörlega að fíla þetta. Mér finnst reyndar leiðinlegt að skilja þetta tungumál ekki,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Leikgerð hans og Rúnars Freys Gísla- sonar upp úr einleiknum Hellisbúinn hefur verið þýdd yfir á kínversku og verður frum- sýnd á næsta ári. Að sögn Jóhannesar voru alþjóðlegir rétthafar verksins himinlifandi með breytingarnar sem þeir tveir gerðu á verkinu en leikgerð er þegar eitthvað er fært til í leikverki, atriðum breytt eða einhverjum bætt við. Leikgerð Jóhannesar og Rúnars Freys hefur þegar verið sett upp í Bandaríkjunum og á Ítalíu og Jóhannes segir um ágætan pen- ing að ræða fyrir heimilisbókhaldið, allavega eins og staðan á krónunni er nú. „Þeir buðu okkur út á frumsýningu og það er nú örugg- lega ekki ókeypis að koma tveimur leikurum frá Íslandi til Kína með flugi. En við erum báðir uppteknir í leikhúsinu, ég í Þjóðleikhús- inu og Rúnar Freyr í Borgarleikhúsinu, svo við urðum að afþakka það.“ Jóhannes aftek- ur hins vegar ekki með öllu að þeir tveir láti jafnvel slag standa og skelli sér til Kína. „Ég bíð bara spenntur eftir heimasíðunni.“ Jóhannes áttar sig hins vegar fljótlega á því að verkið hefur ef til vill þurft að standast rit- skoðun hjá hinu opinbera eftirliti kínverska alþýðulýðveldisins og það sé ekki víst að kín- verskur almenningur sé öllum hnútum kunn- ugur þegar hlutir eins og Facebook eru bornir á borð fyrir þá. „Hvað næst? Íslenskur Hellis- búi í arabalöndunum?“ - fgg Íslenskur Hellisbúi þýddur á mandarín TIL KÍNA Leikgerð þeirra Jóhannesar Hauks og Rúnars Freys hefur verið þýdd yfir á mandarín og því verður kínverskur Hellisbúi frumsýndur eftir áramót.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.