Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 1
mest lesna dagblað á íslandi Sími: 512 5000 miðvikudagur skoðun 12 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Alþjóðleg hundasýning Hunda-ræktarfélags Íslands fer fram um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Þá mæta 829 hreinræktaðir hundar af 81 tegund í dóm en dómar hefjast klukkan 9 báða daga. www.hrfi.is Þ etta var mjög lærdómsrík ferð, fræðandi og skemmtileg,“ segir Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðu-neytinu, nýlega heimkomin frá Kína. „Og,“ bætir hún við, „… mér finnst Kínverjar afar glaðlegir og þægilegir viðmóts.“ Til Kína hélt Kristín með vinkonu sinni Danfríði Skarphéðinsdóttur í heimsókn til annarrar vinkonu, Kristínar Árnadóttur, sendiherra Íslands í Kína. Þar dvöldu þær í tæpan hálfan mánuð. Eitt af því sem þær upplifðu saman var að fara á markaði. „Þar fer fram mikil glíma um raunverulegt verð,“ segir hún og kveðst hafa þurft að venjast prúttinu. „Það gat verið þreytandi að prútta um hvern einasta hlut en ef ég var í stuði þótt mér það skemmtilegt eins og annað sem maður prófar.“ Ýmislegt kom Kristínu Jónsdóttur skrifstofustjóra á óvart er hún heimsótti alþýðulýðveldið Kína:Heimsótti æskuhús Maós 4 Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugardaga, í Bæjarlind kl. 10-16 í Eddufelli kl. 10-14. Bæjarlind 6, Eddufelli 2, S. 554 7030 S. 557 1730 Mussa/tunika Verð 6.900 kr. Kíkið á heimasíðuna okkar www.rita.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavélog þurrkari Sérblað • miðvikudagur 17. nóvember 2010 kynning Sögurnar... tölurnar... fólkið... 10 4 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 17. nóvember 2010 – 12. tölublað – 6. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Dótturfélög íslenskra fyrirtækja og félög í eigu inn-lendra aðila í útlöndum sendu ekki arð af rekstri þeirra heim til móðurfélaga hér á fyrri hluta árs. Arð-greiðslur voru sömuleiðis ekki fluttar heim á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Arður af rekstri fyrirtækja hefur ekki verið flutt-ur heim á fyrsta ársfjórðungi á síðustu tíu árum en óvanalegt er að hann vanti fyrir annan ársfjórðung. Það hefur aðeins gerst í ár og í fyrra síðastliðinn ára-tug, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Arðgreiðslurnar töldu alla jafna í hundruðum millj-óna króna fram til 2002 þegar þær fóru yfir einn millj-arð króna. Hæstar voru þær árið 2007 þegar 82,6 milljarðar voru fluttir heim. Páll Jóhannesson, lögmaður hjá Nordik Legal, segir skiljanlegt við núverandi aðstæður að fyrirtæki haldi erlendum gjaldeyri utan landsteina. „Ég held að fáir séu hrifnir af því að flytja gjaldeyri inn í landið. Með því að greiða arð frá erlendu dótturfélagi til íslensks móðurfélags er notkun fjármuna bundin gjaldeyris-höftum, þar með talinni skilaskyldu nema við eigi þröngar undanþágur,“ segir hann. Dóttur félög inn-lendra fyrirtækja í öðrum löndum falla ekki undir gjaldeyrishöft sem voru innleidd fyrir tveimur árum. Arður af rekstri erlendra dótturfélaga var áður al-mennt undanþeginn tekjuskatti þar sem búið var að skattleggja hagnað dótturfélaga í heimalandi þess. Lögum um meðhöndlun arðs og söluhagnaðar var breytt í fyrrahaust á þann veg að yfirfæranlegt tap móðurfélagsins lækkar sem nemur fjárhæð móttekins arðs frá dótturfélagi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnu-lífsins sögðu fyrr á árinu þetta leiða til tvísköttunar á arðgreiðslum og myndu arðgreiðslur ekki flytjast heim. „Þessar breytingar á skattalögum hvetja fyrirtæki ekki til þess að flytja gjaldeyri heim. Í ljósi hafta má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið eðlilegra að fara í þveröfuga átt og skapa skattalegan hvata til þess að arður sé greiddur hingað til lands. Þess í stað voru slíkar arðgreiðslur gerðar ófýsilegri en áður, sem eykur neikvæð áhrif gjaldeyrishafta. Notkun erlends gjaldeyris er frjálsari í höndum erlends dótturfélags auk þess sem móðurfélagið glatar yfirfæranlegu tapi sem það gæti annars notað á móti síhækkandi skatt-lagningu hagnaðar hér. Ákvörðunin er ekki flókin nema fjárþörfin sé þeim mun meiri.“ segir Páll. Arðgreiðslur skila sér ekki inn í landið Gjaldeyrishöft og skattabreytingar hvetja ekki til þess að fjármagn sé flutt heim, segir sérfræðingur í skattamálum. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 20 10 65,9 A R Ð U R A F R E K S T R I E R L E N D R A D Ó T T U R F É L A G A árin 2000 til 2010. 70 60 50 40 30 20 10 0 m ill ja rð ar Engin fjárlög Evrópusambandið verður fjárlaga- laust í byrjun næsta árs, og þarf því að láta sér duga þær upphæðir sem um var samið í fjárlögum fyrir árið 2010. Samkomulag tókst ekki milli Evrópuþingsins og aðildar- ríkjanna um fjárlögin vegna þess að sum aðildarríkin vilja ekki að Evrópuþingið fái meira að segja um afgreiðslu fjárlaga. Karpað um skatta Timothy Geithner, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjaþing a fg r e i ð i s e m fyrst t i l lögur repúblikana um að skattaafslátt- ur til handa auð- jöfrum standi þeim t i l boða til frambúðar. Geithner segir Bandaríkjastjórn eftir sem áður andvíga þessum hugmyndum. Kínverjar kaupa meira Kínverskt stjórnvöld hafa haldið áfram að kaupa banda- rísk ríkisskuldabréf í stórum stíl. Í september áttu Kínverjar 883,5 milljarða dala í bandarísk- um ríkis skuldabréfum, og hafði eignin þá hækkað um 1,7 prósent milli mánaða. Verðbólga hér á landi í október mældist 4,6 prósent samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Eurostat, Hagstofa Evrópu- sambandsins, tók saman og birti í gær. Verðbólga minnkar því um 0,5 prósentustig milli mánaða en hún var 5,1 prósent hér á landi í septem- ber samkvæmt vísitölunni. Í Morgunkorni greiningar Ís- landsbanka kemur fram að miðað við þetta hafi verðbólga hér á landi hjaðnað umtalsvert síðasta árið en í október í fyrra mældist hún 13,8 prósent. Þar segir jafnframt að meginástæða hjöðnunar sé styrk- ing krónu frá upphafi árs. - þj Verðbólgan hjaðnar milli ára Brasilíska olíufyrirtækið Petro- bras hyggur hátt, en það áætlar að verða stærsti olíuframleiðandi heims árið 2015. Fundur mikilla olíulinda í hafinu út af ströndum landsins síðustu ár hefur gefið góðar vonir og hefur verið ákveðið að leggja út í fram- kvæmdir fyrir um 25 þúsund millj- arða íslenskra króna á næstu fimm árum. Petrobras stefnir að því að framleiða um 5,4 milljónir tunna af olíu á dag, en BP var stærsti framleiðandinn í fyrra með rétt tæplega fjórar milljónir tunna á dag. Fyrirtækið er að meirihluta í eigu brasilíska ríkisins. - þj Petrobras ætlar á toppinn Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina! Tækni Hvernig farsíma vill fólk? Íslenskur kuldaklæðnaður Er að finna um allan heim Í glasi með Óla Kristjáni: Hvað er þetta Laphroaig? 3 sérblöð í Fréttablaðinu Allt Bækur veðrið í dag 17. nóvember 2010 270. tölublað 10. árgangur SÁ YNGSTI BORÐAR FRÍTT Í NÓVEMBER Þetta gildir um alla hópa sem telja fjóra eða fleiri, eina skilyrðið er að allir panti sér máltíð. Mjúkur og bragðgóður Hátíðarostur ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Gestgjafinn í þrjátíu ár Fljótandi súkkulaði laðar að lesendur. tímamót 18 Boðið til Hollywood Elísabet Ormslev fékk dularfullt tilboð frá Borg englanna. fólk 34 VÆTUSAMT EYSTRA Í dag verða norðaustan 10-15 m/s NV-til, annars hægari. Vætusamt SA- og A-til en annars úrkomulítið fram á kvöld. Hiti 0-8 stig. VEðUR 4 0 1 4 7 3 MEnning Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu í gær. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Vigdísi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Í ræðu við verðlaunaafhendinguna sagði Vigdís að tungumálið væri það verðmætasta sem Íslend- ingar ættu, ásamt landinu og frelsinu. Hún benti á að í heiminum væru töluð um sjö þúsund tungumál og bætti við að jafnvel þótt tæknin hefði gert hina stóru veröld aðgengilega mætti ekki slá slöku við að rækta málið. „Við teljum okkur geta gúgglað allt, sem er auðvitað plat. Það gúgglar enginn innri tilfinningu fyrir tungumálinu,“ sagði hún. Auk verðlaunanna hlutu Möguleikhúsið og hljóm- sveitin Hjálmar sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu. - bs / sjá síðu 26 Vigdís Finnbogadóttir er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár: Enginn gúgglar innri máltilfinningu Ægishjálmar íslenskunnar Vigdís Finnbogadóttir kankast á við meðlimi í hljómsveitinni Hjálmum í Landnámssetrinu í gær. Hjálmar og Möguleikhúsið hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. FréttABLAðið/ANtoN LÖgREgLUMÁL Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarð­ hald. Maðurinn er grunaður um kynferðislega misnotkun á börnum. Maðurinn sem um ræðir er búsettur á höfuðborgar­ svæðinu. Hann var handtek­ inn í fyrradag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, og hefur verið úrskurðað­ ur í gæsluvarðhald í hálfan mánuð. Grunur leikur á að maður­ inn hafi misnotað fleiri en eitt barn. Um er að ræða börn af báðum kynjum og leikur grunur á að misnotk­ unin hafi staðið yfir um nokkurt skeið. - jss Hálfs mánaðar varðhald: Karl grunaður um kynferðis- lega misnotkun Fámennt en góðmennt Ólafur Jóhannesson er hvergi banginn fyrir leikinn gegn Ísrael í kvöld. sport 30 LÖgREgLUMÁL Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð eftir bankahrun. Talið er að samningurinn um kaupin hafi verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfir- heyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. Ráðist var í tæplega tuttugu hús- leitir í gær vegna rannsóknar á fimm málum tengdum Glitni. Allir liðsmenn svokallaðrar sjömenninga- klíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem stefnt hefur verið í New York, koma við sögu í félögum sem við- riðin eru hin meintu vafasömu við- skipti. Enginn sjömenninganna var þó yfirheyrður í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggjast starfsmenn Sérstaks saksóknara undirbyggja rannsókn sína betur með yfirheyrslum og gagnayfirlegu áður en stórlaxarnir verða kallaðir fyrir. Lárus Welding ætlar, samkvæmt heimildum blaðsins, að koma frá London í yfirheyrslu á morgun. Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið í gær að hvorki hann né Ingibjörg Pálma- dóttir kona hans hefðu verið boðuð í skýrslutöku. Meðal staða sem leitað var á í gær er heimili Lárusar í Blönduhlíð – þar sem ekki var lagt hald á neitt að sögn Ragnars H. Hall, lögmanns hans – skrifstofa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrif- stofa Pálma Haraldssonar í Reykja- vík og skrifstofur Saga fjárfestingar- banka í Reykjavík og á Akureyri. Þá gerði lögreglan á Hvolsvelli eina húsleit vegna málsins. Alls voru tíu manns yfirheyrðir í gær, einkum stjórnendur úr gamla Glitni og Saga fjárfestingarbanka. Meðal þeirra voru Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, og Guðný Sigurðardóttir af lánasviði Glitnis. Sumir voru handteknir, þeirra á meðal Bjarni Jóhannesson, fyrr- verandi viðskiptastjóri bankans, sem var sóttur á heimili sitt árla morguns. Húsleitir og skýrslutökur stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki var þó farið fram á gæsluvarðhald eða far- bann yfir neinum hinna yfirheyrðu í gær. - sh / sjá síðu 6 Grunur um falsaðan kaup- samning ein ástæða húsleita Sérstakur saksóknari rannsakar kaup gjaldeyrissjóðs Glitnis á verðlausu skuldabréfi fyrir yfir milljarð af Saga Capital. Kaupsamningurinn er talinn falsaður. Lárus Welding hyggst mæta í yfirheyrslu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.