Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 2
2 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Nítján ára piltur er grunaður um að hafa framið að minnsta kosti á sjöunda tug inn- brota í sumarhús auk annarra brota á þessu ári. Pilturinn var síðast handtek- inn, ásamt öðrum pilti af erlendum uppruna, af lögreglunni í Borgar- firði og Dölum fyrr í þessum mán- uði eftir að brotist hafði verið inn í átta sumarbústaði í Skorradal. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti þá einnig að ná tali af honum vegna brota í sínu umdæmi. Lög- reglan í Borgarnesi ók því báðum piltunum á móti lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu sem tóku við þeim og fluttu til Reykjavík- ur, þar sem íslenski pilturinn var yfirheyrður. Þá rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjársvikamál, þar sem greiðslukortanúmer fólks hafa verið notuð til að svíkja út fé. Yfir þúsund greiðslukortanúmer, bæði íslensk og erlend, fundust í tölvu piltsins, sem er grunaður um svikin. Mikil innbrotahrina gekk yfir sumarbústaðabyggðir á Suður- og Vesturlandi fyrr á árinu, eins og komið hefur fram. Mál sem risið hafa vegna hennar eru nú tekin að streyma til ákæruvalds- ins. Umræddur piltur er talinn eiga hlut að stórum hluta innbrot- anna, yfirleitt í félagi við sér yngri pilta. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgar- svæðinu, vill ekki tjá sig efnislega um málið, en staðfestir að mál á hendur einum einstaklingi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur kallað eftir frá Selfossi og Borgarnesi til ákærumeðferðar, slagi hátt í sjötíu, ásamt þeim sem eru til meðferðar á höfuðborgar- svæðinu. Theodór Þórðarson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, segir sumarbústaðaeigendur í Borgar- firði hafa átt fundi og ráðfært sig við lögreglu um hvernig best megi vernda sumarhúsin gegn innbrots- þjófum. Tæknin sé nú orðin með þeim hætti að auðvelt sé að koma upp ýmiss konar búnaði sem gerir eigendum kleift að fylgjast með bústöðum sínum og fæli þjófa frá. Þá sé nágrannavarslan afar mikil- væg verði fólk vart við grunsam- legar mannaferðir. Það geti skrifað hjá sér bílnúmer og haft samband við lögreglu. „Hins vegar er ekki ráðlegt að fólk hætti sér í námunda við hina grunsamlegu,“ útskýrir Theó- dór. „Þeir geta verið illa áttaðir af neyslu og oft í slíkum látum að alveg óvíst er hvernig þeir bregð- ast við.“ jss@frettabladid.is LÖGREGLAN Í BORGARNESI Lögreglan í Borgarnesi handtók piltinn fyrr í þessum mánuði eftir innbrotahrinu í sumarbústaði í Skorradal. Hann var talinn eiga hlut að máli þar, ásamt öðrum yngri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nítján ára grunaður um nærri 70 innbrot Ungur maður er grunaður um þátttöku í á sjöunda tug innbrota í sumarhús á þessu ári. Síðast var hann á ferð í þeim tilgangi í Skorradal fyrr í mánuðinum. Þá er hann grunaður um að hafa svikið út fé með stolnum greiðslukortanúmerum. SAMFÉLAGSMÁL Jón Gnarr, borgar- stjóri Reykjavíkur, og aðrir í borgarstjórn keyptu í gær fyrstu rauðu nefin sem Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna selur til styrktar bágstöddum börnum um allan heim. Það var borgarstjórn Reykja- víkur sem ýtti sölu nefjanna úr vör þegar Dagur rauða nefsins var haldinn í fyrsta skipti hér á landi árið 2006. Jón Gnarr lagði átakinu lið strax þá, þegar hann var skemmtikraftur. Dagur rauða nefsins var hald- inn aftur árið 2009 og verður haldinn í þriðja sinn hinn 3. desember næstkomandi á vegum UNICEF á Íslandi. Söfnunin nær hámarki þegar landslið leikara og skemmtikrafta kemur saman þá um kvöldið í sjónvarpsútsendingu söfnunarátaksins á Stöð 2. - gb Degi rauða nefsins hrint af stað til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna: Borgarstjórnin öll rauðnefjuð BORGARSTJÓRINN Í FARARBRODDI Jón Gnarr hefur frá upphafi stutt Dag rauða nef- sins. Óttarr Proppé og Dagur B. Eggertsson láta ekki sitt eftir liggja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kristín, kippir brotthvarf Öss- urar fótunum undan Kaup- höllinni? „Nei, það stoðar lítið að hugsa þannig.“ Kristín Jóhannsdóttir er markaðs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands. Stoðtækja- og gervilimaframleiðandinn Össur vill afskráningu úr Kauphöllinni. Markaðsvirði Össurar er 37 prósent af virði allra hlutabréfa í Kauphöllinni. UMHVERFISMÁL Bera á eld að göml- um skíðaskála KR í Skálafelli. Ætlunin er að nota tækifærið til æfinga fyrir Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins. Byggingarfull- trúi frestaði afgreiðslu málsins í gær þar sem ekki lá fyrir umsögn Minjasafns Reykjavíkur. Skálinn var byggður af sjálf- boðaliðum og vígður árið 1959. Hann tók þá við af skála sem reist- ur var 1938 en brann 1955 í elds- voða. Var það skíðamönnum mikið áfall. Reykjavíkurborg tók yfir skíðasvæðin í Skálafelli árið 1990. „Þá tók borgin líka yfir lyftuna við skálann og rekstrargrundvöll- ur hans hvarf þá fljótlega, sérstak- lega þegar ekkert er búið að hugsa um Skálafell í öll þess ár,“ segir Anna Laufey Sigurðardóttir, for- maður Skíðadeildar KR. Langt sé síðan skálinn hafi orðið utanveltu og hann sé nú algerlega ónýtur. „Þetta er voðalega sorglegt því þetta er afar fallegur skáli en grunnurinn er ónýtur og skál- inn er bara slysagildra í dag,“ segir Anna, sem kveður slökkvi- liðsmenn hafa verið lagða af stað upp í Skálafell í lok október til að kveikja í skálanum en á síðustu stundu hafi komið í ljós að tilskil- in leyfi skorti. - gar Hálfrar aldar kafla í sögu skíðaiðkunar í Skálafelli mun ljúka með slökkviliðsæfingu: Ætla að brenna skíðaskála KR SKÍÐASKÁLI KR Formaður stjórnar skíða- deildar segir sorglegt að gamli skálinn þurfi að hverfa en hann sé nú orðinn slysagildra. MYND/ÁRNI RUDOLF RUDOLFSSON BELGÍA, AP Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins, var ómyrkur í máli við upp- haf fundar evru ríkjanna í Brussel í gær, þar sem fjár- hagsvandi Írlands var til umræðu. „Við verðum öll að vinna saman til að lifa af með evru- svæðið,“ sagði Van Rompuy, „því ef við lifum ekki með evru svæðið lifum við ekki með Evrópusam- bandið.“ Írar standa fast við það að þiggja ekki aðstoð, þótt ESB hafi á fundinum lagt hart að þeim að tryggja að írskir bankar fari ekki á hausinn, sem gæti haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir evruna. - gb Írar vilja ekki aðstoð: Líf evrusvæðis- ins sagt í húfi MENNING Hátt í eitt hundrað grunnskólanemar í Reykjavík fengu í gær afhent íslenskuverð- laun menntaráðs borgarinnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Verðlaunahafarnir hafa skarað fram úr á ýmsa vegu í lestrar- færni, sagnasmíð, ljóðaskrifum og framsögn. Nokkrir þeirra eiga annað móðurmál en íslensku, en hafa sýnt miklar framfarir í íslenskunámi og tjáningu. Verndari verðlaunanna er Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. Markmið þeirra er að hvetja nemendur til framfara í íslenskunámi. - gb Verðlaun afhent í Ráðhúsi: Lestrarhestar fá viðurkenningu STOLTIR VERÐLAUNAHAFAR Með verð- launagripinn „Þröstinn góða“ í höndun- um. MYND/REYKJAVÍKURBORG LÖGREGLUMÁL Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur enn alvar- lega slasaður á sjúkrahúsi eftir að sonur hans veitti honum alvar- lega áverka á sunnudag. Að sögn læknis á Landspítalan- um í gærkvöldi er líðan Ólafs óbreytt frá því á sunnudag. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Sonur Ólafs hefur sem kunn- ugt er játað árásina á sig og situr nú í tveggja vikna gæsluvarð- haldi sem hann var á mánudag úrskurðaður til að sæta. - gar Líkamsárásin í Þingholtunum: Ólafur sofandi í öndunarvél ÓLAFUR ÞÓRÐARSON HERMAN VAN ROMPUY ALÞINGI Tvær lögmannsstofur sem starfa fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) hafa frá því í október 2008 látið gera 160 fjár- nám vegna vangoldinna lána. Þetta kom fram í svari mennta- málaráðherra við fyrirspurn Mar- grétar Tryggvadóttur þingmanns. Lánþegar LÍN eru 29.595 og að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi 97 prósent greitt afborgan- ir áður en kom til milliinnheimtu. „Aðeins 1,5 prósent af kröf- um LÍN fara að áfram í löginn- heimtu,“ segir í svari ráðherra.- gar Innheimta námslána hjá LÍN: Fjárnám vegna 160 námslána SORPMÁL Fulltrúar meirihluta umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur leggja til að frá og með áramótum verði sorp sótt á tíu daga fresti í stað þess að vera sótt á sjö daga fresti. Það sé í samræmi við sorphirðu hjá öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er lagt til að sorpílát verði að hámarki sótt fimmtán metra inn á lóð en að fólk geti keypt viðbótarþjónustu þar sem ílát séu sótt lengra. Þá verði sorpi skipt í tvo flokka við öll heimili á næsta ári. Árið 2013 verði síðan hafin söfnun og vinnsla á lífræn- um eldhúsúrgangi. - gar Vilja draga úr sorphirðu: Tíu dagar milli tunnutæminga SPURNING DAGSINS SÝRÓPSMÁNINN EFTIR EIRÍK GUÐMUNDSSON ★★★★ „Textinn er eins og hunang ... fullur af ógleymanlegum myndum, óvæntum vísunum og glænýrri sýn á raunveruleikann.“ – Friðrika Benónýsdóttir, Fréttablaðið Morgunblaðið og Fréttablaðið „Fallegt, hugmyndaríkt, ljóðrænt ...“ Páll Baldvin, Kiljunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.