Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 10
10 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR FERÐAST Á ÚLFALDA Þessir tveir indversku landamæraverðir tóku þátt í nokkurra daga úlfaldareisu um Rajastan-hérað ásamt tuttugu félögum sínum. NORDICPHOTOS/AFP Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Læsingar og krækjur Mikilvægt er að krækjur á gluggum séu traustar og læsingar sterkar. Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is PA R\ PI PA R W A W A BW A TB W • SÍ A A •• 91 34 0 9 13 4 9191 SAMFÉLAGSMÁL Nær öruggt er talið að mun fleiri muni leita á náðir hjálparstofnana og félagasam- taka fyrir þessi jól en þau síðustu. Þetta kom fram á fundi sem hald- inn var í gær til kynningar á átak- inu Jólaaðstoð 2010. Þar var opinberað formlegt samstarf Hjálparstarfs kirkjunn- ar, Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur, Rauða krossins í Reykjavík og Hjálpræðishersins, en vonast er til þess að með sameiginlegu átaki sé hægt að auka þjónustu við þá sem þurfa á hjálp að halda. Þess ber að geta að Fjölskyldu- hjálp Íslands stendur fyrir utan þetta samstarf, en stendur fyrir úthlutunum á mat og nauðsynjum hvern miðvikudag. Á fundinum kom fram að um fjögur þúsund fjölskyldur af land- inu öllu hefðu leitað aðstoðar fyrir síðustu jól, og er fastlega búist við því að fjöldinn í ár verði ekki undir 4.500. Er það ráðið af því hve mikið aðsókn í matar aðstoð hefur aukist í haust. Elín Hirst, talsmaður hópsins um Jólaaðstoð, segir að þeim sem þurfi á hjálp að halda hafi fjölg- að verulega í haust og að um hol- skeflu sé að ræða. „ Ástæður þess að fólk leitar aðstoðar fyrir jólin eru margþættar, en við vitum það að útgjöld aukast verulega hjá fólki vegna jólanna. Þeir sem hafa lág laun eða njóta lágra bóta lenda nú sem aldrei fyrr í erfiðleikum með að ná endum saman.“ Elín bætir því við að auðvitað sé erfitt að leita sér svona aðstoðar. „Við vitum að þetta eru þung skref sem enginn tekur nema nauðbeygður.“ Eitt lykilatriðið að baki þessu starfi er að fá sjálfboðaliða til starfs, en um það bil 400 slíka vantar. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum geta snúið sér til Rauða krossins, sem hefur umsjón með þeim þætti starfs- ins. Þeir sem þurfa á Jólaaðstoð að halda þurfa fyrst að sækja um aðstoð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Öryrkjabandalaginu eða hjá Hjálpræðishernum, dagana 1. til 10. desember. Stefnt er að því að reyna að ná til allra landsmanna sem þurfa á hjálp að halda og verður því afgreiðsla á Akureyri, Grindavík og Keflavík auk þess sem allir geta snúið sér til presta eða félagsþjónustu í sinni heima- byggð. Jólaaðstoð hefur fengið aðstöðu, sér að kostnaðarlausu, í vöruhúsi við Skútuvog 3, sem er í eigu feðganna Karls Steingrímssonar og Arons Karlssonar. Talsmenn átaksins sögðust von- góðir um hlýjar viðtökur, enda væri samtakamáttur Íslendinga ávallt mikill þegar reyndi á. thorgils@frettabladid.is Hjálparþurfi fólki fjölgar Félagasamtök hafa sameinast um Jólaaðstoð 2010. Talið er að 4.500 fjölskyldur muni sækja aðstoð fyrir jólin. Við vitum að þetta eru þung skref fyrir marga, segir Elín Hirst, talsmaður Jólaaðstoðarinnar. SVARAR SÁRRI NAUÐ Hópurinn um Jólaaðstoð 2010 mun deila út vörum til þeirra sem þurfa í þessu vöruhúsi við Skútuvog. Söfnunarátakið er nýhafið og er vonast til að fylla sem flestar hillur með mat og öðrum nauðsynjum fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úthlutun verður með þeim hætti að við skráningu fær viðkomandi upplýsingar um hvenær hægt er að koma til að sækja vörurnar að Skútuvogi 3, dagana 20. til 22. desember. Með því er leitast við að gera ferlið þægilegra og koma í veg fyrir að biðraðir myndist. Fyrirtæki, félagasamtök og ein- staklingar hafa lagt Jólaaðstoð lið og er vonast til þess að viðtökurn- ar verði ekki síðri þessa jólatíð. Jólaaðstoð 2010 BANDARÍKIN Nick Ginetta, bílasali í Flórída, býður viðskiptavinum sínum ókeypis riffil af gerðinni AK-47 ef þeir kaupa vörubif- reið. Það er bandaríska sjónvarps- stöðin Fox sem skýrir frá þess- ari nýstárlegu söluaðferð. Riffillinn fylgir að vísu ekki í bílnum, heldur fá kaupendur miða sem þeir geta framvísað í vopnabúð og fengið riffilinn afhentan, en þó því aðeins að þeir hafi útvegað sér öll tilskilin leyfi til byssueignar. - gb Ný aðferð við bílasölu: Riffill fylgir í kaupbæti SAMFÉLAGSMÁL „Ég er mjög bjartsýnn á að fundin verði lausn og fullviss um að Sunda- búð verði ekki lokað.“ Þetta segir Ólafur Ármannsson frá Vopnafirði, sem ásamt Unu B. Jónsdóttur afhenti í gær heilbrigðisráðherra og þing- mönnum Norðausturkjördæmis mótmæli 400 Vopnfirðinga vegna boðaðrar lokunar legudeildar innar Sundabúðar. Þar búa ell- efu eldri borgarar sem flytja átti til Egils- staða eða Seyðisfjarðar. Ólafur segir stjórnmálamennina hafa gefið til kynna að góð lausn fyndist. Þeir sæju að sökum aðstæðna, ekki síst land- fræðilegra, gengju þessi áform ekki upp. - bþs Vopnfirðingar héldu ánægðir heim af fundi með ráðherra og þingmönnum: Gamla fólkið verði ekki sent í burtu KYNNTU MÁLSTAÐINN Þingmenn Norðausturkjördæmis og heilbrigðisráð- herra tóku í gær við mótmælum 400 Vopnfirðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.