Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2010 13 Samtök iðnaðarins efna til umræðufundar föstudaginn 19. nóvember 2010 kl. 13:00-15:45 Hilton Reykjavík Nordica Hotel Kaffihlé - Tækifæri í atvinnulífinu kynnt í máli og myndum Katrín Júlíusdóttir Katrín Jakobsdóttir Guðbjartur Hannesson Svana Helen Björnsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Sveinbjörn Höskuldsso Ari Kristinn Jónsson Björn Zoëga Þorsteinn Ingi Sigfússon Íslands Nýsköpun alls staðar – tækifærin í fjárlagafrumvarpinu Fundarstjóri: Davíð Lúðvíksson Kynning á ÁRI NÝSKÖPUNAR - Klasar og samstarfsvettvangar – samstarfsform opinberra aðila og fyrirtækja í anda Michaels Porter Fjárlagafrumvarpið 2011 – er hægt að bæta þjónustu og árangur fyrir minna fé? Felast tækifæri til nýsköpunar og efnahags- þróunar í fjárlagafrumvarpinu 2011? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA HEILBRIGÐISMÁL Dong Fang Salon – nudd- og snyrtistofa hefur fengið áminningu frá Heilbrigðis eftirliti Reykjavíkur eftir að hafa ekki orðið við ítrekuðum kröfum um úrbætur vegna brota á reglugerð um hollustuhætti á sund- og bað- stöðum í rekstri sundlaugarinnar á Hótel Loftleiðum. Félagið hefur allar götur frá 3. júní hunsað að gera örygg- isáætlun um hvernig eigi að tryggja öryggi gesta, útbúa hreingerningar áætlun fyrir sundlaugarsvæðið, lagfæra raka- skemmdir í hvíldar herbergjum endurnýja slitnar flísar og yfir- fara festingar á gufubaðsbekkj- um. - gar Hótellaugin á Loftleiðum: Hunsa tilmæli um úrbætur HÓTEL LOFTLEIÐIR Viðhald og öryggis- áætlun vantar fyrir sundlaugina. ALÞINGI Eygló Harðardóttir, þingmaður úr Framsóknar- flokki, er for- maður nýrrar nefndar sem Árni Páll Árna- son, efnahags- og viðskipta- ráðherra, hefur skipað til að kanna forsend- ur verðtrygg- ingar á Íslandi. Nefndin er skipuð í framhaldi af samþykkt Alþingis um að láta meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, án þess að fjármálastöðugleika sé ógnað. Auk formannsins og fulltrúa fjármálaráðuneytisins eiga allir þingflokkar fulltrúa í nefndinni. Nefndin á að skila áliti og tillög- um í lok árs. - pg Eygló Harðardóttir formaður: Nefnd meti kosti og galla verðtryggingar EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Vilja klór og vatn í laugina Íbúar á Hólum í Hjaltadal, Starfs- mannafélag Hólaskóla og Nemenda- félag Hólaskóla hafa óskað eftir því við sveitarfélagið Skagafjörð að styrkja rekstur sundlaugarinnar á Hólum yfir vetrarmánuðina með fjár- framlagi sem dugi fyrir kostnaði við kaup á laugarvatni og klór. Upphæðin er 1,2 milljónir króna fyrir veturinn. SKAGAFJÖRÐUR BRETLAND, AP Bretar fylgdust spenntir með þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, unnusta hans til margra ára, skýrðu frá trúlofun sinni í gær. Tíðindin kættu þjóðina og for- eldrar unnustunnar, þau Carole og Michael, sögðust ákaflega ánægð með að fá prinsinn í fjölskylduna. Vilhjálmur bar fram bónorðið þegar þau voru á ferðalagi í Keníu í síðasta mánuði og gaf henni trúlofunarhring sem móðir hans, Díana prinsessa, hafði átt. Stefnt er á hjónaband næsta vor eða sumar, og eiga Bretar þá líklega von á stærstu brúðkaupsathöfn þjóðarinnar síðan Díana giftist Karli prins árið 1981. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að þegar tíðindin af trúlofuninni hafi borist inn á ríkis- stjórnarfund hafi þeim verið tekið af miklum fögnuði og ráðherrarnir barið mikið í borðin til að lýsa ánægju sinni. Ekki veitir af ánægjulegum tíðind- um í Bretlandi, nú þegar efnahags- ástandið er heldur bágborið og fréttir berast helst af niðurskurði og óvissu um framtíðina. - gb Bretar fagna ánægjulegum tíðindum frá bresku konungsfjölskyldunni: Vilhjálmur og Kate ganga í það heilaga VILHJÁLMUR PRINS OG KATE MIDDLETON Skýrðu opinberlega frá trúlofun sinni í gær. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Bandaríski full- trúadeildarþingmaðurinn Charl- es Rangel hefur gerst brotlegur í ellefu atriðum við siðareglur þingsins, meðal annars með því að nota bréfsefni þingsins og starfslið til að afla fjár til skóla sem nefndur er eftir honum. Rangel er áttræður og hefur í fjörutíu ár verið fulltrúi Demó- krataflokksins fyrir Harlem- hverfið í New York. Niðurstaðan þykir áfall fyrir flokkinn, sem tapaði meirihluta sínum í deild- inni í byrjun mánaðarins. - gb Bandarískur þingmaður: Þverbraut siða- reglur þingsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.