Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 26
Jólakort MS félagsins í ár er skreytt lista- verki eftir Karolínu Lárusdóttur sem ber nafnið Þreyttir englar. Kortin fást á skrifstofu félagsins en einnig hjá sölumönnum um allt land. Nánari upplýsingar í síma 568 8620. „Kertagerð er í sjálfu sér einföld og í rauninni þarf lítið meira en það sem finnst í venjulegum eld- húsum,“ útskýrir Helga Björg Jónasdóttir vöruhönnuður, en hún heldur námskeið í kertagerð á kertaverkstæði sínu Vaxandi á Seltjarnarnesi. „Grunnnámskeiðin byggi ég þannig upp að fólk verði sjálf- bjarga með að steypa kerti heima. Við steypum þrjú til fjögur mis- munandi kerti á námskeiðinu þar sem farið er í gegnum helstu grunnatriði í kertagerð og það sem gott er að hafa í huga,“ segir Helga. „Fólk þarf til dæmis að muna að hita vaxið í vatnsbaði en ekki beint á hellunni.“ Í næstu viku hefjast einnig námskeið í jólakertagerð sem fólk gæti nýtt til gjafa eða til að lýsa upp heimilið á aðventunni. Helga segir fólk gjarnan leita eftir því sama fyrir jólin. Jólaeplakertin séu til dæmis alltaf vinsæl, og einnig þriggja arma kóngakertin. „Ég hef líka verið að steypa greni inn í kertin en við munum fara yfir sitt lítið af hverju.“ Helga lærði kertagerð í Eng- landi. Í framhaldinu stofnaði hún kertaverkstæði sitt Vaxandi og hefur haldið tugi námskeiða, meðal annars hjá Mími símenntun. „Ég setti mig í samband við kertagerðarmeistara í Englandi sem tók mig í einkatíma. Ég hef verið með verkstæðið í rúm tíu ár og er alveg orðin vaxhúðuð eftir allan þennan tíma,“ segir Helga hlæjandi. „Þetta er líklega 21. önnin sem ég held námskeið hjá Mími og mörg hundruð manns hafa farið gegnum námskeið hjá mér. Vertíðin er alltaf mest fyrir jólin.“ Hjá Helgu í Vaxandi er einnig hægt að kaupa vax, mót, ilm og liti og fleira til kertagerðar. Nán- ari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www. vaxandi.is þar sem einnig er hægt að skrá sig á nám- skeiðin. heida@frettabladid.is Auðvelt í eldhúsinu heima Kertaljós tilheyra aðventunni og gaman er að lýsa upp heimilið með heimatilbúnum kertum. Helga Björg Jónasdóttir vöruhönnuður heldur námskeið í kertagerð á verkstæði sínu Vaxandi. Kerti eru ómissandi á aðventunni. Sérstök námskeið í jólakertagerð fara fram hjá Vaxandi eftir helgina. Helga Björg Jónasdóttir vöruhönnuður hefur haldið námskeið í kertagerð í rúm tíu ár á verkstæði sínu Vaxandi á Seltjarnarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐ BJÓÐUM BETUR SANNKALLAÐ JÓLAVERÐ Á ÖLLUM INNRÉTTINGUM LÁTTU REYNA Á ÞAÐ HERRA- KULDASKÓR Úrval af herrakuldaskóm úr leðri, fóðruðum með lambsgæru. Stærðir: 41 - 47 Verð: 23.700.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF FRÆGA FÓLKINU m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.