Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Frá Aristótelesi til Ásdísar Ránar Nýja tilvitnanabókin eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur hefur að geyma á fimmta þúsund tilvitnanir víða að úr heiminum og frá umliðnum 3000 árum – frá Grikkjum fornaldar til stjarnanna í dægurheimi samtímans. Tilvitnanirnar eru af ýmsum toga – úr ræðum og ritum, fagurbókmenntum og öðrum bókmenntum, íslenskum og erlendum. Þeim er raðað upp í aðgengilega efnisflokka sem auðveldar lesandanum að finna tilvitnun fyrir sérhvert tilefni. Í snjallyrðunum er fólgin lífsspeki aldanna, jafnt sem kaldhæðni nútímans; í stuttri setningu er oft fólgin meiri viska, hvassari ádeila eða dýpri mannúð en í langri ræðu. Nýja tilvitnanabókin er handhægt uppflettirit sem gott er að grípa til við öll tækifæri. Hvað merkja draumar þínir? Veröld hefur gefið út Nýju draumaráðn- ingabókina eftir Símon Jón Jóhannsson. Í Nýju draumaráðningabókinni er að finna greinargóðar skýringar á um tvö þúsund draumtáknum sem raðað er upp í mismu- nandi efnisflokka. Fjallað er um draumtákn úr ýmsum áttum, m.a. tengd húsum og híbýlum, líkamanum, hlutum í daglegu lífi, mat og drykk, mannanöf- num og kynlífi svo eitthvað sé nefnt. Þá er gerð grein fyrir ýmsum nútíma draumtáknum, meðal annars varðandi tölvur og tækni. Í inngangi hvers kafla er að finna leiðbeiningar um það hvernig lesandinn getur sjálfur lært að skilja mismunandi boð sem draumarnir færa honum. Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur hefur áður ritað ýmsar bækur um drauma og drau- maráðningar. Nýja draumaráðningabókin er aðgengilegt uppflettirit, nútímaleg fróðleiksnáma fyrir unga sem aldna – nauðsynleg bók á hverju heimili! Tvær bráðskemmtile- gar barnabækur! Fyrst kom “Ojbara, varstu að freta Fróði?” sem sló eftirminnilega í gegn hjá íslenskum börnum. Nú snýr Fróði aftur í jafnvel enn skemmtilegri bók eftir David Roberts. En mun hann nokkurn tíma geta látið af öllum sínum ósiðum? Hrikalega fyndin bók sem sópað hefur að sér fjölda verðlauna erlendis. Má ég kíkja í bleyjuna þína? er bráðskemmtileg myndabók með flipum um hrikalega forvitna mús eftir Guido van Genechten. Músi verður að skoða allt sem hann sér, jafnvel bleyjur vina sinna. Hann kannar málið hjá Héra, Geitu, Voffa, Kusu, Fáki og Svínku. En þegar þau vilja líka fá ða sjá hvað er í bleyjunni hans verða þau heldur en ekki hissa! Í barnasögunni Spóa eftir Ólaf Jóhann Sig- urðasson segir frá íslenskum spóa sem finnst fínna að kalla sjálfan sig Filippus aðhætti erlendra stórhöfðingja og þykist öðrum spóum gáfaðri og menntaðri. Hannleggur upp í mikla reisu til að finna sér konuefni við hæfi og hefst þá kostuleg atburðarás! Spói kom upphaflega út árið 1962 en hefur nú verið endurútgefinn í nýjum og glæsilegum búningi. Bókina prýða fallegar myndir af fuglum í náttúru Íslands eftir Jón Baldur Hlíðberg og henni fylgir geisladis- kur með lestri Ólafíu Hrannar Jónsdóttur á sögunni. Kolbrún Bergþórsdóttir spurði í Morgunblaðinu á dögunum: „Og hvernig hefur þessi gamli gimsteinn elst? Hann ljómar enn, takk fyrir!“ svarar hún og bætir því við að ástæða sé til að fagna endurútgáfu bókarina, hrósar stíl Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, myndum Jóns Baldurs og lestri Ólafíu Hrannar. „Lesendur geta ekki verið annað en ánægðir.“ „Lesendur geta ekki verið annað en ánægðir“ Þór – Leyndarmál guðanna eftir Friðrik Erlingsson er hörkuspennandi saga fyrir unga lesendur. Bókin er gefin út í samvinnu við íslenska kvikmyndafyrirtækið CAOZ, sem vinnur nú að gerð al- þjóðlegrar tölvuteiknimyndar um þrumuguðinn Þór. Myndin verð- ur í þrívídd, kostar á annan millj- arð króna í framleiðslu og er ekk- ert til sparað. Fyrir tveimur árum kom út bókin Þór – í Heljargreip- um sem Friðrik byggði á handriti myndarinnar. Þór – Leyndarmál guðanna er hins vegar sjálfstætt framhald hennar og er nýja bókin jafnvel enn fjörugri og frískari en sú fyrri. Þór þeytist um heim- inn frá morgni til kvölds að sinna skyldum sínum við guði og menn, í von um að faðir hans vígi hann endanlega inn í goðheima. Gömlu guðirnir eru hins vegar fullir öf- undar yfir vinsældum Þórs og reyna að losa sig við hann. ÆSISPENNANDI ATBURÐARÁS Af stað fer æsispennandi atburða- rás þar sem hin illu öfl notfæra sér veikleika Þórs og fyrr en varir er allt líf í mannheimum og goðheim- um í uppnámi. Loki vill tortíma Þór með aðstoð jötna og fær óvæntan liðsauka þegar sjálfur Surtur, lá- varður logans, telur sig eiga harma að hefna gegn hinum hálfmennska guði. Þór þarf að kljást við öfluga og næstum ósigrandi óvini – og um leið sjálfan sig og breyskleika sinn. Friðrik Erlingsson sló eftirminni- lega í gegn með margverðlaunaðri sögu sinni Benjamín dúfu. Bók hans Þór – Í heljargreipum hlaut frá- bærar viðtökur. Hér er menningar- arfur þjóðarinnar tekinn til kost- anna, goðafræðin túlkuð á lifandi og spennandi hátt og matreidd fyrir lesendur á aldrinum 8-13 ára. Menningararfurinn tekinn til kostanna Þór þeytist um heiminn frá morgni til kvölds að sinna skyldum sínum við guði og menn. MYND/BJARTUR VERÖLD Friðrik Erlingsson matreiðir goðafræð- ina á spennandi hátt fyrir unga lesendur í bók sinni Þór – Leyndarmál guðanna. Skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, Útlagar, hefur vakið mikið umtal og athygli enda er hér fjallað um viðkvæma tíma í sögu Íslands. Margir telja sig sjá ákveðnar fyrirmyndir í bók Sigur jóns, Útlagar, en í henni segir frá ungum íslensk- um sósíalistum sem halda til náms í Austur-Þýska- landi um miðjan sjötta áratuginn. Þar eystra bíður þeirra annar veruleiki en marga dreymir um. Einn þeirra dregst gegn vilja sínum inn í pólitískar vær- ingar og verður ástfanginn af konu sem lífið hefur leikið grátt. Sigurjón lýsir lífinu austan járn- tjalds af miklu innsæi og er ljóst að hann hefur haft góða heimildar- menn þegar hann setti sig inn í aðstæður hinna ungu Íslend- inga eystra. Bókin er vissulega byggð á sögulegum staðreynd- um, en fyrirmyndir eru margar og atburðum fléttað saman eftir skáldskaparins reglum. Þá er bókin öðrum þræði Reykjavíkur- saga þar sem hann lýsir lífinu í borginni á sjötta áratugnum. Þetta er dramatísk skáld- saga um leit ungs fólks að ást og sjálfstæði, en dimmir skuggar hryllilegrar styrjaldar í Evrópu og hatrammra átaka á Íslandi voma yfir, sagan er áhuga- verð og dramatísk og gamlir tímar lifna við á síðum bókarinnar. Sigurjón Magnússon hefur á liðnum árum sent frá sér verk sem vakið hafa mikla athygli og fengið lofsamlega dóma. Þeir sem lesið hafa Útlaga eru á einu máli um að þetta sé veigamesta skáldsaga Sigurjóns. Sögulegar staðreyndir í magnaðri skáldsögu Sigurjón Magnússon hefur á liðnum árum sent frá sér verk sem fengið hafa lofsamlega dóma. Lesendur eru á einu máli um að Útlagar sé veigamesta skáldsaga Sigurjóns Magnús- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.