Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 36
 17. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● bækur ● HITLER BRENNDI 100 MILLJÓNIR BÓKA Bókabrennur hafa verið stundaðar í gegnum söguna. Einna þekktustu bókabrennur heims fóru fram í seinni heimsstyrjöldinni í Þýskalandi, í valdatíð Adolfs Hitler. Hitler lét brenna um hundr- að milljón bækur, eða eyði- leggja á annan hátt, á tólf ára valdatíð sinni. Á eldinn var til dæmis kastað verkum Hein- richs Heine, þýsks skálds frá upphafi 19. aldarinnar. Árið 2006 brenndu kristilegir demókratar bók Dans Brown, Da Vinci Code, en þeir sögðu bókina árás á kristna trú. Kristilegir demókratar á Ítalíu brenna Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown árið 2006. ● BARNABÓK OBAMA Of Thee I Sing: A Letter to my Daughters, ný barnabók eftir Barack Obama Bandaríkjaforseta, kom í verslanir vestan- hafs í vikunni. Bókin er prentuð í hálfri milljón eintaka og í tilkynningu út- gefandans, Random House, segir að dætur forsetans, Sasha og Malia, hafi orðið honum hvatning til að skrifa bókina. Bókinni er lýst sem „óði til þrettán frum- kvöðla í bandarísku samfélagi og þeirra hug- sjóna sem skapað hafi þjóðina – frá myndlist Georgiu O‘Keefe til hugrekkis Jackie Robinson og föðurlandsástar George Washington“. Handritið var tilbúið til útgáfu áður en Obama tók við embætti árið 2009, að því er segir í tilkynningu útgefanda. ● ÆVISAGA MICHAELS CAINE Breski leikarinn Michael Caine hefur skrifað ævisögu sína og kom bókin, The Elephant to Hollywood, út um mánaða- mótin september/október. Þar lýsir Caine ævi sinni, allt frá barnæskunni í fátækrahverfinu Elephant & Castle í London til sigranna í Hollywood. Maurice Micklewhite, eins og Caine heitir í raun og veru, lítur yfir líf sitt og ferilinn sem spannar fimm áratugi og hefur aflað honum Óskarsverðlauna í tvígang, riddaratign og stöðu goðsagnar í Hollywood. Hann talar um kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í, stjörnurnar sem hann hefur leikið með og það sem gerist bak við tjöldin í draumaborginni Hollywood, þar sem hann hefur búið síðustu áratugina þótt hann haldi því fram að hjarta hans tilheyri og muni alltaf tilheyra Englandi. Það er útgáfufyrirtækið Hodder & Stoughton Ltd. sem gefur bókina út. Michael Caine fer yfir ferilinn í nýju sjálfsævisögunni The Elephant to Hollywood. ● ÁTJÁNDA BÓKIN UM KAY SCARPETTA Glæpa- sagnadrottningin Patricia Corn- well hefur sent frá sér nýja sögu þar sem réttarmeinafræðingur- inn Kay Scarpetta er í aðalhlut- verki. Bókin nefnist Port Mort- uary og dregur nafn sitt af lík- húsinu í Dover Port þar sem Scarpetta leggur stund á „sýndar krufningar“, nýja að- ferð við krufningar sem talið er að muni valda byltingu í réttar- meinafræði. Ekki líður á löngu þar til ungur maður finnst látinn skammt frá heimili hennar og við rannsókn kemur í ljós að hann muni hafa verið á lífi þegar hann var fluttur í líkhúsið og settur í kæli. Scarpetta notar nýju tæknina til að finna innri áverka og er innan tíðar komin í æsilegan eltingaleik við slægari og grimmari morðingja en nokkru sinni fyrr. Bækur Cornwell hafa notið mikilla vinsælda um heim allan undanfarinn áratug og nokkrar þeirra fást í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. - fsb Patricia Cornwell Við erum í hátíðarskapi og verðum með eftirfarandi tilboð í Glæsibæ og á Dalvegi fimmtudag, föstudag og laugardag 18.—20.nóv.: með öllum vefjum Nýju bökurnar okkar: Bleika bakan, Mexíkóbaka og Gríska gyðjan Afsláttarkort gilda ekki þessa daga, eingöngu auglýst tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.