Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN 17. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR8 V I Ð H O R F Í síðustu viku kviknaði dálítil umræða um samfélagslega ábyrga banka í tengslum við þing Norðurlanda ráðs. Þar voru þremur litlum og sérhæfðum bönkum veitt verðlaun fyrir sjálf- bæra bankastarfsemi. Bankar villtust dálítið af leið á síðustu árum og þurfa nú að rétta sig af. Fjármálaþjónusta fólst upp- haflega m.a. í því að greiða fyrir viðskiptum, draga úr áhættu og óöryggi, og veita stuðning á erf- iðum tímum. Með þessari nálgun tókst að byggja upp auðæfi og vel- ferð í aldanna rás. Á síðustu árum misstu menn að stórum hluta sjónar á þess- ari sýn. Nú þarf fjármálageir- inn að bindast raunhagkerfinu aftur og hverfa frá því gervihag- kerfi sem byggt var upp. Bankar þurfa að hyggja að upprunalegu hlutverki sínu sem er að greiða fyrir viðskiptum í raunhagkerf- inu og byggja á gegnsæi, áreiðan- leika og einfaldleika. Fjármála- fyrirtækin þurfa að ganga lengra í að sýna samfélagslega ábyrgð en áður, sýna samfélaginu virð- ingu og viðfangs efnunum auð- mýkt. Það er besta leiðin til þess að endurvinna orðspor heiðar- leikans í augum viðskiptavina. Fyrir starfsemi af þessu tagi var verið að verðlauna norrænu bankana þrjá. TRAUST HEFUR EKKI SKAPAST Hér fóru þrír stórir bankar á hausinn. Þeir hafa ekki stundað venjulega starfsemi síðan. Aðrir bankar voru stofnaðir á grunni þeirra en samt er umræðan eins og föllnu bankarnir starfi allir enn. Ekki hefur tekist að búa til skil á milli gamla kerfisins og þess nýja og ekki hefur tekist að skapa traust á nýju fjármála- kerfi. Kannanir sýna að einung- is 3% þjóðarinnar treysta fjár- málakerfinu, og 6% Fjármála- eftirlitinu. Til þess að við getum byggt upp eðlilegt samfélag aftur skiptir miklu að fólk geti treyst fjármálakerfinu. Íslenska bankakerfið lék marga grátt og allt frá hruninu hefur verið unnið að því að bæta þar úr. Flestum hefur þótt ganga hægt. Margir hafa tilhneigingu til þess að varpa allri ábyrgð í þessum efnum á nýju bankana. Enginn deilir um að gömlu bank- arnir og stjórnendur þeirra bera mikla sök, en að benda sífellt á nýju bankana sem blóraböggla er ekki mjög uppbyggjandi. BENT Á BANKA Undanfarið hefur það einkennt stjórnmálaumræðu hér á landi að menn grípa til þess í árangurs- leysinu að benda á eitthvað annað til þess að bæta sitt eigið böl. Yfirleitt er bent á bankana. Það var t.d. ekki hægt að skilja for- sætisráðherra öðruvísi í stefnu- ræðu hennar, en að það væri fyrst og fremst bönkunum um að kenna að lítill árangur hefði náðst í skuldaaðlögun einstakl- inga. Þegar betur var að gáð höfðu bankarnir hleypt mun fleirum í gegn en aðrir og stærstu hindran- irnar var að finna hjá opinberum aðilum. Stjórnmálamenn staglast í sífellu á samskiptum við bank- ana í sambandi við lausn húsnæð- islánavanda þegar allir vita að Íbúðalánasjóður á mikinn meiri- hluta skuldanna. Einblínt hefur verið á bankana í sambandi við uppboðsbeiðnir þegar tölur sýna að Íbúðalánasjóður og tryggingar- félög eiga stærri hlut að máli. Það er auðvelt og vænlegt til vinsælda að kenna bönkunum sífellt um. TILTRÚ VERÐUR AÐ SKAPAST Það skiptir miklu fyrir framtíðar- uppbyggingu íslensks samfélags að fólk öðlist tiltrú á fjármála- kerfið. Sú tiltrú skapast aldrei ef sífellt er verið að tala bank- ana niður. Neikvætt umtal bitn- ar reyndar mest á stóru bönkun- um, kannski vegna þess að for- verar þeirra eru taldir hafa átt mesta sök á vandamálum fólks og fyrirtækja. Að mínu mati eru nýju bankarnir að ósekju látnir bera sök forvera sinna og þeir fá í engu að njóta þeirra breytinga sem gerðar hafa verið í starfsemi þeirra og starfsháttum. Þar sem ég þekki best til, í Landsbankan- um, hefur t.d. verið skipt alger- lega um stjórnendur og mikið starf unnið meðal starfsmanna við að færa starfshætti og að- ferðir til betri vegar. Kannski hefði mátt kynna þessar breyt- ingar betur eða sýna þær í verki, en umræðan er samt eins og ekk- ert hafi gerst. Jafnvel ráðamenn tala áfram um nýju bankana, sem þeir eiga að hluta, eins og þar sé um gömlu bankana að ræða. SANNGIRNI SÉ GÆTT Ég held því ekki fram að fjármála- starfsemi hér á landi sé hafin yfir gagnrýni eða nýju bankarnir séu fullkomnir, þeir geta enn bætt sig að mörgu leyti. Það er hins vegar mikilvægt að menn gæti sín í um- ræðunni og að meiri sanngirni sé gætt ef endurvekja á traust á ís- lensku fjármálakerfi. Það geng- ur ekki til lengdar að alltaf megi böl bæta með því að benda á eitt- hvað annað. Það er ljóst að a.m.k. sumir bankanna hafa sýnt vilja til þess að haga starfsemi sinni með öðrum hætti, kannski eitthvað í áttina til norrænu bankanna sem nefndir voru í upphafi. Það væri nær að hvetja íslenska banka til þess að halda áfram á réttri leið í stað þess að vera sífellt að hall- mæla þeim fyrir verk sem þeir bera í reynd enga ábyrgð á. Um traust og samfélagslega ábyrga bankastarfsemi O R Ð Í B E L G Ari Skúlason framkvæmda- stjóri Landsvaka hf. Í N Æ R M Y N D Steinþór Pálsson settist í stól bankastjóra Landsbankans í sumar eftir að hafa verið valinn úr hópi 42 umsækj- enda. Hann er ekki ókunnug- ur bankageiranum þar sem hann vann frá 1986 til 2000 hjá Verzlunar bankanum og síðar Íslandsbanka. Eftir það starfaði hann hjá líftækni- fyrirtækinu Urði Verðandi Skuld í rúmt ár þar til hann gekk til liðs við Actavis. Hjá Actavis var hann fram- kvæmdastjóri á Möltu, í Bandaríkjunum og síðustu tvö árin á Íslandi áður en hann gekk til liðs við Lands- bankann. Steinþór fæddist á Reykja- nesi við Ísafjarðardjúp, þar sem foreldrar hans sinntu skólastjórn og kennslu við héraðsskólann, og þar ólst hann upp til sex ára aldurs, þegar fjölskyldan flutti í Mosfellssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1980, prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og MBA-námi frá Edinborgar háskóla árið 1995. Hann er kvæntur Áslaugu Guðjónsdóttur og eiga þau tvær dætur. Áslaug segir Steinþór alltaf hafa unnið mikið, en reynt að gefa sér tíma fyrir fjölskylduna og áhugamál sín, sérstaklega golf. Frítíminn hafi þó verið af skornum skammti undan- farið eftir að hann tók við stjórn Lands bankans. „Hann er eigin lega búinn að vera að vinna allan sólarhringinn síð- ustu fjóra mánuðina,“ segir hún. Samstarfs menn Steinþórs kunna vel að meta stjórnunar- stíl hans og segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafull- trúi Landsbankans, að hann sé sérlega öflugur, en sann- gjarn stjórnandi. „Hann er gríðarlegur vinnuþjarkur, fljótur að hugsa og óhræddur við að framkvæma. Svo er mottó hjá honum að bestu rökin eigi að ráða för hjá bankanum. Hann tekur því þess vegna mjög vel ef menn tefla fram andstæðum rökum.“ Einn besti vinur Steinþórs er Eyjólfur Jónsson, en þeir hafa verið vinir allt frá bernsku árum í Mosfellssveit. Eyjólfur segir að Steinþór sé ákaflega hress og skemmtilegur. Hann sé harð- duglegur, samvisku samur og framtakssamur sem sést vel þegar hann hefur tekið að sér að skipuleggja uppá komur í vinahópnum. „Þá er mikið um að vera. Hann skipuleggur göngutúra og útilegur og þess háttar.“ Steinþór Pálsson bankastjóri FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.