Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 48
 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR20 Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri boða til fyrsta jafnréttistorgs vetrarins kl. 12 á hádegi í dag í Sólborg við Norðurslóð. Hjálmar Gunnar Sigmarsson, MA í mannfræði og sérfræðing- ur á Jafnréttisstofu, mun segja frá störfum sínum hjá UNIFEM í Bosníu og Herse- góvínu. Í erindi sínu mun Hjálmar lýsa reynslu sinni í Bosníu og varpa ljósi á hvernig það var að vinna að þróunar málum í landi sem á flókna sögu og lifir við erfitt stjórnmála- ástand. Einnig mun hann fara yfir stöðu jafnréttis- mála þar í landi og þau verk- efni sem hafa verið í gangi síðan skrifstofa UNIFEM var opnuð þar árið 2008. Hjálmar útskrifaðist sem MA í mannfræði frá Háskóla Íslands vorið 2006. Hann hefur unnið að jafnréttis málum síðan 2003 og hóf störf sem sérfræð- ingur á Jafnréttisstofu 2007. Undanfarin tvö ár hefur Hjálmar unnið á vegum Friðargæslunnar, sem jafn- réttisráðgjafi hjá UNIFEM í Bosníu og Hersegóvínu. Fyrirlestur Hjálmars er haldinn í stofu N102 í Sól- borg. Jafnréttistorg í Sólborg HJÁLMAR GUNNAR SIGMARSSON flytur erindi um jafnréttismál í Bosníu og Hersegóvínu í dag klukkan 12 í Sólborg. Veitt var úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdótt- ur í gær. Alls hafa 36 manns hlotið styrk úr sjóðnum. Styrkveiting úr Minningar- sjóði frú Stefaníu Guð- mundsdóttur fór fram í gærkvöldi í sal Iðnó. Guð- jón Davíð Karlsson leikari og Filippía Elísdóttir bún- ingahönnuður hlutu styrk- veitingu að þessu sinni úr sjóðnum. Minningasjóður frú Stef- aníu Guðmundsdóttur var stofnaður árið 1938 af hjón- unum Önnu Borg og Poul Reumert. Var sjóðurinn stofnaður til að efla íslenska leiklist og heiðra um leið minningu Stefaníu Guð- mundsdóttur, móður Önnu Borg. Stefanía Guðmunds- dóttir var ein fremsta leik- kona Íslands um sína daga og jafnframt einn helsti burðarás Leikfélags Reykja- víkur. Fyrsti styrkur úr sjóðn- um var veittur árið 1970, og að þessari úthlutun með- talinni hafa alls 36 manns, sem tengjast leiklist, hlot- ið styrk en styrkþegarnir voru tveir að þessu sinni. Við sama tækifæri var heimasíða minningasjóðs- ins, www.stefaniusjodur.is, formlega opnuð og er þar hægt að finna upplýsingar um sögu sjóðsins, styrkþega og fleira. Styrkveiting úr Stefaníu- sjóði Í tilefni minningardags transfólks, Transgender day of remembrance, hefur Q – félagi hinsegin stúd- enta, hlotnast sá heiður að fá Uglu Stefaníu Jónsdótt- ur til að deila reynslu sinni með nemendum Háskóla Íslands í stofu 220 í aðal- bygg- ingu Háskól- a n s á morgun klukkan 11.30. Ugla er for- maður Samtakanna ‘78 á Norðurlandi og hefur á síðasta ári verið áberandi í fjölmiðlum og samfé- lagsumræðunni, þar sem hún ræðir hispurslaust um kynleiðréttingarferli sitt og hvernig það er að vera transstúlka á Íslandi í dag. Býður Q nemendur og kennara hjartanlega vel- komna til að hlusta á frá- sögn Uglu, en að erindi loknu mun Ugla og stjórn Q sitja fyrir spurningum. Aðgangur er ókeypis og opinn fyrir alla. Heimild: www.hi.is Lífsreynsla transstúlku Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurbjörn Þorsteinsson Hellulandi, Langanesbyggð, sem lést á Dvalarheimilinu Kjarnalundi föstudaginn 12. nóvember, verður jarðsettur frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Einar Sigurbjörnsson Þorsteinn Sigurbjörnsson Stefán R. Sigurbjörnsson Sigríður M. Hlöðversdóttir Guðrún Sigurbjörnsdóttir Sigurjón Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Guðrún Andrésdóttir Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landakotsspítala 10. nóvember sl. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 18. nóvember kl. 13.00. Áslaug Ásmundsdóttir Gunnlaugur S. Gíslason Ásdís H. Ásmundsdóttir Bergur J. Hjaltalín Andrés Ásmundsson Erna D. Stefánsdóttir Rúnar Þór Halldórsson Hrafnhildur Þórðardóttir Gunnar Þór Halldórsson Inga Dóra Ingvadóttir Halldór Örn Rúnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát okkar ástkæru Maríu Stefaníu Björnsdóttur Lækjasmára 2 í Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Aðalsteinn Guðlaugsson Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir Bjarni Ragnarsson Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir Óskar Sverrisson Guðný Hafsteinsdóttir Jóhann Sveinsson Sigurður Hafsteinsson Svava Aldís Viggósdóttir Júlíus Geir Hafsteinsson Margrét Guðmundsdóttir Þröstur Hafsteinsson Hrafnhildur Karlsdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur og vinur, Sigurjón Guðmundsson Vesturbergi 138, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 15. nóvember. Jarðsett verður í kyrrþey. Oddný Ólafía Sigurjónsdóttir Benedikt Hermannsson Sævar Benediktsson Ástríður Sólrún Grímsdóttir Hermann Benediktsson Þórunn Kristjánsdóttir Rannveig Benediktsdóttir Ómar Garðarsson Kristján V. Halldórsson Elísabet Egilsdóttir Okkar ástkæri Alexander Alexandersson Melalind 8, áður Holtagerði 62, Kópavogi, varð bráðkvaddur að heimili sínu 11. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Hjördís Alexandersdóttir Guðmundur Jón Jónsson Bára Alexandersdóttir Þórarinn Hjálmarsson Erla Alexandersdóttir Sigurður Jón Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega hlýhug og samúð við fráfall Nikulásar Þórðarsonar sem lést 27. október. Karitas systur, Agnes Smáradóttir og starfsfólk Líknardeildarinnar í Kópavogi eiga heiður skilinn fyrir stuðning sinn. Elísabet Berta Bjarnadóttir Halla Nikulásdóttir Svanborg Þórisdóttir Stefán Páll Jónsson Bjarni Þórisson Marta Guðrún Jóhannsdóttir Skúli Eggert Þórðarson Guðrún Þórðardóttir Elísabet Þórðardóttir Kjartan Þórðarson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún H. Ólöf Ólafsdóttir Benitez Svölutjörn 48, Reykjanesbæ, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Robert E. Benitez Stefán Karl Jónsson Helga Róbertsdóttir Sigríður E. Jónsdóttir Ólafur Reynir Svavarsson Friðrik Jónsson Árni Jónsson Christine Jónsson Clara Louisa B. Róbertsdóttir Christina Moore John Moore Kimberly A. Lynch Matthew Lynch barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir: 1390 Skriða fellur á Lönguhlíð ytri í Hörgárdal. Hrafn Bótólfsson lögmaður og fleiri farast. 1558 Elísabet 1. tekur við konungdómi í Englandi og Írlandi eftir hálfsystur sína. 1603 Sir Walter Raleigh er dreginn fyrir rétt í Winchester-kastala ákærður fyrir þátttöku í Maine-samsærinu. 1869 Súesskurðurinn milli Rauðahafs og Miðjarðarhafs er opn- aður. 1912 Íslenska guðspekifélagið er stofnað í Reykjavík. 1913 Morgunblaðið birtir fyrstu íslensku fréttamyndirnar, dúkristur vegna morðmáls í Dúkskoti í Reykjavík. 1938 Vikan kemur út í fyrsta sinn 1962 Samvinnubankinn er stofnaður. 1984 Jón Baldvin Hannibalsson er kjörinn formaður Alþýðu- flokksins 1988 Linda Pétursdóttir er kjörin Ungfrú heimur, átján ára gömul. Kolbeinn Stefánsson, doktorsnemi í félagsfræði við Oxford háskóla og verkefnisstjóri hjá EDDU – öndvegis- setri, heldur á morgun fyrirlestur er nefnist „Við lítinn vog, í litlum bæ. Kynbundin verkskipting fyrir og eftir bankahrun“ í Öskju, stofu 132, frá klukkan 12.25-13.15. Í þessu erindi mun Kolbeinn fjalla um greiningu hans og Þóru Kristínar Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við háskólann í Manchester, á þeim breytingum sem hafa orðið á verkskiptingu kynjanna í kjölfar kreppunn- ar. Um er að ræða niðurstöður úr könnunum Þjóðmála- stofnunar á samspili vinnu og heimilis, kynhlutverkum og kynbundinni verkskiptingu frá árunum 2005 og 2010. Í kynningu á fyrirlestrinum kemur fram að flestar rannsóknir á kreppum hafa verið unnar af hagfræðing- um og sagnfræðingum. Í kjölfar þeirra efnahagsþreng- inga sem nú ganga yfir heiminn hafi félagsvísinda- fólk aftur á móti beint sjónum sínum í auknum mæli að ýmsum félagslegum afleiðingum kreppna. - fsb Við lítinn vog … DOKTORSNEMI Í FÉLAGSFRÆÐI Kolbeinn Stefánsson heldur fyrirlestur um kynbundna verkskiptingu fyrir og eftir hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.