Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 4
4 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 12° 7° 6° 7° 7° 7° 7° 22° 11° 20° 12° 24° -2° 8° 15° 3° Á MORGUN 8-13 m/s, hvassast SA-til. LAUGARDAGUR 8-13 m/s, kólnandi. 0 0 4 1 1 2 4 7 7 5 8 57 7 8 8 12 5 15 8 6 17 13 6 4 23 4 3 0 4 6 4 ÚRKOMULÍTIÐ Á MORGUN Það verður heldur hæg- ari vindur á landinu á morgun og styttir víðast upp en hins vegar verður nokk- uð stíf austanátt og áfram dálítil væta suðaustantil. Svip- aður hiti áfram en fer hægt kólnandi um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Samnings um kaup gjald- eyrissjóðs Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008 er í engu getið í bókum eða fundargerðum sjóðsins frá þeim tíma. Reglum samkvæmt átti að færa alla gerninga sjóðsins í bækur hans í enda hvers dags, enda höfðu þeir alla jafna áhrif á afkomu sjóðsins, sem er uppreiknuð dag- lega. Í þessu til- viki var það ekki gert. Þetta kveikti grunsemdir hjá rannsakendum viðskiptanna um að samningur- inn væri falsað- ur – hann hefði ekki verið gerður fyrr en eftir bankahrun – og var þeim grunsemdum komið áleiðis til embættis sérstaks saksóknara. Tölvupóstsamskipti á milli Saga Capital og Fjármálaeftirlitsins frá 10. september 2008, þar sem vikið er að samningnum, sýna hins vegar að hann var gerður fyrir banka- hrun. Sérstakur saksóknari hefur því ekki tekið meint skjalafals til rannsóknar, ólíkt því sem sagði í frétt Fréttablaðsins í gær. Hann rannsakar hins vegar aðra þætti málsins. Saga Capital lánaði Stím hf. milljarð árið 2007 til kaupa á hluta- bréfum í Glitni. Ári síðar, hinn 18. ágúst 2008, gerði Saga Capital samning við GLB FX um kaup á skuldabréfinu á fullu verði með vöxtum, samtals 1.167 milljónir. Samningurinn var framvirkur til 19. nóvember 2008, sem þýðir að kaupverðið var greitt þá. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna ákveðið var að hafa samn- inginn framvirkan, en ganga ekki einfaldlega frá kaupunum strax. Þegar samningurinn var gerður var virði bréfanna í Glitni orðið lítið sem ekkert, samkvæmt bókum Stíms, og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Það veldur rannsakendum því heilabrotum hvers vegna Glitnir kaus í raun að borga skuld Stíms við Saga Capi- tal án þess að fá nokkuð í staðinn. Þar fyrir utan mátti sjóðurinn ekki reglum samkvæmt fjárfesta í skuldabréfum. Forsvarsmenn Saga Capital hafa fullyrt að ábyrgðin á kaupunum hafi alfarið verið Glitnis. Meira að segja er tekið fram í samningnum um kaupin að Saga Capital viti ekki hvers virði skuldabréfið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, hefur verið yfir- heyrður vegna málsins hjá sérstök- um saksóknara og kynnt þar réttar- staða sakbornings. Hann hefur þó sagt að rannsóknin beinist í engu að honum né Saga. Samkvæmt gögnum sem Frétta- blaðið hefur séð reyndi Saga Capi- tal ítrekað að nálgast upplýsingar um starfsemi Stíms frá Glitni án árangurs. Þá hafi Saga reynt að skipta út stjórnarmanni bankans í Stími og fá félagið fært af heim- ilisfangi bankans, en án árangurs vegna þess að aldrei var boðað til aðalfundar í félaginu. stigur@frettabladid.is Kaup á skuldabréfi aldrei færð til bókar Kaupa gjaldeyrissjóðs Glitnis á skuldabréfi af Saga Capital fyrir rúman millj- arð er hvergi getið í bókum sjóðsins eins og annarra viðskipta. Samningur um kaupin var ósvikinn. Forstjóri Saga er með réttarstöðu sakbornings í málinu. GLITNIR Glitnir bjargaði Saga Capital frá tapi vegna skuldarinnar með því að láta sjóð á sínum vegum kaupa skuldabréfið. Ekki er vitað hvers vegna sú ákvörðun var tekin, eða að hvers frumkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjar- ráð Garðs lýsir yfir stuðningi við ECA-flugþjónustuverkefn- ið og skorar á Ögmund Jónasson samgönguráðherra að veita því brautargengi. Það muni stuðla að fjölbreytni í atvinnusköpun á Suðurnesjum og nýta verðmæti sem liggi í aðstöðunni á Keflavík- urflugvelli. „Undirbúningur verkefnisins hefur lengi staðið yfir og mun skapa vel launuð störf á Suður- nesjum fyrir 100 til 150 manns og að auki allt að 100 störf á fram- kvæmdatíma vegna bygginga flugskýla og aðstöðu fyrir verk- efnið,“ segir í áskorun bæjarráðs sveitarfélagsins Garðs. - gar Garður skorar á ráðherra: Biðja Ögmund að styðja ECA KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Bæjarráð Garðs telur að nýta eigi aðstöðuna fyrir ECA-verkefnið. Guggnaði á Ketilstaðaskóla Sá sem bauð hæst í Ketilstaðaskóla í Mýrdalshreppi í útboði í sumar stóð ekki við tilboðið og sveitarfélagið hefur því óskað eftir því að Ríkiskaup auglýsi skólann aftur til sölu. MÝRDALSHHREPPUR Játar innbrot í hraðbúð Maður, búsettur í Ólafsvík, hefur játað fyrir lögreglu að hafa í tvígang brotist inn í hraðbúðina á Hellissandi í október. Þaðan stal hann vindling- um, skiptimynt og áfyllingarkortum fyrir síma. LÖGREGLUFRÉTTIR FRAMKVÆMDIR Þrátt fyrir alla þá fjölmörgu sex- strendinga sem áttu að þekja tónlistarhúsið Hörpu og reyndust gallaðir stefnir stjórn félags- ins Totusar ohf., fasteignafélagsins sem reisir tónlistarhúsið, á að opna Hörpu á tilsettum tíma í vor. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Totusar, segir að megnið af römmunum muni enda sem hefðbundinn brotamálmur í endur- vinnslu. „Við erum búnir að hafna þessum göll- uðu römmum og ég reikna með því að verk- takarnir sendi þetta í endurvinnslu þar sem þetta verður brætt,“ segir hann. „Það er ljóst að það verður mikið að gera á síðustu mánuðunum í framkvæmdunum, en við stefnum ótrauð á opn- unartímann.“ - sv Framkvæmdir við tónlistarhúsið Hörpu eru á áætlun: Rammar fara í endurvinnslu BROTAMÁLMUR Rammarnir verða sendir í endurvinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Fjölmargar til- lögur um sparnað hjá Kópavogs- bæ komu frá fundarmönnum á íbúafundi í Kópavogi í gær, að því er kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa bæjarins. „Má þar nefna styttingu skóla- ársins, lokun skíðasvæðisins í Bláfjöllun, sameiningu sveitarfé- laga, styttingu grunnskólans um eitt ár, fækkun nefnda bæjarins, styttri vistunartíma leikskóla- barna og endurskoðun samninga við íþróttafélögin,“ segir í til- kynningunni. - gar Sparnaðartillögur í Kópavogi: Vilja sameina sveitarfélög FRAKKLAND, AP Farþegar í flug- vél frá írska lággjaldaflugfélag- inu Ryanair, mest Frakkar á leið heim úr fríi í Marokkó, neituðu að fara frá borði þegar vélin lenti í Liege í Belgíu. Vegna þoku var ekki hægt að lenda í Beauvais í norðan- verðu Frakklandi. Farþegarnir voru margir afar reiðir, hrópuðu ókvæðisorð að áhöfn vélarinnar og sumir hræktu. Farþegar þriggja annarra véla frá Ryanair höfðu þegið boð um rútuferð frá Liege til Beauvais, þangað sem ferðinni var heitið, en þangað er um 330 kílómetra leið. - gb Farþegar mótmæltu þoku: Harðneituðu að fara frá borði RYANAIR Farþegar á leið til Frakklands neituðu að fara frá borði í Belgíu. Murkowski vann í Alaska Demókratinn Lisa Murkowski sigraði í kosningum í Alaska til öldungadeild- ar Bandaríkjaþings. Hún var ekki á kjörseðli, en nógu margir settu nafn hennar á seðilinn til að tryggja henni sigur. BANDARÍKIN Vill ekki banna móðganir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkin and- víg því að bann verði lagt við því að gagnrýna eða lítilsvirða trú annarra, eins og múslimaríki hafa lagt til. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 17.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,0245 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,09 113,63 180,05 180,93 152,77 153,63 20,489 20,609 18,704 18,814 16,284 16,380 1,3565 1,3645 175,27 176,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.