Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 6
6 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR KJÖRKASSINN Læknastö›in, Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Ókeypis heyrnarmæling úrvals heyrnartæki og afbragðs þjónusta! Háskólinn í Reykjavík, Innovit og Landsvirkjun bjóða til hádegisfundar fimmtudaginn 18. nóvember kl. 12:00 –13:00. Dagskrá: Áhrif loftslagsbreytinga á rennsli og nýtingu virkjana Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar Vindorka: Möguleikar á Íslandi Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun Sæstrengur til Evrópu Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar Háspennulínumöstur – ný form – ný efni Eyþór Rafn Þórhallsson, dósent við Háskólann í Reykjavík Fundarstjóri: Gunnar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR. Stund: 18. nóvember kl. 12:00 –13:00. Staður: Háskólinn í Reykjavík, Fönix 1. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. NÝSKÖPUN Í ORKUGEIRANUM DANMÖRK Áætlanir stjórnarflokk- anna í Danmörku um að afnema námsmannastyrki, svokallaða SU- styrki, til erlendra ríkisborgara gætu haft veruleg áhrif á afkomu margra Íslendinga sem sækja þar menntun. Að öllu jöfnu eru SU-styrkir, sem nema um 5.300 dönskum krónum á mánuði fyrir skatt, eða um 110 þúsundum íslenskra króna, ekki ætlaðir erlendum ríkis- borgurum, en undanþágur eru gerðar, til dæmis ef viðkomandi hefur búið í Danmörku í fimm ár eða unnið í landinu um að minnsta kosti tveggja ára skeið. Samkvæmt tölum Lánasjóðs íslenskra námsmanna þáðu 722 íslenskir ríkisborgarar SU-styrk fyrstu níu mánuði ársins. Það er talsverð fjölgun frá fyrra ári þar sem 584 Íslendingar hlutu styrk. Í fréttum danskra miðla segir að um 6.500 útlendingar þiggi SU-styrk og er kostnaður ríkis- ins vegna þess um 300 milljón- ir danskra króna, eða rúmir sex milljarðar íslenskra króna. Þó að stjórnarflokkarnir séu sammála um að fara þetta skref, munu andstöðuflokkarnir senni- lega ekki styðja væntanlegt frum- varp, því að það taki ekki á mál- efnum SU í heild sinni. Er því líklegt að frumvarpið muni taka nokkrum breytingum áður en yfir lýkur. Hjördís Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis, (SÍNE) seg- ist uggandi yfir þessum fréttum og ef af verði muni það jafnvel verða til þess að margir Íslendingar hrökklist úr námi í Danmörku. „Það eru eflaust margir sem hafa farið út til að vinna, gagn- gert til að eiga svo rétt á að fá þennan styrk.“ Hjördís segir þetta vera annað dæmi um það hvernig verið sé að kreppa að íslenskum náms- mönnum í Danmörku, en hún hafi nýlega frétt af einum sem var rukkaður um mjög há skólagjöld, í nám þar sem Íslendingar höfðu hingað til verið undanþegnir skólagjöldum. „Þetta er greinilega einhver opinber stefna því að ég hafði samband við þann skóla og þau sögðu mér að þetta væri sam- kvæmt beinum fyrirmælum frá menntamálaráðuneytinu danska. Í kjölfarið bentum við upplýs- ingaskrifstofu Norrænu ráðherra- nefndarinnar á málið og þar á að kanna það og fara lengra með málið.“ Hjördís segir að SÍNE muni fylgjast með framvindunni. „Við munum fylgjast mjög vel með þessu máli. Allt norrænt samstarf og góðvilji í þessum efnum gæti verið í hættu ef það verður skorið á þetta allt í einu.“ thorgils@frettabladid.is 700 Íslendingar gætu misst námsstyrki Fyrirhugaðar breytingar á námsstyrkjum gætu sett strik í reikninginn hjá hundruðum íslenskra námsmanna í Danmörku. Vilja ekki lengur styrkja út- lendinga til náms. Framkvæmdastjóri SÍNE fylgist grannt með þróun mála. FRÁ ÁRÓSUM Verði af fyrirhuguðum breytingum á SU-styrkjum mun það koma illa við marga íslenska námsmenn í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS ICESAVE „Sósíalistarnir hafa náð saman við stórkapítalistana um tvö verkefni sem þeir vilja vinna að samtímis,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Annars vegar að koma skuldum gjaldþrota banka yfir á íslenskan almenning og hins vegar að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur fái leið- rétt stökkbreytt lán sín í íslensku bönkunum.“ Ummælin féllu í umræðu um Icesave-málið við upphaf þing- fundar í gær. Tilefnið voru ummæli Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, í Ríkisútvarpinu um að óleyst Icesave-deila hefði haft mjög neikvæð áhrif á viðskipta- lífið og ímynd Íslands. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, sagði að þar sem drög að nýjum Icesave- samningi lægju fyrir hefði frést að Moody‘s ætlaði að hækka láns- hæfismat íslenska ríkisins. „Slíkt hefur bein áhrif á fjármögnun- arkostnað íslenskra fyrirtækja,“ sagði hann. Sigmundur Davíð sagði að mikil áróðursherferð væri nú hafin fyrir nýjum Icesave-samningi sem þó væri ekki tilbúinn. Þeir forstjór- ar sem mest hefðu verið á bandi ríkisstjórnarinnar í deilunni létu nú aftur á sér kræla. „Lánshæfis- matsfyrirtækin [eru] meira að segja mætt til leiks í gegnum Samfylk- ingarmanninn á Bloomberg,“ sagði Sigmundur Davíð. „Lánshæfismats- fyrirtækin, sem hafa nákvæmlega engan trúverðugleika lengur.“ Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins, hinn raunverulegi mæli- kvarði á stöðu ríkisins, hefði batn- að og batnað frá því að Icesave- samkomulaginu var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. - pg Sigmundur Davíð í fyrstu Icesave-umræðu haustsins á Alþingi í gær: Sósíalistar og stórkapítalistar hafa náð sátt um tvö verkefni ALÞINGI Aðventan er að nálgast og þingmenn eru farnir að ræða Icesave- málið á nýjan leik, sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, við fyrstu Icesave-umræður haustsins í gær. FJÁRMÁL Íbúðalánasjóður hefur afskrifað tæpa ellefu milljarða króna frá því í hruninu haustið 2008. 8,5 milljarðar eru afskrifaðir vegna kaupa á skuldabréf- um, 2,0 milljarðar vegna vaxtaskiptasamninga og 325 milljónir töpuðust vegna peningamarkaðssjóða. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannes- sonar, félags- og tryggingamálaráðherra, við fyrir- spurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu Íbúðalánasjóðs. Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs var 2,1 prósent um mitt þetta ár en var 7,0 prósent árið 2007. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að stefnt skuli að 5 prósenta eiginfjárhlutfalli sjóðs- ins. „Þetta lítur mjög illa út, ég ætla ekki að hafa stór um það – en ef eiginfjárstað- an er að nálgast núllið og það á eftir að afskrifa, sjá allir í hvað er að stefna,” svarar Guðlaug- ur Þór spurður af visir.is hvort sjóðurinn sé í reynd gjaldþrota. Í Fréttablaðinu í ágúst var haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins að ríkið þyrfti að leggja Íbúðalánasjóði til allt að tuttugu milljarða króna á næstu árum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra staðfestir nú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telji þessa upphæð á þriðja tug milljarða. Guðlaugur Þór telur að meira kunni að þurfa til. „Það hafa verið nefndar tölur allt upp í 40 milljarða króna, það er jafn mikið og íslenska menntakerfið á einu ári. Hér er verið að tala um gríðarlega stórar fjárhæðir,” segir Guðlaugur Þór við visir.is. - gar Íbúðalánasjóður hefur afskrifað ellefu milljarða frá hruni og eigið fé er í lágmarki: Þarf tugmilljarða úr ríkissjóði Ertu búin(n) að setja vetrar- dekk undir bílinn? Já 56,6 Nei 43,4 SPURNING DAGSINS Í DAG Keyptir þú Rauða nef Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna? Segðu þína skoðun á visir.is GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd hafa hafið opinbera saka- málarannsókn á framferði 50 yfirmanna í bönkum sem fóru á hausinn í kreppunni. Hlutverk yfirmanna bankanna hefur verið kannað og urðu þær rannsóknir til þess að málin eru nú orðin að sakamálum. Þetta eru önnur mál en þau einkamál sem höfðuð hafa verið gegn 80 bankamönnum vegna taps sem einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir vegna falls bankanna. - gb Bankahrun í Bandaríkjunum: Bankastjórar rannsakaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.