Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 8
 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Fjarar undan evrunni? Evrópulönd sem hafa evru sem gjaldmiðil sendu í vikunni frá sér yfirlýsingu vegna stöðu Írlands og áréttuðu vilja sinn til að styðja við landið í skuldavanda þess, allt til að tryggja fjármálastöðugleika í evrulöndunum. Umræðan hefur um margt verið á þá lund í vikunni að veru- lega halli á evruna. Þannig sagði Herman Van Rompuy, forseti leið- togaráðs Evrópusambandsins, á mánudag að evrulöndin yrðu að vera samstíga ætti evrusvæðið að lifa af. Á Írlandi hefur umræðan svo verið á þá lund að evran kunni jafnvel að vera að líða undir lok. Gylfi Zoëga, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands, telur þó vand séð að evran sé í miklum vandræðum þótt einstök lönd lendi í vandræðum með bankakerfi sín. Bankavandamálin séu erfið viðureignar en evran virki fremur sem vörn fyrir hagkerfi þeirra við þessar aðstæður en sjálfstætt vandamál. „Ef hún veikist þá er það gott fyrir allar evruþjóðirnar,“ segir hann og bendir á að veikari evra komi til með að efla útflutn- ingsgreinar í skuldsettum evrulöndum og hjálpa til við efnahags- bata þar. Áhugavert verður, að mati Gylfa, að bera saman hvernig Ís l a nd i og Írlandi reiðir af þegar fram í sækir. Staða Íra sé þó betri að því leyti að skuldir þeirra séu ekki verð- tryggðar eins og hér og auk- ist því ekki við veikingu gjald- miðilsins. Um leið sé Írland útflutningsland sem myndi græða mikið á veikingu evrunnar. „En við erum náttúru- auðlindaland sem lítið tekur við sér utan að ferðamönnum fjölgar kannski aðeins.“ Bankavandamál Íra og raunar Spánverja segir Gylfi eiga upp- runa sinn í sprunginni fasteigna- bólu, en vandkvæði Grikklands séu af allt öðrum toga. „Grikkland er með ríkisgeira sem ekki er í lagi,“ segir hann og telur að velta megi því fyrir sér hvort þessi vandræði komi gjaldmiðlinum yfirhöfuð við. „Ef Írar væru með sjálfstæðan gjaldmiðil væru þeir komnir okkar leið. Þeir hefðu ekki getað bjarg- að sínu myntkerfi,“ segir Gylfi og bendir á að umræðan á vettvangi Evrópusam- bandsins nú sýni að Írar hafi bakhjarl í sínum efnahagsvand- ræðum. „Og það er gott, en svo leiðir reynslan bara í ljós hver verður betur staddur, við eða þeir.“ Eiríkur Bergmann, dósent og for- stöðumaður Evrópufræða seturs, segir vanda evrusvæðisins hafa legið fyrir frá upphafi. „Hann felst einkum og sér í lagi í því að þarna er skilið á milli fjármála stjórnunar ríkja og peningamála stjórnunar. Menn vissu að þetta myndi leiða til vandræða,“ segir hann en kveður aðildarríki myntbanda- lagsins ekki hafa verið til búin að framselja yfirstjórnunar vald í ríkis fjármálum til sameigin legrar yfirstjórnar þegar til þess var stofnað. Efnahagsþrengingar þær sem gengið hafa yfir heiminn hafi leitt þessar brotalamir enn fremur í ljós, segir Eiríkur. Hástemmdar yfirlýsingar ráðamanna Evrópu- sambandsins um vanda skuldsettra evruríkja séu tilraun til að beita þau agavaldi sem ekki fékkst með evrunni á sínum tíma. „Menn vita að til að halda úti gjaldmiðli innan sextán ólíkra ríkja þá þarf meiri samstillingu í ríkisfjármálum en farið var af stað með,“ segir hann og vísar til hugmynda Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að taka upp heimild til að beita ríki sekt- um sem missi tök á ríkisfjármálum sínum. „Inn í þessa kröfu eru menn nú að tala. Þetta þýðir ekki í alvöru að menn séu að tala um að taka á ný upp gömlu ríkisgjaldmiðlana,“ segir Eiríkur, en útilokar ekki að þróunin gæti leitt til þess að ríkj- um sem ekki séu tilbúin að gangast undir aukið boð vald sambandsins í ríkis fjármálum verði hent út úr evrusvæðinu. „En ansi margt þarf að ganga á til að það gæti gerst.“ olikr@frettabladid.is GYLFI ZOËGA Í DYFLINNI Fáni Evrópusambandsins (ESB) speglast í rúðu í Dyflinni á Írlandi. Fjár- málaráðherrar evruríkja ræddu í vikunni leiðir til að koma í veg fyrir að skuldavandi Íra hefði margfeldisáhrif á önnur skuldsett evrulönd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Yfirlýsingagleði sýnir vanda evruríkjanna Veiking evrunnar hjálpar skuldsettum evrulöndum með því að bæta skilyrði fyrir útflutningsgreinar þeirra. Orðræða um að skuldsett evrulönd ógni evru- svæðinu og ESB endurspeglar viðleitni til að auka stjórn ESB á fjármálum ríkja. Ef Írar væru með sjálf- stæðan gjald- miðil væru þeir komnir okkar leið. Þeir hefðu ekki getað bjargað sínu myntkerfi. GYLFI ZOËGA HAGFRÆÐI- PRÓFESSOR Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Kjarngóð næring Ósaltað Ósykrað Engin aukaefni www.barnamatur.is Lífrænn barnamatu r Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Spil og jóladagatöl með þínum myndum. Hannaðu þín eigin spil eða jóladagatal á oddi.is og fl. ÍTALÍA, AP Margt bendir til að stjórn- málaferill Silvio Berlusconi sé á síð- asta snúningi, þótt hann hafi hingað til staðið af sér alla erfiðleika. Í desember verða greidd atkvæði á þjóðþingi Ítalíu um vantrausts- tillögu á hendur Berlusconi. Hann hefur ekki lengur öruggan meiri- hluta á þinginu því fyrrverandi bandamaður hans, Gianfranco Fini, hefur sagt skilið við stjórnina ásamt fjórum ráðherrum úr flokki sínum, sem heitir Framtíð og frelsi. Fini, sem er forseti neðri deildar þingsins, hefur hvatt Berlusconi til að segja af sér og stóð á mánudag- inn við hótanir sínar um að segja sig frá stjórnarsamstarfinu. Verði vantraust samþykkt verður boðað til þingkosninga. Vinsældir Berlusconis hafa dalað undanfarið en hann segist sannfærður um gott gengi í kosningabaráttunni. Sama dag og vantrauststillagan kemur til atkvæða á þinginu, 14. desember, tekur stjórnarskrárdóm- stóll landsins til meðferðar umdeild lög, sem Berlusconi fékk samþykkt á þingi til þess að losna tímabundið undan réttarhöldum vegna spilling- armála og skattsvika. Samkvæmt lögunum má fresta slíkum málum ef sakborningar gegna embætt- um sem þeir hafa verið kosnir til. Margir telja lögin brjóta í bága við stjórnar skrá landsins. - gb Örlög Silvio Berlusconi ráðast á tveimur vígstöðvum um miðjan næsta mánuð: Borinn undir þing og dómara FYRRVERANDI SAMHERJAR Berlusconi og Fini á góðri stund. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.