Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 12
12 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Jarðskjálftinn á Haíti í janúar kostaði um 300 þúsund manns lífið. Uppbygging hefur gengið mjög hægt, þrátt fyrir loforð helstu ríkja heims um öfluga aðstoð, og nú bætist kólerufaraldur ofan á allt saman. Vandinn vanmetinn Samkvæmt opinberum tölum hefur kólerubakterían nú lagt meira en þúsund manns að velli og sent um 16 þúsund manns á sjúkrahús. Hjálparstofnanir telja sumar að vandinn sé vanmetinn. Eins og jafnan á hamfara svæðum óttuðust margir að smitsjúkdómar myndu breiðast út í kjölfar jarð- skjálftans. Engra slíkra sjúkdóma varð þó vart fyrr en um miðjan október, en síðan þá hefur kóleran breiðst hratt út um landið. Ástæða kólerufaraldursins er skortur á hreinu vatni og góðri hreinlætisaðstöðu almennt, auk þess sem erfitt er að koma lækn- ishjálp til fólks bæði í sveitum landsins og í borgunum, þar sem fólk hefst víða við í bráðabirgða- húsnæði og þéttbyggðum fátækra- hverfum. Kólera smitast með vatni og mat og veldur bæði háum hita og svæsnum niðurgangi. Þótt lítil smithætta sé af venjulegri snert- ingu fólks hafa margir áhyggjur af því að smithættan verði meiri þar sem margir eru saman komnir og hreinlætisaðstaða léleg. Kosningar nálgast Kólerufaraldurinn hefur þegar sett mark sitt á kosningabaráttuna. Í vikunni efndi Michel Martely, vinsæll söngvari sem jafnframt er í framboði, til kosningafundar og hópgöngu í bænum Crois-des- Bouquettes þar sem fólk gekk í kosningaham niður eina götuna, syngjandi, berjandi á trumbur og veifandi kosningaspjöldum. Þúsundir manna biðu í almenn- ingsgarði þar sem frambjóðandinn ætlaði að flytja ræðu sína. Þegar gangan nálgaðist garð- inn var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Fólkið var farið að syngja: „Kólera! Kólera“ og inn á milli var skotið hrópum um óánægjuna sem grafið hefur um sig í samfélaginu. Brosið stirðnaði á frambjóðand- anum, sem var þó ekki lengi að átta sig á stöðunni og tók sjálfur að syngja hástöfum með fólkinu um kólerufaraldurinn. „Við stundum kosningabaráttuna rétt eins og hér væri engin kólera,“ sagði Martely við blaðamenn stuttu seinna. „Svo við föðmum alla að okkur, erum hjá fólki og göngum með því – og vonum rétt eins og fólkið að við sleppum við smit.“ Óvissa Kosningabaráttan hafði þó gengið nógu brösuglega áður. Lengi fram- an af var óljóst hve margir yrðu í framboði, og nú þegar aðeins ell- efu dagar eru til kosninga hafa skoðanakannanir reynst bæði óáreiðanlegar og misvísandi. Núverandi forseti, Rene Pre- val, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið uppbygg- ingarstarfið eftir jarðskjálftann nógu föstum tökum. Flokkur hans, Lespwa, á fyrir vikið erfitt upp- dráttar. Meðal forsetaframbjóðenda eru tveir fyrrverandi forsætis- ráðherrar, sem báðum hefur verið steypt af stóli. Einnig er eiginkona eins fyrrverandi forseta í framboði og einn verksmiðjueigandi vonast til að ná kjöri. Jude Celestin, forstjóri bygg- ingafyrirtækis í ríkiseigu, er með forskotið í að minnsta kosti einum skilningi: Dýr kosningaspjöld og auglýsingamiða frá honum er að finna víðar en auglýsingar nokk- urs annars frambjóðanda. Söngv- arinn Martely virðist einnig eiga góðu fylgi að fagna, enda þekktur fyrir söng sinn undanfarna áratugi og kann að höfða til fjöldans. Viðskiptavinum með lán í íslenskum krónum hjá Landsbankanum stendur til boða að lengja lánstíma eða breyta greiðslum í jafnar greiðslur og lækka þannig mánaðarlega greiðslubyrði sína til lengri tíma. LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Við tökum vel á móti þér um land allt. Léttari greiðslur - til lengri tíma Lenging lánstíma · Upphaflegur lánstími íbúða- og fasteignalána lengdur í allt að 40 ár · Upphaflegur lánstími annarra lána lengdur í allt að 15 ár · Fyrir alla sem vilja lækka greiðslubyrði sína Breyta í jafngreiðslulán · Greiðslum af láni er haldið jöfnum út lánstímann að viðbættum verðbótum · Fyrir þá sem eru með lán með jöfnum afborgunum N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 8 2 Meira en þúsund látnir Óeirðir Mótmælendur telja nepalska friðargæsluliða bera ábyrgð á kólerufaraldrinum. Að minnsta kosti tveir létust í átökum við friðargæsluliða í Cap Haitien 15. nóvember. Kólerufaraldur hefur kostað á annað þúsund manns lífið á Haítí. Faraldurinn hefur breiðst út um næstum allt landið (rauðlituð héruð), en hans varð fyrst vart í Artibone-dal (bleiklitað svæði). Artibone-dalur Upphaf faraldursins NORÐVESTUR NORÐUR NORÐ- AUSTUR MIÐ AUSTUR SUÐAUSTURSUÐUR K A R Í B A H A F I Ð D Ó M IN ÍS K A L ÝÐ VE LD IÐ Les Cayes Port-au-Prince Saint-Marc Gonaives Port-de-Paix Cap-Haitien Hinche HAITI GRAND’ANSE NIPPES ILE DE LA GONAVE ILE DE LA TORTUE ARTIBONITE 50 km Heimild: Ministere de la Sante Publique et de la Population (MSPP) © GRAPHIC NEWS Kosningabarátta í kólerufaraldri Þingkosningar verða haldnar á Haítí í lok mánaðarins, níu mánuðum seinna en upphaflega stóð til. Þeim var frestað eftir jarð- skjálftann mikla í janúar. Uppbyggingin eftir jarðskjálftann hefur gengið hægt og nú setur kólerufaraldur strik í reikninginn. FORSETAHÖLLIN Miklar skemmdir urðu á forsetahöllinni í Port-au-Prince í jarðskjálft- anum í janúar. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING: Verður mögulegt að halda kosningar á Haítí? Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.