Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 16
16 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Heilbrigðisráðuneytið vill að ný sameinuð stofnun Lýðheilsu- stöðvar og Landlæknisembættis- ins verði til húsa í gömlu Heilsu- verndarstöðinni á Barónsstíg. Þar er húsaleiga milljón krón- um hærri á mánuði en af húsnæði sem Framkvæmdasýsla ríkisins leggur til að stofnunin leigi. Þetta kemur fram í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins um frumvarp heil- brigðisráðherra um sameiningu Lýðheilsustöðvar og Landlæknis- embættisins. Framkvæmdasýslunni var fyrr á árinu falið að auglýsa eftir hús- næði fyrir nýju stofnunina. Ell- efu tilboð bárust og var lagt til að samið yrði um leigu að Lauga- vegi 178. Um er að ræða 1.620 fermetra húsnæði og er leigu- verðið 1.500 krónur á fermetra. Nemur ársleiga því 29 milljónum króna. „Heilbrigðisráðuneytið ósk- aði hins vegar eftir því að ganga til samninga um hluta húsnæðis Heilsuverndar stöðvarinnar við Barónsstíg. Þar er um að ræða 1.850 fermetra húsnæði og er leiguverð 1.850 krón- ur á fermetra, þ.e. ársleiga upp á 41 milljón króna,“ segir í umsögn fjárlagaskrifstofunnar. Mismunur inn er tólf milljónir á ári, eða 41 prósent. Þá er upplýst að sautján ár séu eftir af leigusamningi um núverandi húsnæði Landlæknis- embættisins á Seltjarnarnesi en ársleiga þar er 24 milljónir. Mögulegt sé að framleigja hús- næðið en vegna aðstæðna á fast- eignamarkaði sé ólíklegt að sama verð fáist. Takist ekki að semja um lækkun leigunnar falli mis- munurinn á nýja emættið eða heilbrigðisráðuneytið. Þess muni gæta í rekstri stofnunarinnar sem þurfi að forgangsraða enn frekar en ella vegna húsnæðismálanna. Í greinargerð frumvarpsins segir að meginmarkmið samein- ingarinnar sé að starfrækja eitt öflugt embætti á sviði lýðheilsu- og heilbrigðismála. Við sameiningu skapist tæki- færi til að styrkja og efla starf- ið enn frekar en nú er. Samhliða verði unnt að auka hagkvæmni í rekstri, draga úr yfirbyggingu og samnýta mannafla betur en hing- að til. bjorn@frettabladid.is 0,20% 0,25% 3,45% S 24 E R Í EI G U B Y R S Samanburður debetreikninga* Ráðuneytið vill dýrara húsnæði Framkvæmdasýsla ríkisins leggur til að ný ríkisstofn- un verði í húsnæði þar sem ársleigan er 29 milljónir. Heilbrigðisráðuneytið vill fá inni í Heilsuverndar- stöðinni á Barónsstíg þar sem ársleigan er 41 milljón. HEILSUVERND Í heilbrigðisráðuneytinu er vilji til að sameinað Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð verði til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERSLUN Sala á raftækjum í október hefur aukist um 19 prósent saman- borið við október í fyrra. Verð á raftækjum hefur að sama skapi lækkað um 5,7 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á smásöluvísitölu Rann- sóknarseturs verslunarinnar hjá Háskólanum á Bifröst. Raunvelta raftækjaverslana hefur komist á skrið á síðustu mánuðum, en síðan í apríl hefur hún aukist um tæp 65 prósent. Flokkur raftækja er eini vöru- flokkurinn þar sem verð hefur lækkað á milli ára, samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Sala áfengis dróst saman um rúm átta prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á áfengi hefur hækkað um rúm fimm prósent á milli ára. Íslendingar kaupa mun minna af skóm í ár en í fyrra, en velta skó- verslunar hefur minnkað um níu prósent á milli ára. Verð á skóm hefur einnig hækkað um níu pró- sent. Einnig hefur verð á húsgögn- um hækkað um tæp sjö prósent og hefur velta húsgagnaverslana dregist saman um sex prósent. Þá hefur velta sérverslana með rúm minnkað um tæp átján prósent frá því í fyrra. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til þess að neytend- ur kaupi frekar föt á útsölum nú en undanfarin ár vegna sveiflna í sölutölum í útsölumánuðum. - sv Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst: Sala á raftækjum eykst verulega KAUPMANNAHÖFN Hálffimmtugur maður er nú í gæsluvarðhaldi í Dan- mörku, grunaður um að minnsta kosti tvær nauðganir og eitt morð á tuttugu ára tímabili. Hann gæti tengst enn fleiri málum en síðustu daga hafa fjölmargar konur stig- ið fram og tilkynnt nauðganir á síðustu árum sem aldrei komu til kasta lögreglu. Upp komst um manninn í kjölfar nauðgunar á 17 ára stúlku í síðasta mánuði, en lífsýni úr smokki sem fannst nálgægt vettvangi tengdi árásirnar þrjár saman. Málin sem um ræðir er annars vegar morð á fertugri konu árið 1990 og nauðg- un frá árinu 2005. Eftir að lýst var eftir vitnum þrengdist hringurinn um þann grunaða, sem var handtekinn um helgina, og virðast lífsýni úr honum passa við þau sem fundust á vettvangi glæpsins. Í gær birtist svo í BT ítarlegt viðtal við föður stúlkunnar sem varð fyrir síðustu árásinni, og segir hann að dóttir sín hafi borið kennsl á manninn af ljósmyndum. Ove Dahl, yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Kaup- mannahöfn, sagði í samtali við fjöl- miðla að þeir væru nú að skoða fjöl- mörg óleyst morð og nauðgunarmál frá lokum níunda áratugarins og bera saman við þetta mál. - þj Meintur brotamaður á Amager í Kaupmannahöfn gæti verið raðnauðgari: Er grunaður um fleiri ódæði FRÁ KAUPMANNAHÖFN Fjöldi kvenna hefur komið fram í kjölfar handtöku Amager-nauðgarans. SVEITARSTJÓRNARMÁL Auka á sam- starf á milli kirkju og eldri borg- ara í Stykkishólmi. Samkvæmt tillögu þjónustuhóps aldraðra á íþrótta- og tómstundafulltrúi bæjarins að koma á þessu aukna samstarfi sem sagt er geta verið af margvíslegum toga. „Í kirkjunni væri til dæmis hægt að hafa stundu með prest- inum og bjóða svo upp á súpu í safnaðarheimilinu. Þarna gæti ef til vill komist á samstarf við skól- ana,“ segir í tillögunni sem bæjar- ráð samþykkti. - gar Efla samstarf bæjar og kirkju: Presturinn hitti eldri borgarana ELDA MAT FYRIR FÁTÆKA Um tvö þús- und konur í Suður-Kóreu komu saman í Seúl í vikunni að elda mat handa fátækum, sem borgarstjórnin dreifði í vetrarbyrjun. NORDICPHOTOS/AFP ár eru eftir af leigusamningi um núverandi húsnæði Landlæknisembætt- isins á Seltjarnarnesi. 17 BANDARÍKIN, AP Bandarískir læknar eru himinlifandi yfir óvenju góðum árangri af nýju lyfi, sem dregur úr slæmu kól- esteróli í blóði. Lyfið er enn á tilraunastigi en læknarnir segja það vekja vonir um nýjar leiðir til að koma í veg fyrir hjartaáfall og heilablóð- fall. Niðurstöður fyrstu tilrauna með lyfið voru kynntar á ráð- stefnu bandarískra hjartalækna í Chicago. „Gögnin virðast stórkostleg, betri en nokkur hefði búist við,“ segir Robert Eckel, hjartasér- fræðingur við Colorado-háskóla, sem fylgdist með kynningunni. Frekari rannsóknir á lyfinu, sem nefnist anacetrapib, skila þó ekki niðurstöðum fyrir eftir nokkur ár. - gb Nýtt hjartalyf prófað vestra: Virðist boða breytta tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.