Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 24
 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Eigendur samtals 65,65 prósenta af einum útistandandi skuldabréfa- flokki Marel hafa tekið skilyrtu til- boði um endurkaup á bréfunum. Kaupin nema rúmum 1,5 milljörð- um króna að nafnverði. Þegar kaup- um lýkur standa eftir 790 milljónir króna af skuldabréfaflokknum. Samningar um endurkaup skulda- bréfa voru tilkynnt í gær í kjölfar formlegra viðræðna við alþjóðlega banka um fjármögnun félagsins um miðjan síðasta mánuð. Heildarskuldbindingar Marels námu í lok september 358 milljónum evra, jafnvirði 55 milljarða króna. Með uppkaupunum nú og hugsanleg- um kaupum á skuldabréfaflokknum 09 1 upp á 17,7 milljónir króna, gætu heildarendurkaup numið tæpum 32 milljónum evra, jafnvirði rúmra 4,9 milljarða króna. Það er í kringum níu prósent af heildarlánum Marels. Gangi væntingar eftir lækka heildar- skuldir félagsins um fjóra milljarða króna á gengi gærdagsins. Skuldabréfaflokkarnir báðir eru einu lán félagsins í krónum. Afgang- urinn er í evrum og Bandaríkja- dölum. Marel þarf ekki að semja um endurkaup á skuldabréfaflokknum Marel 09 1. Erik Kaman, fjármálastjóri Mar- els, segir í tilkynningu að endurkaup á skuldabréfunum geri félaginu kleift að draga úr gjaldeyris áhættu og tryggi fyrirtækinu stöðuga og hagkvæma fjármögnun. - jab Marel er við það að kaupa til baka um tíu prósent af heildarskuldum félagsins: Vilja aftur einu krónulánin Kínverjar hafa gert stóra fjár- festingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evr- ópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efna- hagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðla- skiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrir- tæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leit- uðu eftir neyðarláni hjá Evrópu- sambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikk- landi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samn- ingar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem and- snúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab NIÐURSKURÐI MÓTMÆLT Grikkir ganga í gegnum miklar þrengingar og hafa orðið að skera niður í ríkisbúskapnum. Það fer ekki vel í landsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kínverjar líta á Grikkland sem glugga inn í Evrópu: Setja milljarða inn í grískt hagkerfi 3% ER SÚ TALA sem greiningarfyrirtækið IFS reiknar með að verðbólgan fari í. Verðbólga mælist nú 3,3 prósent. Greining Íslandsbanka spáir því á móti að verðbólga fari niður í 3,1 prósent. Áhugi á nýskráningum hefur almennt aukist á alþjóðlegum hluta- bréfamörkuðum eftir dýfu síðastlið- in tvö ár. Undir lok þriðja ársfjórð- ungs voru þær fleiri á heimsvísu en allt árið 2004. Skráningarnar eiga þó langt í land að ná hámark- inu árið 2007 þegar 554 fyrirtæki voru skráð á markað. Af 293 markaðsskráningum um heim allan það sem af er ári var mesti krafturinn í Asíu. Þar voru 67 fyrirtæki skráð á hlutabréfa- markað á þriðja ársfjórðungi og nam virði í útboðum 37 milljörð- um dala, jafnvirði 4.200 milljarða króna. Skráning Landbúnaðar- banka Kína ber hæst á þriðja árs- fjórðungi en í útboði seldist hluta- fé fyrir jafnvirði nítján milljarða dala. Það er tæpur helmingur af heildarverðmætinu á heimsvísu. Nýskráningar voru talsvert færri í Evrópu á sama tíma, en þar var hlutafé fyrirtækja við nýskráningu selt fyrir tvo milljarða dala, jafn- virði tæpra 230 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Efnahags- þrengingum í Evrópu og óvissu- ástandi var um að kenna, að því er fram kemur í umfjöllun banda- ríska verðbréfafyrirtækisins Renaissance Capital. Betri tíð á Norðurlöndunum Áhuga á kauphallarskráningu hefur sömuleiðis glæðst lítillega á Norður- löndunum eftir fjármálakreppuna. Það sem af er árinu hafa sautján fyrirtæki verið skráð á markað innan Nasdaq OMX-kauphallar- samstæðunnar sem nær til allra Norðurlandanna að Noregi undan- skildu. Þetta er sex nýskráningum fleira en í fyrra. Á sama tíma hefur dregið úr afskráningum félaga. Engin merki eru um áhuga á nýskráningum í Færeyjum. Fær- eyski markaðurinn varð fyrir áfalli þegar heimskreppan skall á. Þá bætti fall Eik Banka fyrir mán- uði ekki úr skák. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Virðisbrævamarknaður Føroya með um tíu færeysk fyrir- tæki í sigtinu. Þá mun ekki útilok- að að erlendir fjárfestar kaupi Eik Banka, sem lýtur stjórn dönsku bankasýslunnar. Ekki þykir úti- lokað að þeir sjái leið til að ná inn hagnaði af fjárfestingunni með Líf færist í erlendan hlutabréfamarkað Nýskráningar á hlutabréfamarkað hafa aukist verulega um allan heim það sem af er ári. Óvissuástand í Evrópu veldur því að fjárfestar halda að sér höndum. Þrjátíu fyrirtæki hafa skoðað kosti þess að fara á hlutabréfamarkað hér. BEÐIÐ EFTIR BÍLUNUM Charles Boeddinghaus, miðlari í New York, bíður við tölvuna. Hann mun sjá um endurkomu bílarisans GM á hlutabréfamarkað í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skráningar / - afskráningar á Norðurlöndunum 2009-2010* Markaður Stokkhólmur Helsinki Kaupmannahöfn Reykjavík Samtals** 2009 Aðallisti 3 /-12 2/-3 2/-8 -/-5 6/-28 First North-hlíðarm. 5/-4 -/- -/-3 -/- 5/-7 Samtals: 8/-16 2/-3 2/-11 -/-5 11/-35 2010 Aðallisti 6 /-11 1/-3 3/-8 -/-1 10/-23 First North-hlíðarm. 7/-3 -/- -/-5 -/- 7/-8 Samtals: 13/-14 1/-3 3/-13 -/-1 17/-31 * Aðeins innan OMX Nordic-Kauphallarsamstæðunnar. Kauphöllin í Osló í Noregi er ekki inni í tölunum. ** Miðað við 12. nóvember 2010 P.o. Box 126 ::: 121 Reykjavík ::: Sími 546 1984 ::: info@1984.is ::: www.1984.is Hýsing og lén - allt á einum stað fyrir eitt lágt verð. 628 kr./mán.* *Miðað við 3 ára hýsingarsamning skráningu bankans á markað í framtíðinni. Íslenski dvergurinn Talsverður stærðarmunur er á kauphöllum úti og þeirri íslensku. að stoðtækjafyrirtækinu Öss- uri meðtöldu, sem tilkynnti um afskráningu á mánudag, eru tólf félög skráð hér en allt frá 129 í Helsinki og upp í 357 í Stokk- hólmi. Nokkur fjöldi félaga er sagður skoða kosti þess að fara á mark- að á Norðurlöndunum, þar af um þrjátíu félög sem hafa skoð- að skráningu hér á næstu árum. Þar af hafa átta hug á skráningu á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Gangi vænting- ar um skráningu á hlutabréfamark- að hér eftir er þarf að dusta rykið af Kauphallar bjöllunni, sem hefur ekki heyrst í síðan Skipti, móður- félag Símans, var skráð á markað vorið 2008. jonab@frettabladid.is 600 500 400 300 200 100 0 25 7 34 5 46 1 55 4 12 0 17 8 29 3 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 * * Á fyrstu níu mánuðum ársins Heimild: Renaissance Capital. Skráningar á hlutabréfa- markaði á heimsvísu árin 2004 til 2010 Skuldir Marels Skuldabréfaflokkur Upphæð í milljónum evra Marel 06 1 21,6 Endurkaup 14,1 Samtals útistandandi af skuldabréfaflokki 7,4 Marel 09 1 17,7 Samtals væntanleg endurkaup 31,8 Heildarskuldir í lok þriðja fjórðungs 357,8 ERIK KAMAN Fjármálastjóri Marels segir endurkaup á skuldabréfum gera fyrirtækinu kleift að draga úr gjaldeyrisá- hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verðbólgan hér á landi var 4,6 prósent í október samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambands- ins (Eurostat) tekur saman og birti í gærmorgun. Minnkar því verðbólgan um 0,5 prósentustig milli mánaða en hún var 5,1 pró- sent hér á landi í september sam- kvæmt vísitölunni. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt því hefur verð- bólgan því hjaðnað umtalsvert síðasta árið en í október í fyrra mældist hún 13,8 prósent. Meginástæða hjöðnunar verð- bólgunnar er að áhrif gengislækk- unar krónunnar á verðbólgu sem varð í aðdraganda og samhliða hruni bankakerfisins hér á landi á árinu 2008 eru nú nær horfin og tekin eru við áhrif styrkingar krónunnar frá upphafi árs. Á sama tíma og verðbólga minnkar hér á landi eykst hún í flestum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þannig var verðbólgan að meðaltali 2,3 prósent í ríkjum EES nú í október en hafði verið 2,2 prósent mánuð- inn á undan. Verðbólgan hjaðnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.