Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 28
28 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Á vegferð sinni um skólakerf-ið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, náms- brautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greið- an aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upp- lýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfs- val landsmanna hvílir á. En hvern- ig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýs- ingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær raf- rænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæð- um rafrænum upplýsingakerf- um um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www. ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þess- um vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsing- ar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræð- ast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfs- feril sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvern- ig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrif- að tölvupóst eða nálg- ast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet les- endur til að kanna fyrr- greindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýs- ingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslend- ingar hjá líða að framreiða upp- lýsingar um nám og störf á heild- stæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í fram- kvæmd: fyrirmyndir að utan, sér- fræðiþekking í náms- og starfs- ráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjár- magn sem skilar sér þús- undfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsyn- legt nú þegar atvinnu- umhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vand- virkni og sérfræðikunn- áttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka far- sæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævi- langri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmennta- sjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu full- trúar allra þeirra aðila sem fram- leiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýs- ingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsinga- kerfi um nám og störf. Upplýsingakerfi vantar um nám og störf Skóli og atvinnulíf Guðbjörg Vilhjálmsdóttir dósent í náms- og starfsráðgjöf við HÍ 18. nóvember er Evrópudagur til áréttingar um rétta notk- un sýklalyfja og áminningar um vaxandi sýklalyfjaónæmi. Mik- ill skilningur hefur áunnist í þýð- ingu sýklalyfjaónæmis tengt mik- illi sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu, ekki síst hér á landi þar sem ástand- ið er þó orðið grafalvarlegt. Sýkla- lyfin hafa verið notuð óspart á Vesturlöndum og nú nálgumst við óðfluga þann tíma sem var fyrir til- komu lyfjanna. Lyf sem voru talin kraftaverkalyf og bættu a.m.k. 10 árum við meðalaldur manna í hinum vestræna heimi þegar þau komu fyrst á markað fyrir um 70 árum síðan. Lyf sem voru talin öfl- ugasta vopn lækna í baráttunni gegn alvarlegum sýkingum á borð við lungnabólgu þar sem dánartíðn- in var upp undir 30%. Til að byrja með var vandamál- ið mest bundið við spítalasýkingar og sem dagurinn í ár er einkum til- einkaður að þessu sinni. Á seinni árum er vandamálið þó ekkert síður bundið við notkun sýklalyfja úti í þjóðfélaginu sjálfu. Hvað ef við nú sæjum afleiðingarnar betur úti í sjálfri náttúrunni? Við höfum mikl- ar áhyggjur af yfirgangi lúpínunn- ar á sumrin þegar allt er í blóma og hvað ef allir svanir á Íslandi væru svartir eins og sá sem heimsótti okkur hér um árið? En því miður er bakteríuflóran í okkur og ekki eins sýnileg með berum augum, en hún er engu að síður til staðar. Tengsl sýklalyfjanotkunar og útbreiðslu sýklalyfjaónæmra stofna meðal barna má meðal annars sjá í rann- sóknum sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum. Á Íslandi endurspeglast ómark- viss sýklalyfjanotkun mest og best tengt algengustu meinum barnanna okkar, efri loftvegasýkingum, sem oftast eru vegna veirusýkinga og vægra fylgisýkinga þeim tengdum en þar eru eyrnabólgurnar algeng- astar. Upp undir helmingur allra koma barna til lækna er vegna eyrnabólgu og vandamála tengdra þeim. Meirihluti barna með bráða miðeyrnabólgu kemur til lækna á vöktum og fær sýklalyf við þess- um vanda þrátt fyrir að alþjóðleg- ar klínískar leiðbeiningar ráðleggi nú annað og sem gera frekar ráð fyrir verkjastillingu, eftirfylgni og fræðslu í heilsugæslunni, enda læknast flestar eyrnabólgur af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru mikið meira sýklalyfjaónæmi algengustu sýkingarvaldanna, pneumókokk- anna og jafnvel meiri sýkingartil- hneiging hjá börnum en í nágranna- löndunum. Þannig má leiða að því líkum að eyrnabólgubörnin á Íslandi séu að hluta heimatilbúið vandamál og víst er að hvergi í heiminum eru fleiri börn sem fá hljóðhimnurör eða allt að þriðjungur. Upp undir helmingur af pneumó- kokkastofnum er með ónæmi fyrir penicillíni og helstu varalyfjum svo að ráðleggja verður oft strax hæstu leyfilegu skammta af penic- íllini ef meðhöndla þarf t.d. alvar- lega eyrnabólgu hjá barni, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem ástandið er hvað verst. Töluverð- ur fjöldi barna þarf engu að síður að leggjast inn á spítala til að fá sterkustu lyf sem völ er á í æð eða vöðva þar sem inntaka um munn dugar ekki. Landslagið eða réttara sagt flóran okkar er þannig gjör- breytt frá því fyrir nokkrum ára- tugum síðan þegar flest sýklalyf virkuðu vel. Vandamálið varðandi hraða og hættulega þróun ofurbaktería á Íslandi endurspegla úrlausnir á algengasta heilsuvanda íslenskra barna í heilbrigðiskerfinu sem ég og prófessor Jóhann Ágúst Sig- urðsson skrifuðum um í sumar í læknablað norrænna heimilislækna (SJPHC). Um rannsóknir okkar og félaganna hefur líka töluvert verið skrifað af erlendum aðilum og vitn- að hefur verið til slæmrar reynslu okkar Íslendinga í þessum efnum, öðrum þjóðum sem víti til varnað- ar. Mest eru læknar hræddir um að þeir tímar geti komið að við ráðum ekki við að meðhöndla alvarlegar sýkingar á öruggan hátt. Vegna tíðr- ar eyrnabólgu hjá börnum og sýkla- lyfjaónæmis pneumókokka sem jafnframt geta valdið alvarlegum sýkingum er nú m.a. talið brýnt að grípa til bólusetningar gegn helstu (algengustu) stofnunum. Hætt er þó við að aðrir bakteríustofnar komi í stað þeirra sem bólusett er gegn með tímanum nema verulega verði dregið úr sýklalyfjanotkuninni á sama tíma. Við megum ekki fara úr öskunni í eldinn. Mikið hefur vantað upp á góðan skilning á öllum þessum málum sl. áratugi hér á landi. Náttúrufræði- stofnun hefur því miður ekki haft skoðun á málinu enda ekki á hennar könnu að fylgjast með flóru landans og barnanna okkar. Það verkefni heyrir undir heilbrigðisráðuneyt- ið, sem ber ábyrgð á skipulagi heil- brigðisþjónustunnar og sem hefur falið sóttvarnalækni að fylgjast með þróun mála. Tillögur úr grasrótinni sjálfri hafa heldur ekki fengið mik- inn hljómgrunn en þó voru samdar klínískar leiðbeiningar Landlækn- is um meðferð eyrnabólgu barna á síðasta ári og náið er fylgst með sýklalyfjaónæminu á Sýklafræði- deild LSH. Eitt af heilögustu markmiðum læknisfræðinnar er að gera aldrei meira ógagn en gagn. Spurningar vakna hvort við höfum verið heil- brigðissóðar og hvað við ætlum þá að gera í þeim efnum? Eða er veru- leikinn það flókinn og ofvaxinn skilningi okkar að við ráðum ekki við hann? Nei, við skulum horfa fram á veginn og til nærumhverfis- ins okkar og vona að svanurinn svarti hafi aðeins verið hvítur svan- ur í álögum. Sýklalyfjaofnæmi - Svartir svanir Sýklalyfjaónæmi Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir Allt sem vant- ar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Fyrir nokkrum dögum síðan sagð-ist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geim- vera“ (e. alien). Þar sem undirritað- ur er ekki jafn vel heima um geim- verur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimveru- félags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upp- lýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvern- ig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Ver- unni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi til- finningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felu- gervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löng- um, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunn- ar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurð- um (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í raun- inni ekki við neinn, sem þessi lýs- ing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppi- lega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be comp- letely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wikt- ionary gefur á þessu eftir farandi útskýr- ingu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geim- vera né rándýr heldur alíslensk- ur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslensk- ur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni. „Predator (alien)“ Borgarmál Sighvatur Björgvinsson forstjóri Þróunar- samvinnustofnunar Íslands Sýklalyfin hafa verið notuð óspart á Vesturlöndum og nú nálgumst við óðfluga þann tíma sem var fyrir tilkomu lyfjanna. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. AF NETINU Kvótakerfið varðaði veginn Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Vísir.is Þorvaldur Gylfason Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.