Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 32
32 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Í grein sinni Trúboð úr skólum, reynir Vantrúarmaðurinn Reynir Harðarson ítrekað að gera samstarf kirkju og skóla í borginni tortryggi- legt með því að hagræða sannleik- anum. Þessi ákafi trúmaður virðist vilja koma allri umræðu um trú og lífsskoðanir út úr skólum borgar- innar og væntanlega landsins alls. Máli sínu til stuðnings segir hann m.a.: „En Örn Bárður sér ekkert að því að Gídeon-menn mæti í tíma hjá 10 ára börnum, gefi þeim Nýja- testamentið og leiði þau í bæn.“ Hér gerir hann mér upp skoðanir. Ég hef hvergi talað um að Gídeon- menn fari með bænir í skólum en ég hef hins vegar talað fyrir því að þeir gefi börnum NT. Þá snuprar hann mig fyrir það að mér finnist í lagi að börn sem ekki séu krist- in geri eitthvað annað á meðan hin eru frædd um kristna trú, sið og menningu. Reynir kallar þau „óhreinu börnin“ en það eru hans orð en ekki mín. Reynir segir: „Ef börn eru leidd til messu á vegum skólans er skólinn að fara út fyrir hlutverk sitt og grípa inn í trúar- legt uppeldi foreldranna.“ Í áliti Dóru Guðmundsdóttur, Cand. Jur, LL.M frá 13. október 2010 sem unnið var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið um trúar bragðafræðslu í leik- og grunnskólum í ljósi 2. gr. 1. samnings viðauka Mannréttinda- sáttmála Evrópu kemur fram að slíkt sé sjálfsagt. Í álitinu segir m.a.: „Einnig að heimilt [sé] að fjalla um og kynna nemendum þá trú sem er þjóðtrú í viðkom- andi ríki; jafnvel þannig að meiri fræðsla fari fram í þeim trúar- brögðum en öðrum, og á það jafnt við um kynningu á sögu, kenning- um og helgihaldi. Þá er ekkert sem bannar að nemendur fari í heim- sókn á staði þar sem trúariðkun fer fram ...“ Í ljósi málflutnings trúmanna í Vantrú og Siðmennt sem eiga börn í skólum, spyr ég, hvort yfirvöld þurfi ekki að sjá til þess að slíkt fólk haldi börnum sínum ekki í skoðana- gettói og meini þeim að kynnast við- horfum annarra? Í þessu sambandi vísa ég til nöturlegrar reynslu ungr- ar konu sem var Vottur Jehóva og sagði sögu sína á prenti í Fréttatímanum 5. nóv. sl. Eru það ekki mannréttindi barna sem ekki játa kristna trú að fá að kynnast þeirri trú á sama hátt og það teljast mannréttindi og reynd- ar líka skylda kristinna manna að kynnast öðrum viðhorfum, trú og siðum? Ég tel að börn sem ekki tilheyra kristninni hafi ekkert slæmt af því að eiga NT og mín barnabörn mega gjarn- an eignast Kóraninn eða önnur trú- arrit. Ef kynna á börnum helgihald kristinna manna þá á að fara með þau í venjulega messu þar sem þau heyra það sem kristnir menn trúa. Það er svo foreldranna að vinna úr því sem fyrir augu og eyru bar. Drómaduld, lokunarlosti og hafta- hugnun Reynis og hans skoðana- bræðra er mér ekki að skapi. Ég vil opið þjóðfélag þar sem fólk kynn- ist ólíkum siðum og menningu og ræðir þær af sanngirni og virð- ingu. Þannig verður þjóðfélagið heilbrigt. Að ríkið haldi úti einu trúfélagi, eins og Reynir heldur fram, og kosti til þess gríðarlegum fjármunum, er gömul lyga- og áróðurstugga. Kirkj- an er ekki á framfæri ríkisins. Hún á fyrir öllum þessum kostnaði en svo vill til að ríkið hefur nær allar eigur hennar í sínum höndum. Þetta sagði ég Reyni þegar fundum okkar bar saman nýlega. Hann þekkir því sannleikann í þessu máli. Að hamra á lyginni gerir hana ekki að sann- leika. Varðandi skráningu barna í trú- félag móður þá senda prestar mán- aðarlega skýrslur um skírð börn í sínu prestakalli til Þjóðskrár. Ef foreldrar velja barni sínu aðild að kirkjunni þá eru börn- in þar svo lengi sem þau segja sig ekki úr henni en það geta þau auðvit- að gert þegar þau verða sjálfráða. Svo skilur Reynir ekk- ert í „kirkjunnar mönn- um“ að þeir haldi mál- stað kristninnar á lofti „einmitt þegar trúverðug- leiki þeirra er eflaust í sögulegu lágmarki“. Hann blandar inn í umræðuna réttindum samkyn- hneigðra sem íslenska þjóðkirkjan heldur í heiðri og er þar í fremstu röð kirkna í heiminum enda þótt hún hafi tekið sér góðan tíma til að ná þeirri niðurstöðu. Heilbrigð kirkja lifir ekki í ótta. „Kirkja vor Guðs er gamalt hús, Guðs mun þó bygging ei hrynja“ segir í sálmi einum. Kirkjan mun ávallt leitast við að standa á sannleikanum og hún mun alltaf lifa því hann sem er „vegurinn, sannleikurinn og lífið“ er með henni í verki. Hann er sigur vegarinn og mun að lokum sigra vélráð og vonsku heimsins, vonleysi og vantrú. Skoðanir úr skólum? Skóli og kirkja Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Neskirkju Nýlega skrifaði ég grein í Við-skiptablaðið um eignarhald og lánveitingar Björgólfs Thors Björg ólfssonar í Landsbanka Íslands (LÍ). Ég var hluthafi í LÍ og tapaði fjármunum á falli hans líkt og hinir 27.000 hluthafar bankans. Í grein minni rakti ég þau sjónar- mið mín að ég teldi ýmislegt benda til þess að Björgólfur Thor hafi beitt hluthafa bankans blekking- um, í því skyni að komast hjá því að vera skilgreindur venslaður aðili í bankanum. Þannig hafi lánveiting- ar til hans og tengdra aðila í raun verið langt umfram lögbundnar heimildir. Á annað hundrað manns hafa lýst yfir áhuga sínum á því að hefja undirbúning á skaðabótamáli á hendur Björgólfi Thor. Ég skora á Björgólf Thor að stíga fram og svara því hvort hann telji að lánveitingar hans, sem nema líklega um 50% af CAD eigin fé bankans, hafi verið lögmætar og hvort hann telji eðlilegt að eign- arhald starfsmanna hafi verið honum ótengt. Með sama hætti er nauðsynlegt að upplýst verði með fullnægjandi hætti hvernig eignar- haldi samstarfsmanna Björgólfs í LÍ var raunverulega háttað, þ.m.t. hverjir þessir samstarfsmenn voru og hver fjármagnaði bréfin. Áskorun mín til Björgólfs er einnig sú að hann hafi frumkvæði að því að bæta skaða hluthafa bankans með því að leggja fram eign sína í Actavis. Þannig væri hugsanlega hægt að ná sátt í málinu og forðast aðkomu dómstóla. Við mat á því hvort skaðabótamál sé hugsanlegt á hendur Björg ólfi Thor er það lykilatriði að meta hvort eignarhald nánustu sam- starfsmanna hans hefði ekki átt að skilgreinast undir hans stjórn og hvort lánveitingar til hans hafi verið umfram lögbundnar heimild- ir. Líkt og ég rakti í grein minni í Viðskiptablaðinu tel ég svo vera. Umrædd ályktun byggir m.a. á því að þessir ónefndu starfsmenn þáðu hjá honum laun í gegnum Samson eignarhaldsfélag og Novator og telja má útilokað að þeir hefðu í einhverjum tilvikum beitt atkvæðis- rétti sínum gegn vilja Björgólfs Thors. Við skilgreiningu Björgólfs sem venslaðs aðila líkt og eðlilegt hefði verið væru allar lánveitingar hans og tengdra aðila opinberar í árs- reikningum bankans og hagsmuna- aðilar þannig meðvitaðir um þessa útlánaáhættu. Það var hinsvegar ekki gert. Hvergi var getið um þessi lán og líkt og ég hef áður bent á eru lán til venslaðra aðila í reikn- ingum LÍ fyrir árið 2007 aðeins um 10 milljarðar króna. Í þessu sam- hengi má nefna að lán til Björg ólfs Thors og tengdra aðila voru á bilinu 50-150 milljarðar króna ef marka má Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sé horft á umræddar lánveiting- ar Björgólfs í samhengi við efna- hag bankans má sjá hversu miklu máli það skipti fyrir matsfyrir- tæki, hluthafa, greiningadeildir og skuldabréfaeigendur að hafa rétta stöðu um útlánaáhættu til eigenda sinna. Bætur sóttar til Björgólfs Thors Ef vilji hluthafa og kröfuhafa stend- ur til þess að höfða skaðabótamál á hendur Björgólfi vegna ólögmætra lánveitinga til hans og ranglega skilgreindum eignarhlut lýsi ég hér með yfir vilja mínum til að koma að undirbúningi slíks máls. Nýlegt skuldauppgjör Björgólfs opinberar framtíðarmöguleika hans á verð- mætum sem tengjast væntan legri sölu á lyfjafyrirtækinu Actavis. Fram hefur komið í fjölmiðlum að gangi áætlanir félagsins eftir geti um 140 þúsund milljónir króna runnið í vasa Björg ólfs. Eftir því sem best má skilja rennur ekkert af þeim fjármunum til greiðslu skulda eða persónulegra ábyrgða hans. Hluthafar og aðrir kröfuhafar hljóta því að horfa til þeirra verð- mæta þegar mat er lagt á grundvöll skaðabótamáls. Þögn og aðgerðaleysi Slitastjórnar Lítið hefur farið fyrir Slitastjórn LÍ í kjölfar bankahrunsins. Ein- staka sinnum stíga stjórnarmenn þó fram og segjast vera að rann- saka ýmis mál. Aðgerðir virðast þó víðs fjarri. Skaði hluthafa Lands- banka Íslands af vafasamri útlána- stefnu stjórnenda hans er mikill og um það verður ekki deilt. Um 27.000 hluthafar töpuðu allri eign sinni við fall bankans. Nú hljótum við hluthafar að krefjast skýringa frá Björgólfi Thor sjálfum, FME og Slitastjórn LÍ. Líkt og í fyrri skrifum mínum ítreka ég að mark- mið mitt er ekki að kveða endan- lega upp úr um sekt eða sakleysi Björgólfs Thors. Það er hlutverk dómstóla. Ég vil hinsvegar stuðla að umræðu um þetta mál, fá frek- ari skýringar og reyna ná sátt við Björgólf Thor til að forðast atbeina dómstóla. Áskorun til Björgólfs Thors Björgólfssonar Landsbanki Íslands Ólafur Kristinsson hdl. og fyrrverandi hluthafi í Landsbanka og Straumi Burðarási. Heilbrigð kirkja lifir ekki í ótta. Stjórn FÉKKST (sem er félag trúarbragða- og siðfræðikenn- ara) hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að til- lögur þær sem eru til umfjöllunar í mannréttindanefnd Reykjavík- urborgar, um skarpari skil milli kennslu og boðunar, vegi að fag- legum heiðri kennara. Nú er ég kennari í Reykjavík og vil sem slíkur gera athugasemd við þann málflutning. Ég tel að stjórn FÉKKST hafi með þessu skipað sér í lið með hópi fólks, ásamt m.a. biskupi Íslands, sem vísvitandi skrumskæl- ir tillögur mannrétt- indanefndar. Tilgang- urinn er að gera þær tortryggilegri en þær eru í raun. Slík vinnu- brögð geta með engu móti kallast fagleg og fela í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart kennarastéttinni. Í tillögunum felst eftirfarandi: 1) að fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma, 2) að kynning trúfélaga á sjálf- um sér fari ekki fram í skólum, 3) að trúfélög hafi ekki aðgang að skólum í því skyni að afhenda trúarleg rit, 4) að húsnæði skóla sé ekki samnýtt með trúarlegu starfi á skólatíma, 5) að nemend- ur fari ekki í kirkjur, taki þátt í sálmasöng eða stundi listsköp- un í trúarlegum tilgangi, 6) að trú félög eigi ekki þátttakendur í áfallateymum skóla. Loks er hnýtt aftan við að ekki sé verið að banna hefðbundið hátíðarstarf skólanna. Það er alvarlegt mál ef stjórn FÉKKST telur að trúarbragða- kennurum sé illa unnt að starfa innan þess ramma sem þessi til- mæli kveða á um. Vissulega má færa rök fyrir því að það megi teljast róttækt að banna heim- sóknir fulltrúa trúfélaga í skóla, sérstaklega þar sem slíkar heim- sóknir gætu hæglega talist liður í faglegri kennslu – alveg eins og heimsóknir fjölmargra annarra fulltrúa samfélagshópa. Slíkt bann mætti að ósekju endurskoða en þá aðeins að þjóðkirkjan (sem vissulega er það trúfélag sem langmest hefur heimsótt skólana) nýti þær heimsóknir til kynning- ar á sjálfri sér, en ekki til boðun- ar eða eigin kennslu. Mikil brögð hafa nefnilega verið að því. Það alvarlega við ályktun stjórnar FÉKKST er að samtök- in sjálf virðast ekki gera þann eðlilega og sjálfsagða greinar- mun á boðun og fræðslu sem faglegar kröfur leggja á herðar þeim. Stjórnin kvartar sérstak- lega yfir því að mega ekki lengur hnýta saman listsköpun og trúar- bragðafræðslu. Stjórnin telur sum sé fimmta liðinn hér að ofan sérlega skæðan. Þó er tekið skýrt fram að list- sköpun, sálmasöngur og kirkju- heimsóknir skuli ekki fara fram í trúarlegum tilgangi. Og þegar maður gerir eitthvað í trúarlegum tilgangi þá er maður sjálfkrafa farinn að ástunda viðkomandi trúarbrögð. Nýlega fór fram í skólanum mínum kennsla um manndóms- vígslur víða um heim. Nemend- ur horfðu á myndbönd, hlustuðu á fræðslu og settu meira að segja á svið einfalda manndómsvígslu. Sú sviðsetning var að sjálf- sögðu ekki gerð í þeim tilgangi að gera nemend- urna að fullorðnu fólki. Sviðsetningin var ein- göngu hluti af fjölbreytt- um kennsluháttum sem nýttu sköpunarkraft og starfsgleði nemendanna til hins ítrasta. Og þótt nemendum þættu mann- dómsvígslurnar sum- part framandi og jafn- vel kjánalegar þá tókst með faglegri og góðri kennslu að fræðast um þetta allt á nærgætinn og virðingarverðan hátt. Sá kennari sem vill láta nem- endur syngja sálma í trúarlegum tilgangi, þ.e. af fullri alvöru og sem þátt í iðkun trúarbragðanna – sá kennari gengur of langt. Hann fer á svig við mannréttindi barn- anna og foreldra þeirra, alveg óháð því hvort slíkt væri gert í þökk meirihluta foreldranna. Trúariðkun á einfaldlega annan vettvang í trúfrjálsu samfélagi. Skólinn er ekki lengur hirðir safnaðarins. Skyldur foreldra eru ríkari og traust til þeirra aukið. Það er ekki lengur svo að skóli helli lýsi ofan í börn, setji þau í sólbað eða láti þau fara með bænir. Eftir sem áður hafa kennar- ar á valdi sínu allar þær kennslu- aðferðir sem faglegar geta talist. Þeir geta frætt börnin um bænir og sálma og kennt þeim hvort- tveggja, þeir geta sýnt börnunum trúarlega list og látið þau stæla hana. Og þeir geta beint sjón- um að öllu litrófi mannlífsins og margvíslegum trúarbrögðum. Það sem þeir geta hinsvegar ekki gert er að leiða börnin í trúarlegu starfi. Þeir geta ekki stundað átrúnað í skólanum. Og sá sem heldur því fram að bann við slíku stangist á við fagmennsku kennara, hann gerir kennurum öllum skömm til. Ósvífni FÉKKST Kirkja og skóli Ragnar Þór Pétursson kennari í Reykjavík Sá kennari sem vill láta nemendur syngja sálma í trúarlegum tilgangi ... gengur of langt. Hvergi var getið um þessi lán og líkt og ég hef áður bent á eru lán til venslaðra aðila í reikningum LÍ fyrir árið 2007 að- eins um 10 milljarðar króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.