Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 46
 18. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● barnaföt Þramm milli verslana er ekki allra. Sérstaklega hafa minnstu búðarrápararnir litla þolin- mæði í að bíða meðan leitað er eftir réttum stærðum eða rétt- um lit á því sem á að kaupa. Í verslunarkjörnum og miðstöðv- um er gjarnan að finna leiktæki fyrir börn. Litlar hringekjur eða tæki sem hreyfast þegar laumað er í þær smámynt og víða eru skot þar sem sýndar eru teiknimyndir. Í verslunarmiðstöðvunum er einn- ig að finna leiksvæði þar sem boðið er upp á gæslu. Í Kringlunni í Reykjavík er að finna Ævintýralandið. Þar geta þriggja til níu ára krakkar leikið sér meðan foreldrarnir sinna erindum í allt að tvær klukkustundir. Í Ævin- týralandinu er að finna risakastala, þythokkí, körfuboltahorn, búninga og bækur svo eitthvað sé nefnt. Veröldin okkar er í Smáralind í Kópavogi. Þar er meðal annars að finna klifurvegg, kastala með þrem- ur rennibrautum, bækur og liti og léttar veitingar fyrir börnin. Í Småland í IKEA geta börn frá þriggja til níu ára unað sér við leik meðan foreldrarnir versla. Þar er hægt að lita, horfa á mynd, stökkva um í boltum og fela sig undir ævin- týraskógi Smålanda. Krakkahöllin við Korputorg býður ekki upp á gæslu en þar er að finna úrval hoppukastala og stærri leiktækja þar sem foreldrar geta verið með krökkunum. Þang- að er einnig hægt að hafa með sér nesti, bekkir og borð eru til staðar og eins er hægt að kaupa veitingar á staðnum. Skemmtileg ævin- týraveröld barnanna Krakkahöllin á Korputorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ævintýralandið í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Småland í Ikea. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veröldin okkar í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ●BÚNINGALEIKIR MEÐ GÖMUL FÖT Flestum krökkum finnst gaman að klæða sig í búninga í ímyndunarleikjum. Í barnaherberg- inu er sniðugt að nota eina kommóðuskúffuna eða gamlan kistil undir búninga. Búningarn- ir þurfa ekki að vera flóknir heldur finnst börn- um bráðskemmtilegt að fara í gamlar skyrt- ur af pabba og gömul pils af mömmu, binda á sig svuntu frá ömmu og fá gamlan hatt af afa. Stórir skór eru líka alltaf vinsælir og eins má safna í skúffuna slæðum og treflum sem nýt- ast sem skikkjur og belti. Hugmyndafluginu er svo gefinn laus taumurinn enda óþarfi að binda búningaleiki bara við öskudaginn. Barnabros eru hjálparsamtök sem hafa það að markmiði að gleðja börn á Íslandi. Starfsmenn þess safna framlögum frá einstakling- um og fyrirtækjum, kaupa gjafa- bréf á upplifun og færa börnum sem minna mega sín. Samtökin hafa þegar hafið sam- starf við ýmis fyrirtæki sem bjóða upp á afþreyingu. Starfsmenn þess hafa fengið í lið með sér fyrirtæki sem sýna stuðning með því að gefa afslátt af þeim gjafabréfum sem keypt eru en þannig verður meira úr framlagi hvers og eins. Að baki samtökunum standa fé- lagsráðgjafinn Andrea Margeirs- dóttir og viðskiptafræðingurinn Rannveig Sigfúsdóttir en báðar hafa unnið með hjálparsamtökum og þekkja þá mikilvægu aðstoð sem þau veita með brýnustu nauðsynj- ar. Með Barnabrosum vilja þær, að því er fram kemur á heimasíð- unni www.barnabros.is, skapa um- gjörð sem hvetur til þess að þörf barna fyrir athygli, umhyggju og ástúð sé fullnægt en með tækifær- um til nýrra upplifana má létta af litlum herðum á erfiðum tímum. Þar segir einnig að góðar upplifan- ir með fjölskyldunni styrki tengsl foreldra og barna, víkki sjóndeild- arhringinn og efli hugmyndaflug- ið. Þær skapa góðar og dýrmæt- ar minningar sem hægt er að rifja upp og njóta. Nánari upplýsingar um fram- lög og reikningsnúmer er að finna á fyrrgreindri heimasíðu en þar má einnig sjá dæmi um þá aðstoð sem fólk og fyrirtæki hafa þegar veitt. Má þar nefna leikhúsmiða, bíómiða, klippingar og gjafabréf í Veisluturninn. Fá börn til að brosa Hjálparsamtökin Barnabros voru stofnuð á dögunum en þeim er ætlað að gleðja börn sem minna mega sín. Meiri Vísir. FÁÐU FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Í HEIMSÓKN m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Langir verslunartúrar eru sjaldnast á óskalista krakkanna. Þá er gott að komast í einhverja afþreyingu meðan mamma og pabbi ljúka erindum sínum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.