Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 58
42 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jói! Þessi hármixt- úra! Ókei, ég veit allt um þetta! Róaðu þig niður! Ég tók nokkra dropa til eigin nota. Þú ert ekki sá eini sem er orðinn þunnur á toppnum! Ekki zegja að þú zért búinn að zmyrja þessu á hausinn þinn! Nei, rólegur! Ég prófaði þetta bara á stað þar sem sólin sjaldnast skín! Bara að prófa! Og? Hvað skeði eiginlega? Nja, zko... Mér finnst ég alltaf vera með of granna leggi til að vera í stuttbuxum. Hvað finnst þér? Kannski ef þú tækir smá lit... Einhvern daginn ætla ég að ferðast til allra landa í heiminum. Ég ætla að kanna hella, klífa fjöll, synda yfir ár, ganga yfir eyðimerkur og komast í gegnum frumskóga sem enginn hefur farið um áður! Segir krakkinn sem má ekki einu sinni fara yfir götuna. Ég sagði aldrei að þetta yrði auðvelt! Guð minn góður Bibba mín, ég bara trúi ekki að hún Friðrika sé á föstu með honum! Ég meina, fjandinn hafi það, það eru fleri fiskar í sjónum! LÁRÉTT 2. vindhviða, 6. spil, 8. vefnaðarvara, 9. yfirbreiðsla, 11. gjaldmiðill, 12. raup, 14. aurasál, 16. kveðja, 17. struns, 18. tunna, 20. bókstafur, 21. titra. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. pot, 4. skerðing, 5. drulla, 7. sök, 10. knæpa, 13. líða vel, 15. tafl, 16. langur, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. þota, 6. ás, 8. tau, 9. lak, 11. kr, 12. skrum, 14. nánös, 16. hæ, 17. ark, 18. áma, 20. ká, 21. riða. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. ot, 4. takmörk, 5. aur, 7. saknæmi, 10. krá, 13. una, 15. skák, 16. hár, 19. að. Ég hitti góða vinkonu á kaffihúsi um daginn sem ég hafði ekki séð mánuðum saman. Þrátt fyrir að við búum báðar hér í borg höfðu samskipti okkar undanfarna mánuði einskorðast við stutt skilaboð á Fésbókinni, yfirleitt á þá leið að þetta gengi nú ekki lengur, nú bara yrðum við að fara að hittast. Næsta sunnudag, eitthvert kvöldið í vikunni, eftir vinnu á föstudaginn! ANNASAMUR hversdagurinn hafði hins vegar tekið yfir og við gáfum okkur aldrei tíma. Verkefnin sem ljúka þurfti í hverri viku voru mörg, undu upp á sig og tóku yfir helgarnar, þá næstu og þá næstu. Þessi verkefni sem við létum tefja okkur voru ekki endilega einu sinni skemmtileg verkefni eða spennandi, í það minnsta ekki hjá mér. Húsverk, þvottur og eitt- hvað þaðan af meira hversdagslegt. ÞEGAR loksins varð af því að við hittumst dugði klukkutíminn á kaffihús- inu auðvitað engan veginn til. Eftir að kaffihúsið lok- aði sátum við því úti í bíl eins og unglingar til miðnættis og létum dæluna ganga enda hafði margt drifið á daga okkar beggja síðan í vor. TÍMINN líður talsvert hraðar nú þegar á fertugsaldurinn er komið en hann gerði þegar ég var barn. Þó hef ég heyrt því fleygt að það hægist aftur á honum eftir að ákveðnum árafjölda er náð. Það þýðir þó ekki að bíða til elliáranna með að rækta vini sína og við vinkona mín kvöddumst því með þeim orðum að þetta gengi nú ekki lengur, nú yrði að vera styttra þar til við hittumst næst! ÞEIR eru fleiri vinirnir sem ég hef ekki hitt mánuðum saman. Börn hafa jafnvel komið undir og fæðst milli þess sem ég hef hitt viðkomandi. Fólk hefur flutt, farið í skóla, skipt um vinnu, misst vinnu, átt afmæli og gengið í gegnum ýmislegt í lífi sínu sem ég fylgist einungis lauslega með á Fésbókinni. ÉG er auðvitað ekki ánægð með þetta. Sá þetta ekki fyrir og sofnaði á verðinum, en það er ekkert langt síðan ég uppgötv- aði hversu langt er síðan ég hitti sumt af þessu fólki. Ég veit að það er varasamt að lofa upp í ermina á sér og fólk er sjálfsagt löngu hætt að taka mark á þessum orðum. En nú gengur þetta ekki lengur, við bara verðum hreinlega að fara að hittast. Nú bara verðum við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.