Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 60
44 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Furðustrandir Arnaldur Indriðason Spegill þjóðar Njörður P. Njarðvík Danskennarinn snýr aftur, kilja - Henning Mankell Ég sé ekkert svona gler- augnalaus - Óskar Magnússon Stelpur! - Þóra Tómasdóttir og Kristín Tómasdóttir Hreinsun Sofi Oksanen METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 10.11.10 - 16.11.10 Gunnar Thoroddsen Guðni Th. Jóhannesson Dömusiðir Tobba Marinós Einfalt með kokkalandsliðinu Fleiri prjónaperlur Ýmsir höfundar 44 menning@frettabladid.is GUNNAR MAREL HLAUT SÚLUNA Gunnar Marel Eggertsson hlaut Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, á þriðju- dag fyrir smíðina á víkingaskipinu Íslendingi, siglinguna til Ameríku og þátttöku við uppbyggingu Víkingaheima. Þá fékk veitingastaður- inn Paddy‘s fyrirtækjasúluna fyrir eflingu tónlistarlífs í bænum. Ragnar Bjarnason verður gestur Jóns Ólafssonar í Salnum í Kópa- vogi í kvöld í sviðsspjallþættin- um Af fingrum fram. Ragnar situr fyrir svörum Jóns og áhorfenda auk þess að fara í gegnum sín vinsælustu lög og verða skemmtisögurnar ekki skornar við nögl. Ragnar er flytjandi vinsælasta lags landsins í dag, Allir eru að fá sér, ásamt BlazRoca og XXXRott- weiler. Rappararnir heiðra Ragn- ar með nærveru sinni í kvöld og flytja smellinn með honum. Auk þess munu Ragnar og Jón leika og syngja öll þekktustu lög söngvarans. Dagskráin hefst klukkan 20.30. Raggi Bjarna í Salnum Bækur ★★★ Japanskir meistarar Caput-hópurinn flutti verk eftir Hosokawa og Takemitsu í Nor- ræna húsinu. „Japanskir meistarar“ var yfir- skrift tónleika Caput-hópsins í 15:15 röðinni svokölluðu. Það er tónleikaröð sem byrjaði upphaf- lega í Borgarleikhúsinu en var flutt yfir í Norræna húsið. Tón- leikarnir eiga það sameiginlegt að hefjast klukkan korter yfir þrjú á sunnudögum. Kannski er það líka einkennandi fyrir þessa tónleika að þeir eru fremur óvenjulegir. Ýmist er hljóðfæraskipunin sér- stök (á næstu tónleikum kemur til dæmis fram saxófónkvartett), eða að tónlistin sjálf er óaðgengileg og krefst talsverðrar einbeitingar. Það var fámennur hópur sem var samankominn til að hlusta á sunnu- daginn var. Japönsku meistararn- ir sem þarna áttu verkin voru þeir Toru Takemitsu og Toshio Hosok- awa – kannski ekki þeir vinsæl- ustu. Tónlist þeirra beggja er þó oft áhugaverð, en dálítið misjöfn. Takemitsu er lýrískari og hug- ljúfari. Tónlistin hans er stund- um eilítið gamaldags, jafnvel í ætt við frönsku impressjónistana. Hosokawa er dularfyllri, músíkin hans er myrk, ef ekki magísk. Flutt voru fimm verk á tónleik- unum. Haustsöngur eftir Hosok- awa var að mínu mati skemmti- legasta tónsmíðin. Hún hófst á skuggalegum tónahendingum, ringulreið sem smátt og smátt þétt- ist og tók á sig mynd. Mikið var um endurtekningar, en aldrei þannig að það væri leiðigjarnt. Tónahend- ingarnar voru of margbreytilegar til þess. Þær kölluðu fram einstök hughrif. Fjórir strengjaleikarar Caput-hópsins ásamt Guðna Franz- syni klarinettuleikara spiluðu verkið af innlifun og samheldni. Þetta var frábært! Ýmislegt annað var áhugavert á dagskránni. Rocking Mirror Day- break eftir Takemitsu, fyrir tvær fiðlur, kom einkar vel út. Þetta eru hrífandi náttúrustemningar, lit- ríkar og fallegar. Ef til vill örlar á nostalgíu. Þau Zbigniew Dubik og Hildigunnur Halldórsdóttir fluttu verkið af alúð og tilfinninga- hita, en einnig af aðdáunarverðri nákvæmni. Entre-Temps eftir Takemitsu virkaði líka ágætlega. Strengja- kvartettinn spilaði, og Eydís Franzdóttir lék á óbó. Mjúk, vönd- uð spilamennskan skapaði nota- lega upplifun. Ég var minna hrifinn af hinum tónsmíðunum. Það voru eldri verk eftir Hosokawa. Hið andstutta Atem-Lied var glæsilega flutt af Kolbeini Bjarnasyni, en tónlistin var engu að síður ansi langdreg- in. Svipaða sögu er að segja um Fragment II fyrir strengjakvart- ett og altflautu. Þar var rauði þráð- urinn að mestu einn gegnumgang- andi tónn. Í kringum hann veltust hraðar tónahendingar. Útkoman var hálf einfeldningsleg og varð aldrei að neinu bitastæðu. Tónleikarnir tóku um klukku- tíma og korter. Það er býsna langt fyrir svona tónlist. Vel hefði mátt sleppa einhverju af dagskránni – eða bara hafa hlé! Jónas Sen Niðurstaða: Tónleikar Caput-hóps- ins með verkum eftir Takemitsu og Hosokawa voru vandaðir, en nokkuð langdregnir. Sum verkin voru flott, önnur ekki. Mögnuð japönsk tónlist KOLBEINN BJARNASON Flutti hið and- stutta Atem-Lied glæsilega, segir í dómi Jónasar Sen. Verkefni sem Embla Vig- fúsdóttir og Auður Ösp Guðmundsdóttir unnu saman í Listaháskóla Íslands varð að þeirra fyrstu barnabók, bókinni Loðmar sem út kom á degi íslenskrar tungu. „Við fengum það verkefni að vekja athygli á einhverju sem okkur þótti mega betur fara í samfélag- inu. Þar langaði okkur að vekja athygli á málfarinu og benda á að íslenska er rík af góðum og gild- um orðum sem eru ekki notkun,“ segir Embla þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. Söguhetja bókarinnar, Loðmar, býr á fyrstu opnu í bókinni og hefur aldrei þorað lengra fyrr en hann heldur í ferðalag með lesand- anum. Á vegi hans verða fjölmarg- ir karakterar sem bera skrautleg nöfn á borð við Gnótt, Lúpu og Knuðljón. Embla segir þær Auði Ösp hafa fyrst hugsað upp nöfnin og svo spunnið upp sögu sem per- sónur með þessi nöfn væru líkleg til að lenda í. „Við unnum svo áfram með hug- myndina og í sumar fengum við styrk frá Rannís til að klára verk- ið. Þá endurskoðuðum við sögu- þráðinn þó að inntakið hafi ekki breyst. Við teiknuðum líka mynd- irnar aftur og aftur. Bókin er algjört samvinnuverkefni og við unnum að öllu saman, líka teikn- ingunum,“ segir Embla. Í bókinni um Loðmar er notað mikið af orðum, orðum sem eru kannski ekki í daglegum orða- forða barna. „Börn eru svo miklir snillingar, þau skilja söguþráðinn hæglega af samhenginu. En svo erum við með orðalista aftast fyrir lesendur, hann getur líka gagnast fullorðnum lesendum ef þeir þurfa aðstoð við að útskýring- ar,“ segir Embla, sem sjálf er unn- andi barnabóka. „Ég les mikið af barnabókum og eru þeir Þórarinn Eldjárn og Roald Dahl í sérstöku uppáhaldi.“ Bókin kom út á degi íslenskrar tungu og hittu þá Embla og Auður Ösp fyrir níu ára krakka úr Háteigsskóla og lásu fyrir þá úr bókinni. „Við fengum mjög góð viðbrögð frá þeim og margar skemmtilegar spurningar,“ segir Embla. Dagskráin fram undan verður þétt, með dagskrá upp- lestra hjá þeim stallsystrum. „Við verðum í bókabúðum, jólatrés- sölum og bara úti um allt, mjög spennandi.“ sigridur@frettabladid.is Börn eru miklir snillingar AUÐUR ÖSP OG EMBLA Þriggja daga skólaverkefni varð að barnabókinni um Loðmar sem kom út í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.