Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 78
 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR62 sport@frettabladid.is HAÍTI er komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í gær. Haíti hefur verið mikið í fréttum vegna þeirra náttúruhamfara sem þar hafa gengið yfir en knattspyrnulandslið þjóðarinnar hoppaði engu að síður upp í 101. sæti listans. Ísland er í 110. sætinu og stendur í stað frá síðasta lista. HANDBOLTI Júlíus Jónasson, þjálf- ari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska lands- liðið sem fer á æfingamót í Nor- egi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistara- mótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku. „Mér líst vel á þennan hóp og eðlilega tel ég að ég hafi valið besta hópinn sem við eigum,“ sagði Júlí- us við Fréttablaðið í gær. „Það er þó alltaf erfitt að standa að svona vali og það var ekki öðruvísi núna. Það er alveg ljóst og fullkomlega eðlilegt að það eru einhverjir leik- menn sem sitja eftir svekktir.“ Júlíus segir að margt þurfi að hafa í huga við val á landsliði. „Það er ýmislegt í þessu vali sem er ekki auðlesið af mörgum en þannig er það bara. Auðvitað væri betra að hafa fleiri leikmenn en maður er bundinn af reglunum.“ Júlíus valdi þrjá markverði í hópinn og segir óljóst hvort hann fari með alla þrjá til Danmerkur eða skilji einn eftir heima. „Ég er ekki búinn að taka endan- lega ákvörðun hvað það varðar enn og báðir möguleikar koma til greina. Hér áður fyrr fóru lið undan tekningalaust með þrjá markverði á stórmótin en það hefur breyst. Nú er hægt að skipta út leikmönnum eftir riðlakeppnina ef meiðsli koma upp og málin hafa þróast þannig að lið gera meira af því að fara með tvo markverði – án þess að ég sé að gefa nokkuð upp um hvað ég ætli að gera,“ segir Júlíus. Sjálfsagt eru margir leikmenn óánægðir með að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfaranum á æfingamótinu í Nor- egi. „Ég er búinn að skoða marga leikmenn og tel að ég sé nú með bestu leikmennina sem við eigum í hverri stöðu fyrir sig. Það eru einnig leikmenn í hópnum sem geta leikið fleira en eina stöðu, sem getur líka reynst dýrmætt.“ Hann segir að liðið ætli ekki að láta sér nægja að hafa komist inn á Evrópumeistaramótið en það er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna kemst á stórmót. „Við vitum að okkar riðill er mjög erfiður en þannig er það með alla riðlana – öll sextán liðin sem keppa á mótinu eru mjög sterk. Við erum litla liðið í riðlinum en það getur líka verið kostur. Einn sigur gæti fleytt okkur upp úr riðlinum og draumurinn er að ná því að gera betur en við höfum gert hingað til. Það var frábært að komast á EM en við viljum ekki setja punktinn þar.“ - esá Júlíus Jónasson hefur valið nítján leikmenn í æfingahóp A-landsliðs kvenna fyrir EM í Danmörku: Eðlilegt að einhverjar sitji svekktar heima VALDI EM-HÓPINN Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsliðshópurinn Markverðir: Berglind Íris Hansdóttir Fredrikstad BK Guðrún Ósk Maríasdóttir Fylki Íris Björk Símonardóttir Fram Aðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Val Arna Sif Pálsdóttir Team Esbjerg Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram Elísabet Gunnarsdóttir Stjörnunni Hanna G. Stefánsdóttir Stjörnunni Harpa Sif Eyjólfsdóttir Spårvagen HF Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Val Karen Knútsdóttir Fram Rakel Dögg Bragadóttir Levanger Rebekka Rut Skúladóttir Val Rut Arnfjörð Jónsdóttir Team Tvis Holstebro Sólveig Lára Kjærnested Stjörnunni Stella Sigurðardóttir Fram Sunna Jónsdóttir Fylki Sunna María Einarsdóttir Fylki Þorgerður Anna Atladóttir Stjörnunni FÓTBOLTI Sænska félagið IFK Göteborg horfir fram á að missa íslenska landsliðsmanninn Ragn- ar Sigurðsson frá sér. Félagið vill gjarna fá annan Íslending til þess að fylla hans skarð. Á vefsíðu Expressen í dag er greint frá því að miðverðirnir Elfar Freyr Helgason og Jón Guðni Fjóluson séu báðir undir smásjá sænska liðsins. „Við erum ekki eina liðið sem vill fá þessa stráka,“ sagði Håkan Mild, íþróttastjóri Göteborg, en Jón Guðni hefur meðal annars verið að æfa með PSV Eindhoven og FC Bayern. Mörg lið í Skand- inavíu hafa svo verið að sýna Elf- ari Frey áhuga. Sænska liðið mun hefja æfing- ar á ný hinn 30. nóvember og segir Mild að Eflar Freyr muni mæta þá á æfingar hjá liðinu. - hbg Sænska félagið IFK Göteborg: Spennt fyrir Jóni og Elfari JÓN GUÐNI Hefur verið á faraldsfæti síðustu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Tveir leikmenn U-21 land- liðs Íslands, þeir Alfreð Finnboga- son og Kolbeinn Sigþórsson, björg- uðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttu- landsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skor- uðu svo þriðja markið á 27. mín- útu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlit- inu.“ Ísraelar skoruðu fyrsta mark- ið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelm- ingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Her- manni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dam- eri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafa- mörk – alger byrjendamistök,“ sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leik- menn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda bolt- anum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðs- þjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísra- elsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breytt- um til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur,“ sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Stein- þór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur.“ Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn.“ Alfreð Finnboga- son skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skor- aði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir horn- spyrnu og setti hann á nærstöngina,“ sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kol- bein sem skoraði síðara markið,“ bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlit- inu og gátum labbað nokkuð bratt- ir af velli,“ sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tæki- færið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu.“ Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leik- menn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð.“ eirikur@frettabladid.is Ungu strákarnir gefa Íslandi von Eftir skelfilega byrjun vináttulandsleiksins í Ísrael í gær þar sem tveir leikreyndustu menn Íslands gáfu tvö mörk á silfurfati voru það ungu strákarnir sem björguðu andliti íslenska landsliðsins í Tel Aviv fyrir rest. LAGLEGUR SAMLEIKUR Kolbeinn Sigþórsson skoraði eftir laglegan samleik við Steinþór Frey Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FYRSTA MARKIÐ Alfreð Finnbogason skoraði eitt og átti ríkan þátt í hinu marki Íslands í gær. NORDIC PHOTOS/AFP Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli. ALFREÐ FINNBOGASON LANDSLIÐSMAÐUR FÓTBOLTI Enska B-deildarliðið Reading er að leita sér að styrk- ingu og ætlar að reyna að fá lán- aðan leikmann áður en lokað verður fyrir lánasamninga næsta fimmtudag. Á vefnum Vitalfootball er því velt upp að Brian McDermott, stjóri Reading, sé að reyna að fá Eið Smára Guðjohnsen lánaðan frá Stoke City. „Það er möguleiki að við fáum lánaðan mann. Ég er að skoða mjög góðan leikmann. Ef það fer í jákvæðan farveg munum við reyna að landa málinu,“ sagði McDermott. Eiður hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Stoke City í vetur og spurning hvort hann sé tilbúinn að íhuga að fara annað að láni. - hbg Eiður Smári Guðjohnsen: Orðaður við Reading GEGN UNITED Eiður Smári í baráttu við Patrice Evra í leik Stoke og Manchester United. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Þjálfarar meistara- flokka karla og kvenna hjá Hauk- um voru í gær dæmdir í leik- bann á fundi Aganefndar HSÍ en leikbönnin koma þó ekki til með að hafa áhrif á störf þeirra með sínum liðum sínum í N1-deild karla og kvenna. Báðir fengu bann fyrir óíþróttamannslega framkomu: Halldór Ingólfsson, þjálfari karlaliðsins, fyrir leik í 3. flokki karla þar sem hann var skráður starfsmaður en Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðsins, fyrir úti- lokun í leik með Haukum 2 í bikar- keppninni. - óój Þjálfarar Hauka: Báðir í bann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.