Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 80
64 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkur- liðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deild- ar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræð- inni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræð- in hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikil- vægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leik- ina sem Guðlaugur hefur spilað en töp- uðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæ- felli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkur liðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaug- ur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guð- laug. „Palli [Páll Axel Vil- bergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrir- liði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síð- ustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guð- laugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dög- unum og spilaði en það var einung- is vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera vara- skeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar. - óój Grindvíkingar spila aldrei betur í Iceland Express deild karla en þegar Guðlaugur Eyjólfsson er inni á vellinum: Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu + og - hjá Guðlaugi í vetur: Hér á eftir fara leikir Grindavíkur í vetur og hvernig fór þegar Guðlaugur Eyjólfs- son var innan eða utan vallar. Leikir Grindavíkur í deildinni í vetur: Njarðvík 84-68 sigur (+17 / -1) KFÍ 96-87 sigur (+13 / -4) Tindastóll 76-55 sigur (+13 / +8) Haukar 100-84 sigur (+16 / 0) ÍR 115-94 sigur (+29 / -8) Snæfell 71-79 tap (lék ekki / -8) Stjarnan 100-92 sigur (+21 / -13) N1-deild karla Haukar - Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Kristjánsson 1 (4), Matthí- as Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Erlendsson 21 (47/1) 45%. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjóns- son, mjög góðir. Selfoss - HK 34-39 (12-18) Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 11, Hörður Bjarnason 5, Matthías Halldórsson 5, Guðjón Drengsson 4, Atli Kristinsson 3, Guðni Ingvarsson 2, Gunnar Ingi Jónsson 2, Einar Héðinsson 1, Helgi Héðinsson 1. Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 14, Bjarki Már Elíasson 7, Atli Ævar Ingólfsson 6, Hörður Másson 6, Atli Karl Bachmann 5, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1. STAÐAN Akureyri 6 6 0 0 183-148 12 HK 7 6 0 1 242-232 12 Fram 7 5 0 2 236-202 10 FH 6 4 0 2 188-168 8 Haukar 7 3 0 4 183-193 6 Afturelding 6 1 0 5 157-180 2 Selfoss 7 1 0 6 196-224 2 Valur 6 0 0 6 150-188 0 N1-deild kvenna Fylkir - HK 38-29 (22-14) Mörk Fylkis: Arna Valgerður Erlingsdóttir 12, Sunna María Einarsdóttir 8, Tinna Soffía Trausta- dóttir 6, Nataly Sæunn Valencia 4, Elín Helga Jónsdóttir 3, Áslaug Gunnarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2. Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 9, Brynja Magnúsdóttir 7, Heiðrún Björk Helgadóttir 4, Lilja Lind Pálsdóttir 2, Tatjana Zukovska 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1. Þýska úrvalsdeildin Lemgo - Füchse Berlin 24-26 Alexaander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Berlin en þjálfari liðsins er Dagur Sigurðsson. Göppingen - Lübbecke 31-23 Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Lübbecke. Undankeppni EM 2012 E-RIÐILL Finnland - San Marínó 8-0 F-RIÐILL Króatía - Malta 3-0 Vináttulandsleikir Argentína - Brasilía 1-0 1-0 Lionel Messi (90.) Danmörk - Tékkland 0-0 Svíþjóð - Þýskaland 0-0 Holland - Tyrkland 1-0 1-0 Klaas-Jan Huntelaar (52.) Rúmenía - Ítalía 1-1 1-0 C. Marica (34.), 1-1 Fabio Quagliarella (82.). England - Frakkland 1-2 0-1 Karim Benzema (16.), 0-2 Mathieu Valbuena (55.), 1-2 Peter Crouch (86.). Írland - Noregur 1-2 1-0 Shane Long, víti (5.), 1-1 Morten Gamst Pedersen (34.), 1-2 Erik Huseklepp (86.). ÚRSLIT HANDBOLTI Fram vann sanngjarnan sigur, 27-31, á Haukum í gær eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 14- 14. Fram var talsvert betra liðið nær allan leikinn en frábær mark- varsla Birkis Ívars Guðmunds- sonar hélt Haukum inni í leiknum í síðari hálfleik. „Mér leist ekkert á blikuna í upphafi en mér fannst við sýna mikinn karakter með því að koma til baka. Einhvern tímann hefð- um við brotnað í þessari stöðu líkt og við gerðum gegn HK í annarri umferð. Þessi frammistaða sýndi styrk liðsins,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn en hans menn byrjuðu illa. Réðu ekkert við sterka framliggj- andi vörn Hauka en náðu að jafna í stöðunni 7-7 og héldu í hendurnar á Haukum fram að hálfleik. Framarar byrjuðu síðari hálfleik með látum og virtust ætla að kaf- færa heimamenn. Birkir Ívar hélt þá Haukum á floti með stórbrot- inni markvörslu. Haukar spiluðu síðan sterka 3/3 vörn, fengu hraða- upphlaup og jöfnuðu leikinn, 21-21. Þá varð liðið bensínlaust, Framar- ar sigu fram úr og unnu öruggan og sanngjarnan sigur sem hefði í raun átt að vera stærri. „Þegar við náðum að stöðva Björgvin gekk þetta betur. Mér fannst við síðan klára þetta með stæl,“ sagði Reynir og mælti rétti- lega. Sóknarleikur Hauka var oft á tíðum hrein hörmung er liðið varð að stilla upp. Eina alvöru ógnun- in var af Björgvini og hinar skytt- urnar gerðu ekkert af viti. Var í raun furðulegt að Reynir skyldi ekki taka Björgvin úr umferð því hinir voru aldrei líklegir. Magnús varði þess utan mjög vel í bleiku treyjunni sinni í markinu. Einar Rafn átti stórleik, Jóhann Gunnar kom sterkur upp í síðari hálfleik en var duglegur að mata félaga sína í þeim seinni. Fleiri menn lögðu einfaldlega sín lóð á vogarskálarnar hjá Fram og það gerði gæfumuninn. Á meðan breiddin var frábær hjá Fram héldu þeir Björgvin og Birk- ir Ívar Haukunum uppi. Það dugir ekki gegn jafn sterku liði og Fram. „Leikur okkar er svolítið stirð- ur ef við þurfum að stilla mikið upp í sókn. Í fyrri hálfleik vorum við að fá ódýru mörkin á meðan vörnin var góð en hún hélt ekki nógu lengi,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson Haukamaður, sem segist þó ekki vera farinn að örvænta og segir að ungu strák- arnir í liðinu eigi eftir að bæta leik sinn mikið. Þeir séu betri en þeir hafi sýnt í gær. henry@frettabladid.is Framarar á miklu flugi Fram vann sinn fjórða leik í röð í N1-deild karla í gær er liðið sótti Íslandsmeist- ara Hauka heim að Ásvöllum. Framarar eru sjóðheitir en það er vandræða- gangur á meisturunum. „Sýndum mikinn karakter,“ sagði þjálfari Fram. SKORAÐI SEX Jóhann Gunnar Einarsson sækir að marki Hauka í leiknum í gær. Hann skoraði sex marka Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Þrátt fyrir mikla endur- nýjun í enska landsliðinu mátti Fabio Capello landsliðsþjálfari sætta sig við tap fyrir Frökkum á heimavelli í gær en fjölmargir vin- áttulandsleikir fóru fram víða um Evrópu í gær. Frakkar unnu 2-1 sigur á Eng- landi í gær með mörkum þeirra Karim Benzema og Matheu Valbu- ena en leikurinn fór fram á Wemb- ley-leikvanginum í Lundúnum. Peter Crouch náði að klóra í bakk- ann fyrir heimamenn með marki skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Andy Carroll, Jordan Henderson og Kieran Gibbs voru allir í byrj- unarliði Englands í gær en það voru þeir frönsku sem höfðu undir- tökin lengst af í leiknum. Hollendingar fögnuðu sigri á heimavelli gegn Tyrkjum en Klaas-Jan Huntelaar skoraði eina mark leiksins. Þjóðverjar gerðu marka- laust jafntefli við Svía en þjálf- arinn Joachim Löw ákvað að hvíla nokkra lykilmenn í þýska landsliðinu að þessu sinni og fengu fjórir leikmenn að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir hönd Þýskalands í gær. Ófarir Ítala halda enn áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Rúmeníu í gær og þá tryggði Erik Huse klepp Norðmönnum sigur á Írum í leik sem Kristinn Jakobs- son dæmdi. Noregur er með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2012, sem og Danmörk sem gerði markalaust jafntefli við Tékka í gær. - esá Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram víða um Evrópu í gær: Frakkar fögnuðu á Wembley FLOTTIR FRAKKAR Mathieu Valbuena og Karim Benzema, til hægri, fagna með Eric Abidal í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Lionel Messi sýndi snilldartakta þegar hann skor- aði sigurmark Argentínu gegn Brasilíu í vináttulandsleik sem fór fram í Katar í gær. Það stefndi í markalaust jafn- tefli þegar Messi skoraði í upp- bótartíma leiksins. Hann fékk knöttinn á miðjum vallarhelm- ingi Brasilíu og lék á fjóra varn- armenn áður en hann skoraði með lágu skoti. Þetta var fyrsta mark Messi í landsleik gegn Brasilíu í fimm tilraunum og fyrsti sigur Argent- ínu í leik þessara liða síðan í júní 2005. „Það er alltaf mikilvægt að vinna og þessi sigur er enn mikil- vægari. Þetta var leikur gegn erkifjendum okkar og sigurinn gefur okkur mikið sjálfstraust,“ sagði Messi eftir leikinn. „Markið mitt var aðeins mikilvægt vegna þess að með því unnum við sigur á Brasilíu.“ Sergio Batista fékk því óska- byrjun sem landsliðsþjálfari Arg- entínu. - esá Argentína vann Brasilíu: Messi sá um Brassana TVEIR ÖFLUGIR Ronaldinho og Lionel Messi í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.