Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 4

Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 4
4 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR LANDSDÓMUR Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkisins af málarekstri Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi nemi 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson, dóms- mála- og mannréttindaráðherra, kynnti í ríkisstjórn í gær. Í því er miðað við fjögurra mán- aða málsmeðferð, að laun dómara verði þau sömu og hæstaréttardóm- ara og að salur í Þjóðmenningar hús- inu verði leigður undir dómþingið. Launakostnaður dómara er áætl- aður 77 milljónir og laun annarra starfsmanna 12,5 milljón- ir. Húsaleiga, rekstrarkostn- aður skrifstofu- húsnæðis, rit- aravinna, leiga á upptökutækjum og öryggisgæsla mun kosta 13,5 milljónir sam- kvæmt minnis- blaðinu og annar rekstrarkostnað- ur nema 7 milljónum. Taki málsmeðferðin tvo mánuði til viðbótar aukast útgjöldin um 43 SAMGÖNGUR Skipstjóri og rekstrar- stjóri Herjólfs telja straum frá Markarfljóti líklega orsök þess að ferjan snerist á hlið fyrir utan hafnargarðinn í Landeyjahöfn á miðvikudag. Ívar Gunnlaugsson skipstjóri segir Herjólf fyrst hafa snúist á bakborða og síðan á stjórnborða rétt utan við hafnargarðinn þegar hann var að stýra ferjunni inn í Landeyjahöfn. „Ég stoppaði bara skipið og lét bógskrúfuna snúa því á rétta stefnu og hélt áfram inn,“ lýsir Ívar, sem kveður alls enga hættu hafa verið á ferð. „Ég held að það hafi ekki nokkur maður orðið var við þetta.“ Veður var gott og aðeins 1,6 metra ölduhæð þegar atvikið varð. Dýpi undir skip- inu var um þrír metrar. Ívar segist áður hafa siglt þarna um í þriggja metra öldu h æð á n nokkurra vand- kvæða. Hann segist ekki vita hvað olli því að skipið snerist en er viss um að þar hafi verið ein- hverjir utanaðkomandi kraftar verið að verki. Helst detti honum í hug að straumur frá Markarfljóti hafi þyngst. „Fljótið er búið að grafa sig meðfram fjörunni og fer fyrir framan höfnina og það er eitthvað sem skrúfar sig upp fyrir framan hafnar kantinn,“ segir Ívar. Guðmundur Pedersen, rekstrar- stjóri hjá Eimskipi, tekur undir með skipstjóranum. Markarfljót sé farið að renna alveg út með hafnar- garðinum og mikil breyting hafi orðið á botninum. „Þetta myndar allt saman ein- hverjar straumiður og hnúta. Það virðist vera lykilatriði að þessi ós verði færður. Það gengur ekki að áin komi út við hafnarkjaftinn,“ segir Guðmundur og upplýsir að einmitt eigi að funda með landeig- endum á mánudaginn um þá áætl- un að flytja ós árinnar til austurs. Atvikið var rætt á fundi hjá Sigl- ingastofnun á fimmtudag. Sigurð- ur Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs, segir ekki tímabært fyrir stofnunina að gefa út álit um málið. Þess má geta að Eim- skip, sem annast rekstur Herj- ólfs fyrir Vegagerðina, hafnar því að afhenda myndir sem til eru af atvikinu úr öryggismyndavélum í Landeyjahöfn. „Við látum aldrei neitt úr okkar öryggiskerfum nema fyrir liggi beiðni frá lög- reglu,“ segir Eyþór Ólafsson, yfir- maður öryggisdeildar. Ívar skipstjóri ítrekar að fyrst og síðast líti menn til öryggis skipsins og farþeganna og taki því enga áhættu. Hann minnir hins vegar á Herjólfur sé senni- lega lengri, breiðari, djúpristari og háreistari en Landeyjahöfn sé hönnuð fyrir. „Þetta er eins og að leggja í allt of lítið bílastæði. En það bjargar Herjólfi að hann er svo gott og öflugt skip.“ gar@frettabladid.is Telja að Markarfljót hafi snúið Herjólfi Skipstjóri Herjólfs telur straum frá Markarfljóti kunna að hafa snúið ferjunni við Landeyjahöfn. Rekstrarstjórinn segir ófært að fljótið komi út við höfnina. Lykilatriði sé að færa ós þess burt. Funda á með landeigendum á mánudaginn. ÍVAR GUNNLAUGSSON LANDEYJAHÖFN Frá því þessi mynd var tekin um miðjan júlí hefur rennsli Markar- fljóts færst nær varnargarðinum sem sést til vinstri. Eimskip hafnar því að afhenda myndir úr öryggismyndavélum sem sýna atvikið á miðvikudag. MYND/ÓSKAR Gert er ráð fyrir að landsdómur þingi í fjóra mánuði í sal í Þjóðmenningarhúsinu: Málarekstur fyrir landsdómi kostar 113 milljónir ÖGMUNDUR JÓNASSON SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur gefið út reglu- gerð sem heimilar að veiða 200 þúsund tonn af loðnu í íslenskri fiskveiðilögsögu á tímabilinu frá 23. nóvember 2010 til og með 30. apríl 2011. Heildaraflamark í loðnu byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar. Af þessum 200 þúsund tonnum fara um 139 þúsund tonn til íslenskra loðnuveiðiskipa sem hafa aflamark í loðnu en rúmlega 60 þúsund tonn fara til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamn- ingum. - shá Loðnukvóti á vetrarvertíð: Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar- nesi stóð nokkrar rjúpnaskyttur að meintum ólöglegum veiðum í umdæmi sínu í gær. Lögregla naut liðsinnis þyrlu Landhelgis- gæslunnar við eftirlitið. Lögreglu bárust ábending- ar um að rjúpnaskyttur innan umdæmisins fylgu ekki settum reglum um veiðarnar og óskuðu liðsinnis Gæslunnar. Þyrlan var á leið í fjallaæfingu og var aðgerð lögreglu samtengd æfingunni. Lögreglumaður var tekinn um borð í þyrluna og farið var eftir- litsflug með þessum árangri. - shá Ólöglegar rjúpnaveiðar: Skyttur teknar á þyrlu LHG VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 10° 7° 5° 9° 9° 5° 5° 23° 9° 20° 11° 26° -3° 9° 12° 4° Á MORGUN Víðast hæg breytileg átt. MÁNUDAGUR Áfram hæglætis veður. 7 3 7 5 7 8 6 13 7 9 5 5 5 3 7 8 9 6 2 4 4 3 4 -1 0 5 3 -1 -1 -1 3 2 GÓÐVIÐRI NÆSTU DAGA Það dregur úr vindi á landinu í dag og tekur við góðviðri um allt land næstu daga. Það kólnar smám saman á morgun en hitinn verður svipaður fyrri part vinnuvikunnar, en lítur út fyrir að það kólni enn frekar á miðvikudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður TRYGGINGAMÁL Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveðið að hefja aftur greiðslur fyrir túlkun heyrnar lausra einstaklinga sem eiga viðskipti við stofnunina. Félag heyrnarlausra fagnar þess- um tímamótum en til stóð að félag- ið myndi kæra Tryggingastofnun fyrir brot á réttindum fatlaðra. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í vikunni að Trygginga- stofnun liti svo á að stofnuninni væri ekki skylt að greiða fyrir túlka og því þyrftu heyrnarlaus- ir sem leituðu til stofnunarinnar sjálfir að greiða reikninginn. Breyting hjá Tryggingastofnun: Heyrnarlausir fá greiddan túlk milljónir. Að sama skapi lækka þau ef málsmeðferð verður styttri. Í kostnaðaráætluninni er ekki reiknað með þeim viðbótarkostnaði sem fellur á Hæstarétt við það að fimm dómarar við réttinn sitja jafn- framt í landsdómi. - bþs AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 19.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,0941 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,77 112,31 179,77 180,65 153,36 154,22 20,569 20,689 18,757 18,867 16,375 16,471 1,3432 1,3510 174,40 175,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Þórunn Sigurðardóttir var á mynd með Kristjáni Jóhannssyni söngvara sem birtist með frétt um tónleika í Krists- kirkju á sunnudag. Af samhengi frétta- rinnar hefði mátt draga þá ályktun að um Sigríði Ingvarsdóttur, framkvæmda- stjóra Caritas, væri að ræða. LEIÐRÉTTING Járnskortur er oft ein af ástæðum þess að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix- túrurnar eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti, ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum. Engin aukefni hrein náttúruafurð Floradix blandan stuðlar að : Betri upptöku járns, vegna C vítamín innihalds. Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns, aukið súrefnisflæði. Orkugefandi efnaskiptum Betra ónæmiskerfi Eðlilegri frumuskiptingu Auknu blóðstreymi Aukinni orku Auknum lífskrafti þreytt og slöpp ? Floradix formúlurnar er hægt að kaupa í apótekum, matvöru/ verslunum og heilsubúðum. , , x- Kjararáði ber að ákveða þóknun dómenda og dómritara landsdóms, sam- kvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Í gildandi lögum segir að landsdómur sjálfur ákveði þóknunina. Telur ráðherrann eðlilegt að kjararáð annist ákvörðunina. Tveir fulltrúar í kjararáði þurfa að líkindum að víkja sæti við umfjöllun þess um málið. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson situr í landsdómi og Jónas Þór Guðmundsson er varamaður í dómnum. Verða varamenn þeirra í kjararáði kallaðir til við ákvörðunina ef og þegar frumvarp ráðherra verður að lögum. Víkja sæti úr kjararáði vegna landsdóms ÞÝSKALAND, AP Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vísar á bug allri gagnrýni á áform bankans um að kaupa ríkis- skuldabréf fyrir 600 milljarða dala. Á ráðstefnu í Frankfurt í Þýskalandi sagði hann þetta nauð- synlegt til að draga úr atvinnu- leysi og örva atvinnulífið. Annars mætti búast við að mikið atvinnu- leysi yrði við lýði árum saman. Áform bankans hafa verið harðlega gagnrýnd, bæði innan Bandaríkjanna og í öðrum lönd- um. - gb Bernanke svarar gagnrýni: Innspýting er nauðsynleg Á EVRUSLÓÐUM Bernanke á bankaráð- stefnu í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.