Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 56
Sýning á gripum sem tengjast
sögu japanskra bardagalista
verður opnuð í Norræna húsinu
á morgun.
Sýndar verða bæði frumgerðir
og endurgerðir gripa sem tengj-
ast bardagalist, svo sem brynj-
ur, sverð og hjálmar. Það eru
The Japan Foundation og sendi-
ráð Japans á Íslandi sem standa
fyrir komu sýningarinnar hing-
að til lands.
Sýningunni er skipt upp í tvo
hluta. Annars vegar getur að líta
endurgerðir og frummyndir sögu-
legra vopna auk þess sem breyt-
ingar sem bardagalistir tóku frá
áttundu öld til nítjándu aldar eru
útskýrðar á veggspjöldum. Hins
vegar fjallar sýningin um þróun
bujutsu – bardaga á víg-
velli – til budo – bardaga-
íþrótta – á nítjándu og
tuttugustu öld og fjallað
er um hvernig andi bar-
dagalistanna birtist í dag-
legu lífi Japana í dag.
„Þetta er farandsýning
sem búin er að fara út um
allan heim,“ segir Þuríð-
ur Helga Kristjánsdóttir,
verkefnastjóri í Norræna
húsinu, sem hefur umsjón
með sýningunni hér. „Hún
kom til okkar frá Rúss-
landi og fer héðan til Sádi-
Arabíu.“
Þ uríður segir
ástæðuna fyrir því
að farið var af stað með sýn-
inguna vera aukinn áhuga á jap-
önskum bardagalistum víða um
heim. „Þetta eru
mjög myndrænir bún-
ingar.“ segir hún. „Það
er í rauninni ótrúlegt
að þetta skuli hafa
verið notað því þetta
er svo mikill skúlpt-
úr. Ég held að bæði
börn og fullorðn-
ir muni hafa mjög gaman
af að skoða þessa sýningu, og
ég tala nú ekki um þá sem eru að
æfa bardagalistir.“
The Japan Foundation tekur
þátt í menningarsamskiptum
við rúmlega 130 lönd víðs vegar
um heim með þrjú meginþemu
í brennidepli: listir, menningar-
samskipti og kennslu í japönsku
og japönskum fræðum á erlendri
grund. Nú eru um tuttugu farand-
sýningar á vegum samtakanna á
ferð um heiminn.
Sýningunni í Norræna húsinu
lýkur hinn 12. desember.
fridrikab@frettabladid.is
Japanskar bardagalistir
í Norræna húsinu
Brynjur, sverð og hjálma og ótalmargt annað sem tengist japönskum bardagalistum gefur að líta á far-
andsýningu sem verður opnuð á morgun og stendur til 12. desember.
„Ótrúlegt að þetta skuli hafa verið notað,“ segir Þuríður Helga
Kristjánsdóttir, verkefnastjóri í Norræna húsinu.
Bjarni massi, öðru nafni Bjarni Þór Sigurbjörnsson, verður með leiðsögn um sýningu
sína, Allir um borð, í Hafnarhúsinu á morgun klukkan 15. Á sýningunni er birtingarmyndum
græðgi, samkeppni og hömluleysis miðlað í gegnum skjáverk, skúlptúra og ljósmyndir.
VIÐ BJÓÐUM BETUR
SANNKALLAÐ
JÓLAVERÐ Á ÖLLUM
INNRÉTTINGUM
LÁTTU REYNA Á ÞAÐ
Nýttu tímann!
Vikan 22.-26. nóv.
Mánudagur 22. nóvember
Pakkaskreytingar - Leiðsögn frá Blómavali. Kl. 11-13
Skapandi skrif - Námskeið í skapandi skrifum. Fyrri tími. Kl.13.30-15
Free consultation for immigrants. Kl.14-15
Rauðakrosshúsið í Kópavogi
Geymið
auglýsinguna!
Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 Sími: 554 6626 kopavogur@redcross.is raudikrossinn.is/kopavogur
Þriðjudagur 23. nóvember
Prjón - Leiðbeint í prjóni á jólakúlum. Garn á staðnum. Kl. 11-13
Karlaspjall - Hittu karlana yfir kaffibolla. Kl. 13-14
Ráðgjöf hjá atvinnufulltrúum Kópavogsbæjar. Kl. 11-14
Föstudagur 26. nóvember
Skip án skipstjóra - Föstudagsfyrirlestur. Kl. 12-13
Súpa - Við eldum og borðum saman súpu. Kl. 13-14
Vikan 29. nóv-3.des.
Mánudagur 29. nóvember
Skapandi skrif - Námskeið í skapandi skrifum. Seinni tími. Kl. 13.30-15
Free consultation for immigrants. Kl. 14-15
Þriðjudagur 30. nóvember
Prjón - Leiðbeint í prjóni á jólaskrauti. Garn á staðnum. Kl. 11-13
Karlaspjall - Hittu karlana yfir kaffibolla. Kl.13-14
Tálgun - Kynning á tálgun. Kl.14-15
Ráðgjöf hjá atvinnufulltrúum Kópavogsbæjar. Kl. 11-14
Föstudagur 3. desember
Sáttamiðlun - Föstudagsfyrirlestur. Kl. 12-13
Súpa - Við eldum og borðum saman súpu. Kl.13-14
Bingó - Við endum vikuna á bingó! Kl.14-15
Nánar um viðburði á raudikrossinn.is/kopavogur
Opið hús frá kl. 11-15. Allir velkomnir! Heitt á könnunni.
Við verðum á Markaðnum á Korputorgi
laugardaginn 20. nóvember frá kl. 11-18 með Carter’s
barnaföt í stærðum 62-92 og ætlum að bjóða upp á
20% afslátt af öllum settum og göllum.
CARTERS BARNAFÖT
Það er hægt að skoða allt úrvalið inni á www.barnagull.is
Húð Jarðar
Ný verslun hefur opnað í
Firðinum Hafnarfirði
Allt fyrir húðina þína og
orka frá húð jarðar
Miranda´s Swiss Nature
Saltkristall Orkusteinar
Auglýsingasími
Samfés (Samtök
félagsmiðstöðva á
Íslandi) stendur fyrir
keppni í fatahönnun,
hárgreiðslu og förðun
í dag í Vetrargarðinum
í Smáralind. Keppnin
heitir Stíll en þar verða
fjölmargir keppendur
frá félagsmiðstöðvum
ÍTR. Markmið Stíls er
að hvetja
unglinga til
listsköp-
unar og
gefa þeim
tækifæri
til frum-
legrar
hugsun-
ar.
www.rvk.is