Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 90

Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 90
58 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR HÖNNUNIN V opnabúrið vestur á Granda lætur ekki mikið yfir sér. Svo nefnist verslun hjón- anna Sruli Recht og Megan Herbert sem þau hafa innréttað í fremri hluta vinnurýmis sem þau hafa komið sér vel fyrir í. Þau taka vel á móti blaðamanni sem á í mestu erfiðleikum með að slíta sig frá forvitnilegum og fallegum hlutum eftir þau hjón, sem vel að merkja hafa aldrei unnið saman að verkum og vörum þó að þau sæki vissulega innblást- ur og ráð hvort til annars. Í vinnurýminu þeirra er bæði hátt til lofts og vítt til veggja og pláss gott fyrir tvo hönnuði og lær- linga sem eru í vinnu hjá Sruli. „Þarna er vinnusvæðið mitt,“ segir Megan og bendir á borð þar sem finna má tölvu og skissur. Borðið er eins og eyja í stóru rýminu og óhætt að segja að verk Sruli séu plássfrekari og verkfærin hans sömuleiðis. „Þessar vélar flutti ég með mér þegar ég kom hingað, efnisstrangana líka, ég er alltaf að kaupa efni,“ segir Sruli og bendir á saumavélar og efnisstranga sem fylla hillu frá lofti til gólfs. Regnhlíf eða hnúajárn Sruli og Megan hafa bæði unnið á mörgum vígstöðvum. „Það er alltaf eitthvað að gerast, eitt verkefni að klárast og annað að byrja,“ segir Sruli og bendir mér á vegg þar sem komið hefur verið skipulega upp minnismiðum í lóðréttum röðum þar sem hver röð merkir verkefni. „Annars er helsta viðfangs- efni mitt núna að vinna að tísku- línu sem ég mun kynna á tísku- vikunni í París í janúar, ég hef unnið að henni í meira en ár núna,“ segir Sruli sem lærði fatahönnun í Ástralíu og hefur fengist við hana síðan. „Hingað til hef ég unnið að einni til tveimur flíkum á ári, ég hef líka gert talsvert af skóm,“ segir Sruli, sem komst reyndar í fréttir hér á landi fyrir allt aðra hönnun, á regnhlíf með hnúajárn fyrir handfang. Sruli var ákærður fyrir að hafa ekki fengið tilskilin leyfi fyrir innflutningnum á járn- inu, en málið var látið niður falla. Verk Megan Herbert eru af allt öðrum toga en Sruli. Hans eru ágeng, efnismikil, gotnesk, pönkuð og pólitísk en hennar eru ljóðræn, nákvæm, einföld og flókin í senn. Skrifaði handrit að Grönnum „Ég hef alltaf verið síteiknandi, margir listamenn eru í fjölskyld- unni minni, og ég lærði af þeim. Ég er eiginlega nýfarin að nota tölvur í sköpuninni,“ segir Megan sem hefur unnið sem myndskreyt- ir af og til í gegnum tíðina. „Ann- ars er ég handritshöfundur og vann sem slíkur í Ástralíu, og vinn reyndar hér hjá Pegasus meðfram hönnuninni,“ segir Megan sem hefur níu ára vinnu sem handrits- höfundur hinnar eilífu áströlsku sápu Nágranna á ferilskránni auk skrifa fyrir þá erkibresku sápu Eastenders. En akkúrat núna eru það ekki skrif heldur pappír sem á hug hennar allan, þegar blaðamaður hitti hana var hún að keppast við að leggja lokahönd á nýja seríu af gjafapappír sem kominn er á mark- að og er til sýnis í Spark Design Space á Klapparstíg. Þema papp- írsins er gjöf en Megan vill hvetja til gjafaskipta þar sem áherslan er lögð á einlæga og ígrundaða gjöf. „Ég vinn þannig að ég skissa fyrst og færi mynstrin síðan yfir í tölvuna, þar vinn ég áfram að mynstrinu,“ segir Megan sem legg- ur mikla vinnu í hverja og eina örk. „Annars tók það mig langan tíma að venjast því að vinna í tölvu, ég hef hins vegar verið síteiknandi síðan ég var lítil.“ Megan hefur lengi unnið sem myndskreytir og handbragð hennar má sjá á mynd- um sem hanga uppi í Vopnabúrinu en líka á síðunni hennar á netinu. Verk Sruli eru allt frá hand- saumuðum stígvélum úr leðri og hvalsforhúð, hringum, grímum, yfirhöfnum og minnisbókum, allt vandað og alls ekki ætlað til fjölda- framleiðslu. Þau eru afkastamikil og þakka búsetuna í Reykjavík meðal ann- ars þessi miklu afköst. „Það er svo lítið sem truflar hér, lítill tími sem fer í samgöngur til og frá vinnu líka,“ segir Sruli. „Ég bjó í Lond- on í tvö ár áður en ég kom hingað og munurinn er ótrúlega mikill,“ segir Megan og bætir við að hún hafi aldrei afkastað jafn miklu og síðan hún flutti hingað. Gott að hafa lítið val „Það er margt annað sem við kunnum vel við, úrval af efniviði er til dæmis ógnvænlega lítið en góðu hliðarnar við það eru að þú verður þá ekki spilltur af vali, þú hefur bara ákveðið efni til að vinna með og það gefur manni miklu meiri tíma til að vinna með sjálfar hugmyndirnar,“ segir Sruli, sem líkar afar vel að vinna innan þessa ramma. „Ég vinn eingöngu með íslenskt efni í fatalínunni til dæmis, leður og ull.“ „Við vorum í New York um daginn og þó það væri gaman þá hlökkuðum við ótrúlega mikið til þess að koma hingað aftur í næðið og einfaldleikann. Úrval- ið, þegar maður til dæmis fer og kaupir í matinn þar, er fáránlegt. Okkur líkar svo vel hér að ef þú vilt eitthvað sem ekki fæst þá þarftu bara að búa það til. Þetta er það sem heldur okkur hér,“ segir Megan. „Kringumstæðurnar neyða mann til nýjunga,“ bætir Sruli við. Flutti til Íslands í hruninu Sruli kom til landsins nokkrum árum á undan Megan, til að heim- sækja vini. Þau kynntust upphaf- lega í Ástralíu, þegar hann keypti verk af henni. Það var þó ekki fyrr en hann var fluttur til Íslands að þau fóru að draga sig saman. „Ég hafði komið nokkrum sinnum í heimsókn, en flutti svo hingað í nóvemer 2008, sem var mjög sér- stakt,“ segir Megan, sem sér einn ókost helstan við það að búa á Íslandi, fjarlægðina frá Ástralíu. „Ég er mjög tengd fjölskyldunni minni og það er svolítið erfitt að vera hinum megin á hnettinum og í allt öðru tímabelti.“ „Vandamálið við að búa í Ástralíu er einmitt staðsetningin, til dæmis ef þú ert hönnuður þá eru árstíðirn- ar öfugar við þær á Vesturlöndum,“ bendir Sruli á. Hann er fæddur í Jerúsalem, með ástralskan ríkis- borgararétt en hefur búið í Evrópu síðan hann lauk prófi í hönnun frá háskólanum í Melbourne. „Ég elska Melbourne og myndi búa þar ef ég gæti flutt hana annað á hnettinum,“ segir Megan og bætir við að flutningur standi ekki til. „Við erum ánægð hér, höfum kynnst mörgum og var ég búin að segja að við elskum sundlaugarnar?“ Fyrirtaks aðstæður til sköpunar Hin ástralska Megan Herbert flutti til Íslands í hruninu miðju til unnusta síns Sruli Recht. Þau hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og finnst hvergi betra að vinna. Sigríður Björg Tómasdóttir fór í heimsókn til fjölhæfra listamanna. Kaffiskreytir, teikning og gjafapappírinn eru á meðal nýrra verka eftir Megan Herbert. www.meganherbert.com Sr u li SRULI RECHT OG MEGAN HERBERT Í vinnustofu sinni við Hólmaslóð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MYNDIRNAR ERU TEKNAR AF MARINÓ THORLACIUS. Minnisbækur, gríma, hringur , hönnun Sruli er margbrotin. www.srulirecht.comM eg an
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.