Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 106

Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 106
74 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Bækur ★★★★ Útlagar Sigurjón Magnússon Bjartur Líf íslenskra námsmanna í austan- tjaldslöndunum á tímum Kalda stríðsins er spennandi söguefni. Fjöldi Íslendinga dvaldi þar um lengri eða skemmri tíma, oftast á vegum samtaka íslenskra sósíal- ista, og um líf þeirra hafa skap- ast ýmsar sögur og sögusagnir, ekki síst um SÍA skjölin svoköll- uðu, skýrslur sem námsmenn sendu heim um ástandið aust- an járntjalds en komust óðar í hendur Heimdellinga og voru gefn- ar út í blóra við höfundana. Fyrir nokkrum árum skrifaði Arnaldur Indriðason skáldsöguna Kleifar- vatn þar sem glæpamál teygir sig aftur til þessara tíma. Nýjasta skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, Útlagar, fjallar líka um örlög ungs Íslendings sem sendur er til náms í Austur-Þýskalandi. En þetta er engin glæpasaga eða hasar, hér er lögð rækt við að lýsa andrúmslofti og hugarfari, bæði meðal stúdent- anna ytra og þá ekki síður heima á Íslandi þar sem Kalda stríðið varp- ar skugga á flest samskipti fólks. Bækur Sigurjóns Magnússonar hafa aldrei verið neitt léttmeti og þaðan af síður bjartsýnissöngvar. Það er djúpt á húmor eða íróníu í verkum hans. Persónurnar sem hann lýsir í þessari nýju bók minna um sumt á persónur í fyrri bókum hans, þetta er langt í frá galla- laust fólk og ekki allt sérlega við- kunnanlegt. Aðalpersóna sögunn- ar, Jósef, er framtakslítill ungur maður, hann hrekst undan sterk- um konum sem stýra lífi hans og ráðskast með hann á margvíslegan hátt. Móðir hans er forkur til alls, bæði í stjórnmálum og einkalífi. Hún er sanntrúaður sósíalisti og tilbúin að leggja mikið á sig og sína til að viðhalda ímynd sósíalismans í austri. Eiginkonan, Christa, sem Jósef kynnist í Þýskalandi, tekur við þar sem stjórn móðurinnar lýkur og hún dregur Jósef með sér niður í hyldýpið með stjórnlausu líferni og drykkju. Útlagar er mikil örlagasaga. Ævi Jósefs markast af stóratburðum og dramatískum sviptingum. Hið sér- kennilega við frásagnaraðferð sög- unnar er á hinn bóginn að aldrei er sagt frá þessum stóratburðum, þeir verða alltaf á milli kafla. Í frá- sögninni sjálfri er fyrst og fremst lýst afleiðingum stóratburða, logni á undan stormum og jafnvel þeim fáu tímabilum þegar jafnvægi ríkir í lífi aðalpersónunnar. Þetta er býsna frumleg og áhrifa- rík frásagnaraðferð. Sagan verður við þetta hæg og kuldaleg og það magnast upp í henni sérkennilegt andrúmsloft, í senn fráhrindandi og harmrænt. Það kemur aldrei til uppgjörs á milli persónanna. Við sögulok eru leyndarmál þeirra ennþá vel geymd og sagan fjarar út án þess að þau komi upp á yfir- borðið. Þetta er heldur ekki upp- gjörssaga í pólitískum skilningi, saga stúdentanna í Austur-Þýska- landi er fyrst og fremst bakgrunn- ur fyrir örlagasögu einstaklinga. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Útlagar er vel heppnuð skáldsaga, hún lýsir þrúgandi tímum og lífi persóna sem kikna undan þeim á áhrifaríkan hátt. Kaldranaleg saga úr köldu stríði Grafarvogskirkju 10. desember kl. 20.00 Miðaverð: 3900 kr. Sigga Beinteins heldur nú í annað sinn hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt góðum gestum. 10. desember syngja Cantabile kór Margrétar Pálmadóttur og Kór Hamraskóla með Siggu í Grafarvogskirkju. Sérstakir gestir kvöldsins eru systkinin Páll Óskar og Diddú. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Miðasala á midi.is. Aðrir tónleikar Siggu fyrir jólin: Keflavíkurkirkja 1. desember, Digraneskirkja 9. desember og Grafarvogskirkja 10. desember. Allar nánari upplýsingar á siggabeinteins.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.