Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 1

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 1
KYLFINGUR 29. árg. — 2. tbl. 15. desember 1986. SIGURSVEITIR GR í SVEITAKEPPNI G.S.Í. F.v. Einar L. Þórisson, Sigurður Pétursson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Björgúlfur Lúðvíksson, Ásgerður Sverrisdðttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. 6. og 7. september sl. fór Sveitakeppni G.S.I. í I. deild fram í Grafarholti. Golfklúbbur Reykjavíkur sendi eina kvennasveit og tvær karlasveitir til keppni. Kvennasveitin var þannig skipuð: Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir, en liðsstjóri var Björgúlfur Lúðvíksson. I A-sveit karla voru Einar L. Þórisson, Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson, en liðsstjóri var sá sami og hjá konunum. B-sveitin var þannig skipuð: Gunnar Sn. Sigurðsson, Óskar Sæmundsson, Sigurður Hafsteinsson og Sigurjón Arnarsson, en liðsstjóri var Garðar Eyland. Skemmst er frá að segja, að GR sigraði bæði í karla- og kvennaflokki, og B-sveit karla náði 3. sæti. í I. deild karla varð A-sveit GR yfirburðasigurvegari á 915 höggum. I 2. sæti varð A-sveit Keilis á 936 höggum, en B-sveit GR varð í 3. sæti eins og áður sagði, aðeins 6 höggum á eftir Keili. Rétt er að geta þess, að Sigurður Pétursson setti vallarmet á 72 holum, lék hann á 296 höggum. Keppnin í I. deild kvenna var miklu tvísýnni. Konurnar léku 36 holur, og að þeim loknum voru Golfklúbbur Reykjavíkur og Keilir jafnir að höggafjölda, báðar sveitirnar á 343 höggum. Var þá bætt við árangri 3. kepp- anda hvorrar sveitar, eins og segir í reglugerð. Reyndist þá GR vera á í 526 höggum, en Keilir var á 537, svo að GR hlotnaðist 1. sætið, enGKhafnaði í 2. sæti. í 3. sæti varð Golfklúbbur Vestmannaeyjaá384höggum. Það dapurlega hlutskipti að falla niður í 2. deild féll í skaut GV í karlaflokki, en GA hjá konum.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.