Kylfingur - 15.12.1986, Síða 1

Kylfingur - 15.12.1986, Síða 1
SIGURSVEITIR GR í SVEITAKEPPNI G.S.Í. F.v. Einar L. Þórisson, Sigurður Pétursson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Björgúlfur Lúðviksson, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. 6. og 7. september sl. fór Sveitakeppni G.S.Í. í I. deild fram í Grafarholti. Golfklúbbur Reykjavíkur sendi eina kvennasveit og tvær karlasveitir til keppni. Kvennasveitin var þannig skipuð: Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir, en liðsstjóri var Björgúlfur Lúðvíksson. í A-sveit karla voru Einar L. Þórisson, Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson, en liðsstjóri var sá sami og hjá konunum. B-sveitin var þannig skipuð: Gunnar Sn. Sigurðsson, Óskar Sæmundsson, Sigurður Hafsteinsson og Sigurjón Arnarsson, en liðsstjóri var Garðar Eyland. Skemmst er frá að segja, að GR sigraði bæði í karla- og kvennafíokki, og B-sveit karla náði 3. sæti. í I. deild karla varð A-sveit GR yfirburðasigurvegari á 915 höggum. í 2. sæti varð A-sveit Keilis á 936 höggum, en B-sveit GR varð í 3. sæti eins og áður sagði, aðeins 6 höggum á eftir Keili. Rétt er að geta þess, að Sigurður Pétursson setti vallarmet á 72 holum, lék hann á 296 höggum. Keppnin í I. deild kvenna var miklu tvísýnni. Konurnar léku 36 holur, og að þeim loknum voru Golfklúbbur Reykjavíkur og Keilir jafnir að höggafjölda, báðar sveitirnar á 343 höggum. Var þá bætt við árangri 3. kepp- anda hvorrar sveitar, eins og segir í reglugerð. Reyndist þá GR vera á í 526 höggum, en Keilir var á 537, svo að GR hlotnaðist 1. sætið, en GK hafnaði í 2. sæti. í 3. sæti varð Golfklúbbur Vestmannaeyja á 384 höggum. Það dapurlega hlutskipti að falla niður í 2. deild féll í skaut GV í karlaflokki, en GA hjá konum.

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.