Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 12

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 12
12 KYLFINGUR Opna belgíska unglingameistaram ó tið 1986 Ferðin hófst laust eftir fimm að morgni sunnudagsins 24. ágúst 1986 á Hótel Loftleiðum, þar sem fimm grútsyfjaðir ungir kylfingar mættu, tilbúnir í Belgíuferð. Allir voru þeir á einu máli um, að þetta væri mjög ókristilegur tími. Þessir fimm kylfingar voru þeir Björn Axelsson GA, Birgir Ágústs- son GV, Björn Knútsson GK, Sig- urður Sigurðarson og Gunnar Snævar Sigurðsson báðir úr GR. Við vorum valdir til fararinnar ásamt Úlfari Jónssyni GK. Ég og Úlfar vorum valdir af Golfsambandi fslands til leiks í þjóðakeppninni, en hinir 4 af .golfklúbbum sínum til leiks í einstaklingskeppninni ein- göngu (ég og Úlli lékum að sjálf- sögðu einnig í einstaklingskeppn- inni). Úlli átti að hitta okkur á mánudagsmorgni, þar sem hann var í Danmörku á Norðurlandamótinu. Hannes Þorsteinsson var farar- stjóri og liðsstjóri. Hann hafði verið í vikufríi og átti að taka á móti okkur á flugvelinum í Luxemburg. Við tókum rútuna frá Hótel Loft- leiðum til Keflavíkur og klukkan tuttugu mínútur í sjö, stundvíslega, lyfti hinn glæsti járnfugl, sem átti að flytja okkur yfir Atlantshafið til meginlands Evrópu, sér af íslenskri grund. Við lentum í Luxemburg kl. 12.10 að staðartíma, og þar beið Hannes eftir okkur. Bílaleigubíllinn, sem var minibus, fengum við fljótlega og vorum við lagðir af stað áleiðist til Brussel skömmu síðar. Klukkan var rétt að verða 4, er við renndum í hlaðið við golfvöllinn, sem heitir Ravenstein. Klúbburinn heitir því virðulega nafni „Royal Golf Club de Belgique“, sem út- leggst líklega: ,,Hinn konunglegi golfklúbbur Belgíu“, á íslensku og segir það mikið um, hvers konar Frá Ravenstein í Belgíu. klúbbur þetta er. Allt í kringum hann, og raunar allt sem á svæðinu er, er mun glæsilegra en við eigum að venjast, og þvi fylgir að sjálf- sögðu mikið snobb eins og reyndar í flestum löndum hins stóra heims. Sagan segir, að þegar konungur- inn í Belgíu, einhvern tíma fyrir mörgum áratugum síðan, fékk golf- dellu lét hann hanna fyrir sig þennan golfvöll og fékk síðan garðyrkju- mann sinn til að planta trjám hingað og þangað um völlinn. Greinilegt er, að hann vissi sínu viti, því að öll samsetning tjráa er hreint stórkost- leg á að horfa. Svo virðist sem golf- della renni í ættir í konungsfjöl- skyldunni, því að núverandi kon- ungur Belgíu er frambærilegur kylf- ingur, svo ekki sé meira sagt. Hann hefur nefnilega ekki nema einn í forgjöf. Við héldum hvorki vatni né vindi yfir stórkostleik vallarins, en þó tókst okkur einhvern veginn að komast inn í klúbbhúsið þar sem vel var tekið á móti okkur. Við fengum leyfi til að spila gegn því skilyrði, að við yrðum komnir inn aftur kl. 7, en þá áttum við að verða kynntir fyrir fjölskyldunum, sem við áttum að gista hjá alla vik- una. Viö lentum allir hjá ágætis- fólki, sem allt var vel í efnum, eins og gefur að skilja, þegar litið er á það, að árgjaldið í þessum klúbbi er hátt í hálfa milljón og fólkið, sem búið var hjá, var að sjálfsögðu allt meðlimir í klúbbnum. Mánudaginn 25. ágúst var leikinn æfingahringur. Úlli kom um morg- uninn og rétt efitir hádegið var lagt af stað út á völl. Úlli lék aðeins 9 hol- ur vegna þreytu, og labbaði einungis seinni 9 holurnar til mælinga, en við hinir héldum ótrauðir áfram. Ekki komu góð skor þennan dag, nema hjá Bjössa Axels sem lék á 77 högg- um. Daginn eftir, eða þriðjudaginn 26. ágúst, hófst svo keppnin. Flestir lékum við ágætlega, en áttum í erfið- leikum við flatirnar, þannig að skor- ið varð ekki gott þennan fyrsta dag. Úlli lék best á 80 höggum, ég lék á 82, Siggi á 87, Biggi 89, Bjössi Axels

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.