Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 26

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 26
26 KYLFINGUR A-sveit GR: F.v. Helgi A. Eiríksson, Sigurjón Arnarsson, Gunnar Sn. Sigurðsson og Jón H. Karlsson. SVEITAKEPPNI UNGLINGA 1986 Dagana 7,—10. ágúst 1986 var haldin sveitakeppni unglinga í golfi 21 árs og yngri á Jaðarsvelli, Akur- eyri. Til þessarar keppni var stofnað á síðasta ársþingi G.S.Í. og er kveðið svo á, að hún skuli haldin árlega. Var þetta því fyrsta keppnin. Til leiks mættu 10 sveitir frá 7 klúbbum. Golfklúbbur Reykjavíkur sendi tvær sveitir i keppnina og var skipan þeirra sem hér segir: A-sveit: Gunnar Sigurðsson Helgi A. Eiríksson Jón H. Karlsson Sigurjón Arnarsson Liðsstjóri: Rósmundur Jónsson B-sveit: Eiríkur Guðmundsson Heimir Þorsteinsson Karl Ó. Karlsson Sigurður Sigurðarson Liðsstjóri: Kristinn Ólafsson Sveitirnar voru valdar strax að loknu landsmóti, sem lauk 2. ágúst, og var þá haldinn fundur með þeim til þess að stilla saman strengi og leggja upp markmið. Þar sem stuttur tími var til stefnu og drengirnir nýkomnir úr erfiðu móti var ekki talið heppilegt eða vænlegt til árangurs að fara út i golf- tæknilegan undirbúning, heldur reyna að spila af þeim styrk sem fyrir hendi var hjá hverjum leikmanni. Markmiðið var ákveðið, og var það ótvírætt, þ.e. að A-sveitin stefndi á sigur í keppninni og B-sveitin ynni sæti í A-riðli keppninnar. Drengjun- um var jafnframt gerð grein fyrir því, að þrátt fyrir að þessi markmið væru raunhæf, þá mætti ekki mikið út af bera til þess að við næðum ekki settu marki. Hópurinn fór síðan af stað flug- leiðis um hádegi miðvikudags, lék æfingahring á Jaðarsvelli og kom sér fyrir í svefnaðstöðu í Lunda- skóla, sem er skammt fram golfvell- inum. Fimmtudagur 7. ágúst. Keppnin hófst kl. 8 um morgun- inn og spilaðar voru 2x 18 holur í höggleik, þar sem 3 bestu í hverri sveit töldu til heildarskors. Árangur GR sveitanna var þessi: A-sveit GR: Jón H. Karlsson 75 + (79) Gunnar Sigurðsson 76 + 75 Helgi Eiríksson 76 + 78 Sigurjón Arnarsson(77) + 78 Samtals: 227 + 231 =458

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.