Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 28

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 28
28 KYLFINGUR DÓMARAHORNIÐ Nú er lokið enn einu golfsumrinu, og fengu kylfingar að njóta ein- stæðrar veðráttu til golfleiks. Undir- ritaður hefur í nokkuð mörgum undanförnum eintökum af blaði þessu rætt um ýmsar golfreglur og túlkun þeirra. Þó er einn kafli í golf- reglubókinni, sem ekki væri minna um vert, að kylfingar almennt þekktu og færu eftir, en það eru golfsiðirnir. Meginatriði golfsið- anna snúast raunar um sjálfsagða hluti í mannlegum samskiptum og almenpri umgengni. Fjögur aðal- atriðin rúmast í einni setningu: Leik- mönnum ber að sýna varkárni, tillit- semi gagnvart öðrum, láta sér annt um völlinn og ganga vel um hann og sýna ætíð góðan íjpróttaanda. Flestir læra það fljótlega að halda sig í hæfilegri fjarlægð, þegar aðrir sveifla kylfunni og gæta þess að vera ekki fyrir boltanum, sem ekki fer alltaf beinustu leið þangað sem kylf- ingurinn ætlar að slá hann. Mikil- vægt er þó að gleyma ekki að hrópa ,,fore“, sem er alþjóðlegt viðvörun- arhróp á golfvöllum, og allir kylf- ingar skilja, þegar viðkomandi slær bolta í átt til annarra leikmanna til þess að vara þá við. Það getur alltaf skeð, aðbolti leikmanns lendi i aðra átt en hann ætlar sér, og þess vegna er nauðsynlegt að muna eftir þessu viðvörunarhrópi. Allmikið er um það að kylfingar gleymi tillitsemi hver við annan. Sjaldnast er þar þó um ásetning að ræða heldur oftast hugsunarleysi, gleymsku eða athugunarleysi. í þessu sambandi vil ég nefna nokkur atriði, sem betur mættu fara. Þegar leikmenn koma að flöt ber þeim að fara með kerrur sínar og poka þeim megin flatarinnar, sem styst er að næsta teig, þannig að þegar þeir hafa lokið við holuna geti þeir geng- ið umsvifalaust stystu leið út af flöt- inni á næsta teig, svo að leikmenn, sem á eftir koma, geti leikið inn á flötina þegar í stað. Þetta flýtir leik og þótt ekki sparist nema 2 mín. við hverja flöt eru það 36 mín., þegar allar flatirnar hafa verið leiknar. Einnig flýtir það mjög fyrir að rherkja ekki stutt pútt heldur leika áfram í holu, jafnvel þótt aðrir eigi eftir að pútta lengri pútt. Slíkt er leyfilegt og ráðlagt í flestum löndum til þess að flýta leik. Ef þessi atriði væru jafnan virt myndi það flýta 18 holu hring um Vi—1 klst. Það atriði sem mest er syndgað gegn er þó vafalaust að hleypa ekki framúr. Skv. siðareglum er sá hópur sem hefur heila holu auða fyrir framan sig skyldugur til að hleypa framúr þeim sem á eftir koma. Flokkur með fjórum ber að hleypa flokk með þremur og tveimur fram- úr, og flokkur með þremur leik- mönnum ber að hleypa flokk með tveimur framúr, vegna þess að færri leikmenn í flokki leika hraðar að öllu jöfnu. Við leit ber að hleypa fram úr þeim sem á efir koma, ef boltinn finnst ekki svo til strax, og er það atriði oft brotið. Vil ég minna lesendur á að taka sig á i þessu efni og muna að hleypa framúr, þegar þeir byrja að leita að bolta sínum. Það skapar meiri leikgleði hjá öll- um. Öll þessi atriði, sem að ofan eru nefnd, miða að því að flýta leik, þannig að sem flestir geti leikið golf á vellinum, því að þeim mun hægar sem leikið er þeim mun færri komast að. Varðandi umgengni um völlinn eru nokkur atriði, sem ég vil minna á. Vonandi finnst enginn leikmaður, sem slær upp torfu, án þess að taka hana og leggja hana aftur í farið og pressa hana niður með fætinum. Svo annt ættu kylfingar að láta sér um völlin sinn, og svo annt ættu þeir að láta sér um árgjaldið sitt, að þeir vilji ekki láta það fara í óþarfa við- gerðir á vellinum vegna skemmda, sem þeir orsaka sjálfir. Sama er að segja um flatirnar. Gaffall er verk- færi, sem notað er til að gera við skemmdir á flötum af völdum niður- komu bolta eða af öðrum ástæðum. Það má e.t.v. segja, að flatir á ís- landi séu oft það harðar, að lítil för myndist eftir bolta, þegar hann dett- ur niður á þær. En á völlum, sem hafa vökvunarkerfi eða í bleytutíð, er mikilvægt að muna eftir þessu atriði. Sjálfsagt er að ganga beint að bolta sínum á flötinni og laga strax farið eftir niðurkomu hans. Lagaðu gjarnan för, sem aðrir hafa gert og gleymt að laga. Ef förin eru ekki lög- uð deyr grasið, og flötin verður flekkótt og ljót. Að sjálfsögðu laga vallarstarfsmenn einnig för eftir nið- urkomu bolta leikmanna, en það er raunverulega ekki þeirra hlutverk, og þeirra tími á að fara í annað. Það er óþarfi að hafa menn á launum til að laga flatirnar, ef við getum gert það sjálf á meðan við leikum. Varð- andi glompurnar tel ég, að flestir gangi vel um þær, og jafna leikmenn oftast sandinn eftir sig. Varðandi teigana vil ég minna á, að það er munaður að hafa grasteiga, munað- ur, sem við íslendingar getum verið stoltir af, á meðan margar aðrar þjóðir hafa mottur á teigum, jafnvel á keppnisvöllum. Teigarnir eru sá hluti vallarins ásamt flötunum sem mest mæðir á, þar sem allir leik- menn ganga á teignum og flötinni og slitna þessi svæði því mest. Sérstak- lega er svæðið kringum holuna við- kvæmt, og ber mönnum að hafa í huga að ganga ekki nærri holunni að óþörfu. Góður íþróttaandi er íþróttinni og iðkendum hennar til sóma. Einn lið- ur í því er m.a. að kunna að stilla skap sitt og láta ekki keppni og spennu augnabliksins stjórna geðs- munum sínum. Láttu ekki hugfall- ast, þó að illa gangi. Mundu, að golf er leikið skv. golfreglunum, og það gildir bæði um þig og meðspilara þína. Kurteislegar ábendingar um golfreglur er ekki afskiptasemi held- ur skylda hvers leikmanns gagnvart hinum leikmönnunum í keppni. Vertu þolinmóður við þá sem ekki eru jafn góðir og þú, vertu glaður og vingjarnlegur og réttlátur, þá mun verða sóst eftir að leika með þér golf. Þorsteinn Sv. Stefánsson.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.