Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 30

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 30
30 KYLFINGUR ÆVINTÝRI í U.S.A. Mig langar til þess að deila með ykkur örlitlu , ,ævintýri‘ ‘, sem ég var þátttakandi í síðastliðið sumar. Þannig er, að ég á góða vini í Bandarikjunum, sem ég hef þekkt í fjölmörg ár. Þetta er nokkuð stór fjölskylda, og nokkrir innan hennar leika golf og hafa gert það undanfar- in 10—30 ár. Fyrir sex árum síðan var ákveðið að halda fjölskyldumót i golfi og reglur settar þar að lútandi. Hefur gengið á ýmsu þau sex mót sem haldin hafa verið, og bikarinn, sem keppt er um, komist í hendur flestra keppenda. Þar sem þessir vinir mínir höfðu heyrt, að ég væri byrjaður að leika golf fékk ég boðskort um mitt sumar að mæta í fjölskyldugolfmótið „The Eagle Trophy“, laugardaginn 30. ágúst og teigtíminn ákveðinn kl. 11:00. Fyrst í stað hugsaði ég ekki mikið um þetta og þótti nokkuð fjarlægt að fara alla leið til Ohio í Bandaríkjunum fyrir eitt golfmót. Bæði hugsaði ég um kostnaðinn og einnig um það, að ég sem golfleikari hefði ekkert að gera þarna með mina 36 í forgjöf. Loks ákvað ég að láta til skarar skríða og vera í u.þ.b. viku tíma. Þegar ég staðfesti þátttöku mína i þetta fjölskyldumót var mér sagt, að ýmislegt annað væri á döf- inni, og ég yrði því að koma til Bandarikjanna í síðasta lagi þ. 20. ágúst. Morguninn eftir að ég kom út mætti ég út á völl með félögum mín- um og er þá kynntur fyrir meðspilur- um, en þar á meðal var Ron Ziegler, sem sumir muna e.t.v. eftir, en hann var blaðafulltrúi Nixons Banda- ríkjaforseta. Þar er mér sagt, að næsta dag, þ. 22. ágúst, er okkur boðið að leika á Firestone vellinum í Akron, Ohio, um leið og World Series of Golf keppnin fer þar fram. Eins og mörgum golfáhugamönnum er kunnugt er Firestone tveir átján holu vellir. Aðalkeppnin fór fram á norðurvellinum, en gestir spiluðu á suðurvellinum. (Haft er fyrir satt, Kristinn Guðjónsson með verðlaunapútterinn fyrir framan skortöfluna á World Series of Golf. að atvinnumennirnir vilji ekki leika suðurvöllinn því þeir telja hann of erfiðan). Á meðan á World Series of Golf keppninni stendur er stórfyrir- tækjum boðið að senda gesti sína að leika og komast þannig í náin tengsl við völlinn, keppnina og e.t.v. ein- hverja af hinum frægu keppendum. Frá fyrirtækjunum voru hundr- uðir manna komnir, en fæstir þeirra höfðu spilað völlinn fyrr, þar sem hringurinn kostar S 70,- á virkum degi. í hópnum, sem ég var í, voru 12 manns í boði Ohio Bell símafyrir- tækisins, og með okkur var einnig fyrrnefndur Ron Ziegler, sem er prýðis golfleikari með 13 í forgjöf. Það var ævintýri líkast að vera staddur á þessum frábæra velli. Veðrið var stórkostlegt, 30°C, heið- skýrt og glampandi sól. Ég hef aldrei séð eins gras og þarna er. Teigarnir voru svo fallegir, svo snöggklipptir og svo sléttir, að þeir tóku okkar flötum langt fram. Við tókum eftir því, að fata með sandi fylgdi hverj- um golfbíl. Héldum við fyrst í stað, að þetta væri öskubakki eða fyrir sígarettustubba, svo þeim væri ekki hent á brautirnar. Síðar koma í ljós að dreifa átti sandinum í sár í gras- inu eftir högg! Byrjunin hjá okkur var ekki slæm. Einn í okkar hópi var svo brattur að fara fyrstu holuna — par 4 — á ,,birdy“. Grasið á brautunum var einnig ólíkt því sem maður á að venjast. Það var eins og gisinn mosi Greinarhöfundur með tveimur úr fjölskyldunm.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.